Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 45
stefnunnar, hann notar gjarnan stórar hljómsveitir og mikla kóra. Verk hans eru því mörg umfangsmikil og erfið til flutn- ings. í því var Jón ólíkur samtímamönnum sinum íslenzkum, en á þeim árum iðkuöu önnur tónskáld hér einkum hin smærri form; einsöngslög og kórlög voru þeim hugstæðust sem eðlilegt var, því flutningsmöguleikar stærri verka voru þá mjög tak- markaðir. Jón naut þess á margan hátt að hann starfaði lengst af erlendis, þar sem möguleikarnir voru meiri en hér heima og sjóndeildarhringur manna víðari. Jón fluttist alkominn heim að lokinni heimsstyrjöldinni síð- ari, en á stríðsárunum hafði hann dvalizt í Þýzkalandi þar sem verk hans höfðu verið bönnuð af þáverandi valdhöfum. Jón starfaði mikið að félagsmálum listamanna og var brautryðjandi í mannréttindabaráttu þeirra. Árið 1928 var hann helzti hvata- maður að Bandalagi íslenzkra listamanna, og þegar hann var setztur að á íslandi stofnaði hann Tónskáldafélag íslands árið 1945, nokkrum árum síðar STEF (Samband tónskálda og eigenda ílutningsréttar) og veitti því forstöðu til dauðadags. Stefna Jóns í málefnum listamanna var sú að fá viðurkenndan eign- arrétt listamanna á verkum sínum. Hann taldi að óhæft væri fyrir listamenn að treysta á ölmusur og styrki frá valdhöfum þjóðfélagsins, heldur þyrftu þeir að fá réttindi viðurkennd sér til handa, svo þeir gætu haft tekjur af verkum sínum og orðið efnahagslega sjálfstæðir. Þá fyrst gætu þeir rækt listrænt hlut- verk sitt, lausir undan annarlegum áhrifum. Mannréttindakröf- ur listamanna sættu miklum deilum og ollu mótmælum ótrú- iegustu aðila. Það var aðeins að þakka skeleggri forystu Jóns og harðvítugri baráttu hans að margar kröfur náðu fram að ganga og sjálfsögð réttindi fengust viðurkennd. VERK JÓNS LEIFS: op. 1 Trilogia piccola, hljómkviða fyrir hljómsveit. op. 2 Fjögur píanólög. op. 3 Preludium og Fúga, fyrir einleiksfiðlu. op. 4 Fjórir söngvar úr Eddu, fyrir alt eða tenór og píanó. op. 5 Sálmaforleikur fyrir orgel, og Kyrie fyrir blandaðan kór. op. 6 Galdra-Loftur, tónlist við leikrit Jóh. Sigurjónssonar. op. 7 Konsert fyrir orgel og hljómsveit. op. 8 Variazione pastorale við stef eftir Beethoven, fyrir hljómsveit. op. 9 Minni íslands, forleikur fyrir hljómsveit. op. 10 Forleikur að Galdra-Lofti, fyrir kammerhljómsveit. op. 11 Fjórir íslenzkir dansar. op. 12 Þrír lofsöngvar og Faðir vor fyrir rödd og orgel. op. 13 Þjóðhvöt, kantata fyrir blandaðan kór og hljómsveit. op. 14 Tveir nýir íslenzkir dansar, og Tveir söngvar. op. 15 Fjórir söngvar fyrir karlakór. op. 16 Þrír sálmaforleikir fyrir orgel. op. 17 Þrir sálmar fyrir kór og orgel. op. 18 Tveir söngvar við Ijóð eftir Einar Benediktsson, og Tveir ástarsöngvar úr Eddu, fyrir rödd og píanó. op. 19 Næturljóð fyrir hörpu. op. 20 Eddu-Óratóríum fyrir tenór, bassa, blandaðan kór og hljóm- sveit. op. 21 Strokkvartett, „Mors et vita“. op. 22 Guðrúnarhvöt fyrir alt, tenór, bassa og kammerhljómsveit. op. 23 Þrjú sönglög fyrir rödd og planó. op. 24 Þrjú sönglög úr sögunum fyrir rödd og píanó. op. 25 Söngvar úr Sögu-sinfóníunni fyrir rödd og planó. op. 26 Sögu-sinfónía fyrir stóra hljómsveit. op. 27 Þrír ættjarðarsöngvar fyrir blandaðan kór. op. 28 Þrír söngvar fyrir blandaðan kór. op. 29 Þrír íslenzkir söngvar fyrir karlakór. op. 30 Fjórir l'slendingasöngvar fyrir blandaðan kór. op. 31 Þrír gamlir nornaslagir fyrir rödd og píanó. op. 32 Fjóþr alþýðusöngvar fyrir blandaðan kór. op. 33 Torrek fyrir rödd og píanó, og Requiem fyrir blandaðan kór. op. 34 Baldr, músikdrama án orða, fyrir hljómsveit. op. 35 Erfiljóð fyrir karlakór. op. 36 Strokkvartett, „Vita et Mors“. Þrátt íyrir umfangsmikla starfsemi að félags- og réttinda- málum listamanna gafst Jóni tími til að semja mörg stór tón- verk eftir að hann fluttist hingað heim. Einkum mun hann hafa unnið mikið að tónsmíðum og afkastað miklu seinustu árin sem hann lifði. Verk Jóns eru að miklu leyti óþekkt, mörg þeirra hafa aldrei verið flutt. Það má með sanni segja að enginn brautryðjandi á sviði listar samtíma Jóni sé jafn óþekktur þjóð sinni og hann. Liggja til þess tvennar orsakir. í fyrsta lagi eru sum verka hans stór og umfangsmikil, og þessvegna erfið til flutnings, og í öðru lagi mættu verk hans töluverðu tómlæti ef ekki andstöðu ýmissa áhrifamikilla aðila hér heima. Mig grunar að Jón hafi að nokkru leyti goldið þess sem tónskáld hversu harðsnúinn bar- áttumaður hann var í félagsmálum listamanna. Það er augljóst að hér er ekki unnt að gera ítarlega grein fyrir ferli Jóns á sviði sköpunarinnar, þeim áhrifum sem hann kann að hafa orðið fyrir og þeim breytingum sem kunna að hafa orðið á stil hans og listrænum hugmyndum. Slíkt verður að bíða síðari tíma. Ég hef því aðeins drepið á nokkur atriði sem mér virðast liggja ljós fyrir. Jón hafði mikil áhrif á önnur ís- lenzk tónskáld um sína daga og á okkur yngri tónskáld hafði hann mikil óbein áhrif, bæði sem vinur og samstarfsmaður. Hann var okkur fyrirmynd að þvi leyti að hann hélt ótrauður áfram starfi sínu hvað sem á gekk, og var alltaf trúr list sinni til hinztu stundar. Og sú hugmynd hans að skapa sjálfstæð- an islenzkan tónlistarstíl mun verða leiðarljós íslenzkra tón- skálda framtíðarinnar. í öllum verkum sínum reyndi hann að framkvæma þessa hugmynd, og þessvegna eru þau það merk- asta sem nokkur maður hefur lagt fram til íslenzkrar tónlistar. op. 37 Þrír fjallasöngvar fyrir karlakór, kontrabassa, trompet og slagverk. op. 38 Þrír ástarsöngvar fyrir karlakór. op. 39 Tveir söngvar fyrir karlakór. op. 40 Endurskin úr norðri, fyrir strokhljómsveit. op. 41 Landsýn, sinfónískt Ijóð fyrir hljómsveit og karlakór að vild. op. 42 Eddu-Óratóríum II fyrir sópran, alt, tenór, bassa, blandaðan kór og hljómsveit. op. 43 Skírnarsálmur fyrir barítón og orgel. op. 44 Þrjár myndir fyrir hljómsveit. op. 45 Fimm sönglög fyrir rödd og píanó. op. 46 Vorvísa fyrir blandaðan kór og hljómsveit. op. 47 Veðurvísur fyrir karlakór. op. 48 Jónasar minni Flallgrímssonar fyrir karlakór. op. 49 Strákalag fyrir píanó. op. 50 Kvintett fyrir flautu, klarínett, fagott, lágfiðlu og selló. op. 51 Geysir, fyrir hljómsveit. op. 52 Flekla, forleikur fyrir hljómsveit. op. 53 Flinzta kveðja, fyrir strengjasveit. op. 54 Víkingasvar, intermezzó fyrir hljómsveit. op. 55 Fine I fyrir hljómsveit. op. 56 Fine II fyrir hljómsveit. op, 57 Dettifoss, við Ijóð Einars Benediktssonar, fyrir blandaðan kór og hljómsveit. op. 58 Scherzo concreto, fyrir tiu hljóðfæri. op. 59 Nótt, við vísur Þorsteins Erlingssonar, fyrir tenór, bassa og litla hljómsveit. op. 60 Darraðarljóð, fyrir blandaðan kór og hljómsveit. op. 61 Helga kviða hundingsbana, fyrir alt, bassa og litla hljómsveit. op. 62 Grógaldr, fyrir alt, tenór og hljómsveit. op. 63 Hafís, við kvæði Einars Benediktssonar, fyrir blandaðan kór og hljómsveit. op. 64 Strokkvartett „El Greco". op. 65 Hughreysting fyrir strokhljómsveit. Auk þess ritaði Jón Leifs eftirtaldar bækur: Tónlistarhættir. Hlutverk íslenzkrar listar. (Islands kúnstlerische Anregung). Fjölmargar greinar eftir Jón Leifs birtust i blöðum og timaritum hér á landi og í Þýzkalandi.* * Frú Þorbjörg Leifs veitti mér góðfúslega leyfi til að birta verkalista þennan, sem hér kemur í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir, og kann ég henni beztu þakkir fyrir. Atli Helmir Sveinsson. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.