Samvinnan - 01.06.1968, Page 20

Samvinnan - 01.06.1968, Page 20
Stulka í Kaliforníu að lesa vínber. Hún les allt að 2500 kg á dag, og úr því verða 600 kg af rúsínum, en þcer eru ein þeirra vörutegunda sem skrifstofa NAF í Kaliforníu annast kaup á. Þessi skrifstofa er hin yngsta af erlendum skrifstofum NAF, og þar hefur verið mjög mikið að gera frá byrjun. Veltan er miklu meiri en búizt hafði ver- ið við, og aðildarsamböndin hafa staðið af miklum einhug um þessa starfsemi. í San Francisco rekur NAF dótturfyrirtæki, Nordisk And- elsforbund California Inc., sem rekið er af bandarískum starfs- mönnum, Gomperts yngri og eldri, ásamt aðstoðarmönnum þeirra. Það er líka mjög eril- samt á þeirri skrifstofu, þar sem auðvitað eru keyptar venjulegar kalifornískar vörur, svo sem niðursuðuvörur og þurrkaðir ávextir, en hún fylgist einnig nákvæmlega með í viðskiptalífinu og á framleiðslusviðinu vestanhafs og lætur aðildarsamböndin vita af því markverðasta sem þar er á ferðinni hverju sinni. í Buenos Aires er maður frá NAF yfir ávaxtatímann, þ. e. a. s. hann er þar allt árið og hefur verið þar í meira en þrjátíu ár, en aðra hluta árs- ins starfar hann hjá dóttur- fyrirtæki KF (sænska sam- vinnusambandsins), LUMA SA. Hann er sænskur að þjóðerni, heitir Rune Petterson og ber ábyrgð á innkaupum og af- greiðslu alls þess geysimikla magns af eplum, perum cg vín- berjum frá Argentínu, sem selt er í kaupfélagsbúðum á Norðurlöndum. Á hverju ári fær hann sér til aðstoðar við innkaupin mann frá einhverju af aðildarsamböndunum — í fyrra var það Norðmaður, og í ár er það ungur Finni. Og það er þannig sem innkaupanet N7IF lítur út núna. Fulltrúar neytendanna hafa flutt sig út í heiminn og myndað beinar leiðir til þeirra frá framleið- endunum. Þeir markaðir, þar sem ekki, eða ennþá ekki, svarar kostn- aði að vera á staðnum, eru undir stöðugu eftirliti frá skrifstofu NAF í Kaupmanna- höfn. Þar er keypt kaffi frá Afríku, epli frá Frakklandi, niðursuðuvörur frá Formósu og fjölmargar aðrar vöruteg- undir. Þar er líka aðalskrif- stofa, þaðan sem allri starf- Árið 1965 var stjórnarfundur NAF af stofnendum NAF), Ebbe Groes in og kona hans. seminni er stjórnað, en heild-|i böndm í öðrum löndum fara arveltan er nú um hálfur millj- arður danskra króna á ári. í Kaupmannahöfn koma líka allir fjarskiptaþræðirnir sam- an. Fjarritar og sími eru óhjá- kvæmileg hjálpartæki í nú- tímaviðskiptalífi, en þessi hjálpartæki eru líka dýr. Sá kostnaður er miklu minni en annars væri, vegna þess að öll samskipti fara fram um aðal- skrifstofuna, þar sem fjarrit- arnir tifa allan daginn. Og hverju má svo búast við í framtíðinni? Á einu sviði hefur starfsem- in þegar fært út kvíarnar, og eru það innkaup fyrir sam- vinnumenn í öðrum löndum. Fyrir frumkvæði Alþjóðasam- vinnusambandsins hafa sam- vinnusambönd Vestur-Evrópu byrjað að láta innkaupaskrif- stofur sínar veita öllum sam- bandslöndunum gagnkvæma þjónustu. Það hefur leitt af sér, að NAF annast nú inn- kaup á kaffi frá Brasilíu, nið- ursuðuvörum frá Kaliforníu og vissum vörutegundum frá Spáni fyrir öll systursambönd sín í Vestur-Evrópu. Og sam- starfið er gagnkvæmt — NAF kaupir allar ástralskar niður- suðuvörur, sem það þarfnast, fyrir milligöngu innkaupaskrif- stofu brezka samvinnusam- bandsins í Sydney. Það þarf ekki mikið hug- myndaflug til að ímynda sér, hversu langt þetta samstarf geti þróazt, þegar rætt er um grundvöll fyrir nýjar inn- kaupaskrifsto'fur og aðstöðu NAF á heimsmarkaðnum. Samskiptin við systursam- um hendur dótturfyrirtækis NAF, Nordisk Andels-Eksport (NAE), sem þar að auki hefur fengið annað skemmtilegt verkefni. NAE hefur tekið að sér að sjá um innkaup fyrir allmargar bandarískar stór- verzlanir í eigu samvinnu- manna. Þar er fyrst og fremst um að ræða húsgögn og skyld- ar vörur frá öllum Norður- löndunum. Þessi viðskipti eru þegar farin að nema um 10 milljónum danskra króna ár- lega, og án mikillar bjartsýni má reikna með að sú upphæð tvöfaldist á næstu árum. Þessi starfsemi hefur sparað banda- rískum samvinnumönnum miklar fjárhæðir, auk þess sem hún hefur að sjálfsögðu styrkt aðstöðu NAE. Fram til þessa hefur starf- semin þannig í megindráttum takmarkazt við innkaup. En á þessum tímum alþjóðlegs samstarfs og með hliðsjón af sívaxandi norrænu samstarfi gefur að skilja að innan NAF hafa einnig verið ræddar leiðir til samstarfs á fleiri svið- um. Stjórn NAF, sem skipuð er æðstu stjórnendum samvinnu- sambandanna á Norðurlönd- um, hefur ekki aðeins að baki sér verulegan hluta af smá- söluverzluninni í þessum lönd- um, heldur einnig meginhluta framleiðslunnar á mörgum sviðum. Það leiðir af sjálfu sér, að mikill ávinningur myndi nást, ef hægt yrði að koma á auk- inni hagræðingu og innbyrðis verkaskiptingu á sviði fram- leiðslunnar. Fyrstu ákvarðanir haldinn á íslandi. Á myndinni eru jrá vinstri: Albin Johansson (einn forstjóri danska samvinnusambandsins, Erlendur Einarsson, Lars Lund- 20

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.