Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 26
tilheyra sögunni einni. Hún þolir ekki tímans tönn. Það hefði að minnstakosti verið nytsamlegt að fá vitn- eskju um hvað menn vilja. Vandinn er nefnilega þessi, séður með augum íslandsvin- ar: ísland hefur örfáar en af- skaplega mikilvægar vörur til að bjóða öðrum, meðal ann- arra hinum Norðurlandaþjóð- unum. Sá dagur hefur bara ekki runnið upp ennþá, þegar íslendingar sjálfir eru reiðu- búnir að taka afleiðingunum af þessu og útbúa vörurnar. Þeir hafa náttúrlega fiskinn og síldina. Ja, er það nú svo öruggt, jafnvel það? Maður hefur að minnstakosti aldrei verið í landi þar sem framboð á fiski og síld er fátæklegra — innanlands. Síldarborð er kúf- ur kræsinganna í hverju upp- landi meginlandsins. í höfuð- stað sjálfs síldarlandsins er nálega ókleift að næla sér í nokkrar síldar. Hversvegna kenna ekki íslendingar Norð- urlandamönnum og jarðarbú- um hvernig gera á góða síld betri? Hversvegnaaðflytjanær eingöngu út hráefni? Hvers- vegna hefur aldrei verið hafin veruleg sókn til að auka kynni manna og dálæti á hangikjöti? Eða á íslenzkum ullarvörum? Hversvegna eru ekki fremstu listamenn fslands (teiknarar) látnir koma fram með mis- munandi tillögur um íslenzk munstur á gólfteppi og ný- tízkulegar ullarvörur? Halda mætti áfram að spyria. En hversvegna skyldi maður vera að bví? Maður þekkir jú svörin. Þau eru ekki uppörvandi. Og það sem meira er: þau eru ekki rétt. Það er aðeins til eitt rétt svar við þessari og búsund öðrum spurningum: ekki að þióðin sé lítil. Það er þvaður. Ekki að bað verði of dýrt. Það er mun dýrara að verða fátækur. Einasta rétta svarið er, að nú verður ísland að veðja á sérgreinar sínar, á allt sem landið hefur umfram önnur lönd. Hinn kostinn þarf ekki að ræða. Til bessa barf vilia og hæfni til að tileinka sér þekkingu og hagnvta hana. Mín skoðun er. að ekki séu margar bióðir næmari, námfúsari. fróðleiks- bvrstari en fslendingar. Veitir íslenzka skólakerfið nemend- um sínum og stúdentum beztu kosti sem völ er á um þekk- ingu sem komið geti landinu að gagni? Ég veit það sannarlega ekki. Ég hef heyrt að unnið sé kapp- samlega og mlkið og með all- góðum árangri að því að kenna íslendingum íslenzku. Það er ágætt; það er grundvallarskil- yrði fyrir sjálfstæðu lífi og til- veru hverrar þjóðar. Útlend- ingur leggur bara þessa spurn- ingu fyrir sjálfan sig: skóla- kerfi sem er í fríi nálega hálft árið, með háskóla á efsta þrepi sem veitir ekki kennslu fjóra til fimm mánuði ársins, getur slíkt kerfi yfirleitt boðið uppá þann grundvöll sem þörf er á nú í beinharðri alheimssam- keppni um þekkingu? Eru ís- lendingar svo miklu gáfaðri en aðrar þjóðir? Ég veit það ekki. Ég held ekki. Það væri illskýr- anlegur afbrigðileiki. Maður þekkir að minnstakosti ekkert annað háþróað land í nútím- anum sem telur sig geta veitt sér slíkan munað. Niðurstaða þessara hugleið- inga, þegar þær eru teknar útaf fyrir sig, hlýtur að verða nokkuð bölsýn frá sjónarhóli íslandsvinar. Og þær eru skrif- aðar frá þeim sjónarhóli ein- um: ísland hefur ekki sýnt vilja til að koma fram með þau tilboð sem þessi þjóð gæti komið fram með ef hún virkj- aði krafta sína. Maður hefur heyrt svo oft að það er orðið leiðigjarnt, að íslendingar séu lítil (fámenn) þjóð. Já, en í sömu andrá ætti líka að nefna, að þessi þjóð sparar meira en flestar aðrar með þeirri ófrávíkjanlegu grundvallarreglu að halda ekki uppi hervörnum. (Ef einhver kynni að reyna að draga í efa, að ísland eigi tilverurétt sem sjálfstætt ríki, mundi þessi staðreynd nægja til að eyða öllum efa: þessi þjóð hefur sannað — allan þann tíma sem hún hefur verið sjálfstæð — að það er fært að lifa tiltölu- lega sjálfstæðu lífi án land- hers, sjóhers og flugflota). En varla verður miklu leng- ur hægt að halda svo góðum lífskjörum án ýtrustu hug- kvæmni að því er varðar nátt- úrugefið atvinnulíf landsins, án ýtrasta átaks í verklegum efnum. Við heyrum skýringar- texta með íslenzkum kynning- arkvikmyndum fyrir ferða- menn (sem eru reyndar mjög góðar) þar sem sagt er að fs- lendingar séu ,,a hard-work- ing people“; og maður vonar að það sé rétt, að það sé mað- ur sjálfur sem hefur ekki haft augun opin. Það virðist að minnstakosti vera ljóst að mjög margir íslendingar taka þessa staðhæfingu trúanlega — og aftur vonar maður; bara að þetta reynist nú ekki vera eitt af allra mestu snilldar- brögðum íslendinga í auglýs- ingatækni. Þó held ég að það muni þráttfyrir allt koma æ betur á daginn eftir því sem tæknin gerbyltir öllum lífsháttum okk- ar, að viðskipti í venjulegum, hefðbundnum skilningi eru ekki eini hugsanlegi grundvöll- ur milliríkjasamvinnu, og sér- staklega ekki norrænnar sam- vinnu. Á tímum þegar sífellt stærri og þéttari blakkir mynd- ast milli stórþjóða og jafnvel á heilum meginlöndum, eru smáþjóðir neyddar til að standa þéttar saman, læra hver af annarri, sækja hug- myndir og hvatningar hver til annarrar, verða innblásnar hver af annarri, ef þær eiga að hafa nokkur minnstu lík- indi til að lifa af menningar- lega, til að halda í það sem er verðmætt og sérstakt í lífs- formi þeirra. Fyrir önnur Norðurlönd kann ísland að virðast lítils virði í þessu tilliti. Flestir Skandí- navar mundu sennilega halda því fram, að við komumst jafnvel — eða jafnilla — af án umtalsverðrar samvinnu við ísland. Ég er ekki alveg viss um það. Við skulum taka dæmi sem varðar atvinnulífið og sam- bandið við mitt eigið land. Á sama tíma og hálf heims- byggðin sveltur, reka tvær til- tölulega stórar fiskveiðiþjóðir, Norðmenn og íslendingar, harða samkeppni á sömu mörkuðum. Stríð milli nokk- urra ættbálka í Afríku getur lamað hálfan Norður-Noreg og skapað íslandi stórkostleg vandamál. Hversvegna? Meðal annars vegna þess að við höf- um ekki, hvorug þjóðin, lagt okkur nógsamlega fram um að skapa nýja markaði. Hve stór- an hundraðshluta útflutnings- teknanna leggur hvor þessara fiskveiðiþjóða fram í því skyni að útbreiða fisk og fiskafurðir á nýjum svæðum í heiminum, í því skyni að vinna nýja markaði? Svar: hörmulega lít- inn. Ég segi ekki að Norðmenn og íslendingar verði að setjast við sama borð og ræða hlutina, 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.