Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 44
á öðrum staS í sömu bók farast honum svo orð: .. Það var táknrænt. er ég fór í gönguferð í fyrsta sinn á erlendri grund. Haustlitað lauf féll af trjánum beggja vegna götunnar. Ámóta táknrænt var það er ég hlýddi á sinfóníuhljómsveit í fyrsta sinn. Leikinn var Fást-forleikurinn eftir Lizt. Mér fannst ég geta kastað mér í gólfið og æpt upp yfir mig af undrun “ Jón starfaði í Þýzkalandi fjöldamörg ár að loknu námi. Hann vann sem hljómsveitarstjóri, stjórnaði flutningi verka sinna og annarra, einkum verka Beethovens, en hann var, að ég hygg, kærastur Jóni allra tónskálda. Einnig skrifaði Jón mikið af greinum í þýzk blöð og tónlistartímarit. Fjölluðu þær mest um íslenzk þjóðlög og túlkunarmáta flytjenda á verkum Beethovens. Áhugi Jóns á íslenzkum þjóðlögum vaknaði snemma. Hann mun hafa safnað þjóðlögum hér heima og rannsakaði þau ítar- lega. Hann útsetti þjóðlögin á sérkennilegan hátt, notaði þau stundum sem uppistöðu í verkum sínum, eða gerði sér far um að semja í anda þeirra. Á Jón mestan heiður, ásamt séra Bjarna Þorsteinssyni, af að hafa vakið athygli þjóðar sinnar á þeim dýr- mæta menningararfi sem hún á þar. Að vísu höfðu aðrir á und- an Jóni borið við að setja út þjóðlögin, en á allt annan hátt. Jón reyndi að láta lögmál laganna ráða búningi þeirra, meðan aðrir reyndu að beygja þau undir lögmál og fegurðarsmekk evrópskrar tónlistarhefðar. f tónsmíðum sínum fór Jón líka aðra leið en önnur tónskáld honum samtíma á íslandi. Allir tónlist- armenn sem héðan fóru utan til náms, bæði skapandi og túlk- andi listamenn, fylltust eðlilegri aðdáun á hinni miklu og rót- grónu tónlistarmenningu Evrópu. Flestir höfðu þeir lítið vegar- nesti héðan annað en þá þýzku rómantík, sem hingað hafði bor- izt útvötnuð í gegnum Danmörku. Ýmsir tónlistarmenn okkar báru menjar hennar alla ævi. Og allir virðast þeir hafa álitið tilgang sinn í lífinu fólginn í því að kynna íslendingum verk hinna miklu erlendu tónskálda, og ef þeir á annað borð fengust við tónsmíðar, þá álitu þeir hina æðstu fullkomnun fólgna í því að líkjast „gömlu meisturunum" sem mest. Jón einn fór aðra leið og boðaði nýja stefnu í verkum sínum. Hann var al- gjörlega laus við beykiskógarómantíkina dönsku, dáðist manna mest að hinum miklu tónskáldum meginlandsins, en skildi það jafnframt að engin þjóð lifir á innfluttri menningu hversu góð sem hún kann að vera. Þessvegna setti hann sér það takmark að skapa þjcðlegan stíl, sem skyldi vera framlag íslands til heimsmenningarinnar. Þannig varð Jón þjóðlegasta tónskáld sem við höfum átt, og jafnframt það alþjóðlegasta. Jón sótti efnivið sinn í fornbókmenntir okkar og náttúru landsins. Nokk- ur heiti verka hans skulu nefnd sem dæmi: „Sögu-sinfónía“, „Guðrúnarhvöt", „Hekla", „Landsýn" og „Minni íslands". Af ís- lenzkum skáldum síðari tíma virðast honum hafa verið hjart- fólgnastir Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson, þvi hann samdi mörg lög við kvæði þeirra. Stíll Jóns er afar sérkenni- legur, og svo persónulegur að maður þarf aðeins að heyra brot úr verkum hans til þess að sannfærast um það, að Jón Leifs er höfundur verksins, og að um engan annan getur verið að ræða. Jón er samt að ýmsu leyti barn síns tíma. Tónlistarskyn hans og hugsun er mótuð af hermitónlist, hann reynir oft að lýsa at- burðum og stemningum bókmenntalegs eðlis í tónlist sinni, og margir samtímamenn hans sóttu áhrif og innblástur í albýðu- tónlist þjóðar sinnar likt og hann; má þar nefna Sibelius, Villa- Lobos, Béla Bartók og fleiri. Jón var einnig undir töluverðum áhrifum síðrómantísku Ludwig van Beethoven. Jón Leifs við hljóðfœrið. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.