Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 30
vinnuhugsjónin er með þessum hætti tengd hugmyndinni um skilning þjóða á milli, þá höfði hún sterklega til unga fólksins og yfirleitt til félags- lega vakandi kvenna og karla í öllum aldursflokkum og starfsstéttum. Ekki er til mik- ilvægara verkefni en það að vinna að friði og skilningi milli þjóða. Og gleðilegt er að Al- þjóðasamvinnusambandið lítur á það sem eitt af höfuðverk- efnum sínum. Kommúnistaríkin í Austur- Evrópu eru þátttakar í Al- þjóðasamvinnusambandinu. Er það eitt meðal örfárra alþjóða- samtaka sem hafa getað sam- einað Austur og Vestur skipu- lagslega séð. Við verðum að mega trúa því, að samvinnu- hreyfingin hafi með þessu móti getað lagt fram verðmæt- an skerf til þeirrar pólitísku slökunar sem smátt og smátt hefur átt sér stað í Evrópu. Spennan og viðsjárnar milli hins snauða og hins auðuga heims eru annars eðlis, en eru vissulega alvarlegt mál. Einn- ig í þessum átökum hefur sam- vinnuhreyfingin tekið virkan og jákvæðan þátt. Norrænir samvinnumenn reka meðal Krister Wickman: Það dregur nokkuð úr þeirri gleði og þeim heiðri, sem ég finn til af því að fá að tala á aðalfundi KF í ár, að hið mik- ilvæga efni, sem fundarstjórn- in úthlutaði mér, „Svíþjóð, Norðurlönd og umheimurinn", tekur yfir — jafnvel þótt við það sé bætt undirtitlinum „al- þjóðleg markaðsmál" — mun víðtækara svið en svo, að fjalla megi um það til nokkurrar hlítar í einum fyrirlestri. Þar að auki hafa, síðan efnið var ákveðið, gerzt atburðir, sem óneitanlega yfirskyggja mark- aðsmálin. Ég er þess vegna settur í þá aðstöðu, að mér er ókleift annað en að gera ein- ungis nokkrar athugasemdir. Þessar athugasemdir eru fram- lag til umræðna, en ekki nein ákveðin svör við nokkrum annars viðamikið hjálparstarf á vegum samvinnufélaga i Kenýa. Hinir mörgu norrænu ráðgjafar sem starfa í Kenýa geta skýrt frá þeim óskaplegu verkefnum sem menn standa andspænis í landi sem er að reisa þjóðfélag sitt á alnýjum grunni. Það er fyrst og fremst vandamál menntunar og þjálf- unar, bæði þeirra sem vinna sín daglegu störf hjá sam- vinnufélögunum og þeirra sem eru trúnaðarmenn í kaupfé- lögunum. Trúnaðarmennirnir verða meðal annars að læra jafnsjálfsagðan hlut að okkar áliti og þann að geta tekið á- kvarðanir sem þeir verða að taka í krafti trúnaðarstarfa sinna. En það verkefni sem til lengdar er kannski mikilvæg- ast er að kenna hinum al- mennu borgurum, konum og körlum, að lesa og skrifa. Einn- ig á þessum vettvangi leggur norræn samvinnustefna sig fram með sameiginlegum skóla í Tanzaníu. Allt er þetta raun- hæfur þegnskapur og friðar- starf í samræmi við það bezta í samvinnuhugsjóninni. Einar Gerhardsen. Krister Wickman. spurningum. Leyfið mér einnig að minna á þá reynslu, sem ég held að allir geti borið vitni um, og sem við verðum að hafa í huga þegar við ræðum um framtíðina — að ekkert er í sjálfu sér óstöðugra en tilraun- ir til að segja fyrir um ókom- inn tíma. Við höfum ekki aðeins orðið vitni að snöggum umskiptum á eftirstríðsárunum, heldur höfum við einnig komizt að raun um, hve erfitt getur verið að draga réttar ályktanir af slíkum umskiptum. Hversu margir stjórnmálamenn í fremsta flokki lifa ekki enn í hinum einfalda Austur-Vest- ur - blekkingarhugsunarhætti fyrsta eftirstríðsáratugsins, í kalda stríðinu milli hins svo- nefnda frjálsa heims og hins kommúníska. Og þó hafa síð- an, á minna en einum áratug, átt sér stað breytingar, sem gjörbreyta myndinni. Önnur blökkin hefur rifnað, í hinni brestur í samskeytunum, og „þriðji heimurinn" eins og við nefnum hann í óeiginlegri merkingu hefur stigið fram og leikur nú áberandi og ótvírætt hlutverk á alþjóðasviðinu. Jafnframt því taka aðalleik- endurnir sjálfir greinilegum breytingum. Við getum ekki enn gert okkur fulla grein fyrir öllu því, sem hefur gerzt og er að gerast í Kína, Sovétríkj- unum, Austur-Evrópu, Frakk- landi, Bandaríkjunum og á mörgum öðrum stöðum. Það eina sem við getum verið viss um er, að við erum óðfluga að færast burt frá gömlu tveggja- póla heimsmyndinni. Undan- hald kalda stríðsins og þeirra aðstæðna, sem einkenndu sjötta áratug aldarinnar, hef- ur skapað gjörbreyttar aðstæð- ur á fjöldamörgum sviðum. Af- leiðingar þessa hafa á síðustu árum komið síbetur í Ijós. Breytingastormurinn sækir í sig veðrið, og hann varðar bæði ástandið innan einstakra bjóða og sambandið á milli þeirra. Ef við takmörkum sjónarsvið okkar við Evrópumarkaðinn. tökum við enn eftir því, hvað aðstæðurnar breytast skjótt, Efnahagslegt sjálfstæði var lengi fyrst og fremst spurning- in um frelsi frá tollum og öðr- um verzlunartakmörkunum. Innan EFTA náðum við toll- frelsi 1. janúar 1967, og innan Efnahagsbandalagsins ná beir bví eftir tvær vikur. Vita- skuld er stefnt að áframhald- andi sameiningarþróun innan beggja markaðsbandalaganna, ekki bó sízt innan Efnahags- bandalagsins, þar sem tak- markið er einmitt efnahagsleg eining. En þróunin hefur þó borið okkur langt burt frá bæði Rómarsamningnum og EFTA-samkomulaginu. Það er ekki einungis, að bæði banda- lögin geri sér nú ljóst, að hvort um sig eru þau of smá, og því kalla markaðsvandamál Evr- ópu á snara úrlausn. Hvorki EBE- né EFTA-samkomulagið gera ráð fyrir hinni tæknilegu þróun, sem síðasta áratuginn hefur gjörbreytt samkeppnis- aðstæðum, aðstöðu atvinnu- greina og þróun fyrirtækja á mikilvægum sviðum efnahags- lífs iðnaðarlandanna. Opinber aðstoð við iðnþróunarstarf og tæknilegt og iðnpólitískt sam- starf hefur lent á oddinum þar sem um er að ræða að halda áfram hinni evrópsku samein- ingu og bregðast við „aðdrátt- arafli Ameriku.“ Franska kreppan opnar ekki dyr Efnahagsbandalagsins En hverjar eru þá horfurnar á því að innan skamms tíma verði náð fram til lausnar á markaðsvandamálum Evrópu? Ég trúi ekki á neina skjóta og algjöra lausn. Ýmsar flókhar efnahagslegar og pólitískar að- stæður gera það óraunhæft að gera ráð fyrir landfræðilegri útvíkkun EBE í náinni fram- tíð. Þessi vandamál er ekki hægt að leysa með einu penna- striki. Við verðum að miða starf okkar við það sem Willy Brandt kallar „pólitíska smá- skrefastefnu." Það er einnig ástæða til í þessu sambandi að vara við þeirri hugmynd, að franska kreppan geti skapað þær aðstæður, að dyrnar að EBE opnist skyndilega upp á gátt, heldur verður það þvert á móti. Ókyrrð og erfiðleikar — innan og utan EBE — geta frekar haft þau áhrif, að stór- veldin standi fastar á verðin- um en fyrr um þann árangur sem þau hafa þegar náð. Við megum þar að auki ekki gleyma því, að útfærslustefn- an sem EFTA-ríkin leggja mikla áherzlu á stendur til- tölulega neðarlega á blaði í stefnuskrá EBE-ríkjanna. Sex- veldin leggja af skiljanlegum ástæðum mesta áherzlu á inn- byrðis stöðugleika og eigin framtíðarþróun. Þess vegna er það gleðiefni, að Frakkar og Þjóðverjar hafa lagt sig fram um að finna lausn á markaðsvandamálun- um. Tilraunir þeirra til að ná samkomulagi á viðskiptasvið- inu, sem jafnframt taki til tæknilegs samstarfs, á milli EBE- og EFTA-ríkjanna, eiga skilið að þeim sé mætt á já- SVÍÞJÓÐ, NORÐURLÖND OG UMHEIMURINN Fyrirlestur haldinn á 69. ársþingi Sænska sam vinnusambandsins (KF) 17. júní 1968. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.