Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 39
sig ekki eiga um annað að velja en að berjast þangað til yfir lýkur, framferði Nigeríuhers á herteknum svæðum hafi sýnt að því sé dauðinn vís hvort sem er. Eftir að nokkur Afríkuríki viðurkenndu Biafra, tókst Einingarsamtökum Afríku að efna til samningafundar um vopna- hlé undir forsæti Eþíópíukeisara, en viðræður fóru út um þúfur, vegna þess að Gowon neitar með öllu að fallast á vopnahlé, nema Biaframenn taki aftur sjálfstæðisyfirlýsingu sína. Það eina sem áunnizt hefur er að Nigeríustjórn hefur slakað á banni sínu við matvælaflutn- ingum flugvéla Rauða krossins og ann- n.rra hjálparstofnana beint til Biafra. Mannfall af völdum vopnaviðskipta í Nigeriu og Biafra er talið hátt á annað hundrað þúsund, þar af verulegur hluti óbreyttir borgarar í Biafra, sem beðið hafa bana í loftárásum flughers Nigeríu. Enginn veit tölu þeirra sem hungurs- neyðin hefur orðið að aldurtila, í haust var gizkað á ekki færra en 1000 manns er hryndu niður af hungri á degi hverj- um í skógunum, þar sem Biaframenn hafa hnappazt saman. Enginn vafi er á, að hefðu ekki afskipti utanaðkomandi aðila átt sér stað, væri styrjöld Nigeríu og Biafra lokið með jafntefli. Hefðu báðir aðilar ekki fengið til umráða annan herbúnað en þeir réðu yfir þegar bardagar hófust, gat hvor- ugur gert sér von um að yfirbuga hinn, svo þeir hefðu verið nauðbeygðir til að komast að samkomulagi. Reyndar hefur Biafra aldrei ætlað sér að hertaka Nige- ríu, eina krafa Biaframanna er að þeir séu látnir í friði. Nigeríustjórn telur aftur á móti að auðið sé að sigra Biafra, vegna þess að henni standa opin óþrjótandi vopnabúr, sem meðal annars gera henni kleift að hindra nær algerlega alla aðdrætti Biaframanna, jafnt á vopnum og öðru. Ábyrgð á blóðbaðinu í þessum hluta Afr- íku, bæði orðnu og óorðnu, bera því fyrst og fremst þær ríkisstjórnir sem lagt hafa Nigeríu til vopn. Þar er brezka stjórnin fremst í flokki. Nær allur vopnabúnaður landhers og fiota Nigeríu er frá Bretlandi kominn, og Biaframenn halda því fram að brezkir liðsforingjar leggi á ráðin um hernaðar- aðgerðir Nigeríumanna. Enginn vafi er á hvers vegna ríkisstjórn Wilsons í Bret- landi fer svona að ráði sínu, og dauf- heyrist við öllum kröfum, innan lands og utan, um að hún beiti áhrifavaldi sínu til að ýta undir friðsamlega lausn deilunnar. Brezk stórfyrirtæki eiga mikl- ar eignir í Nigeríu, en verðmætust voru ítök Shell á olíulindasvæðinu í Biafra. Frá öndverðu nýlenduskeiði Breta í Ni- geríu studdu þeir Norðanmenn, á bví varð aldrei lát, og þegar Biafra var stofnað tóku bæði brezka stjórnin og Shell eindregna afstöðu með stjórnar- völdum í Lagos. Fái bví Biafra haldið sjálfstæði sínu, má búast við að brezk ítök í landinu séu úr sögunni, og fnll- víst að þá endurheimtir Shell aldrei fyrri aðstöðu þar. Erfiðara er að gera sér grein fvrir hvað sovétstjórninni gengur til að láta flugher Nigeríu í té bæði flugvélar og flugvélavirkja til að halda upni loftárás- um á Biafra. Helzt virðist þar um hreina ævintýramennsku að ræða, sovétstiórnin aeri sér í hugarlund að með bví að gera Nigeríustjórn sér skuldbundna á þennan hátt, geti hún aflað sér ítaka i Afríku sunnan Sahara. Bandaríkin hafa fram til bessa engin hernaðarleg afskioti haft af styrjöldinni, en lýst yfir hlutleysi og afskiptalevsi, sem auðvitað felur í sér pólitískan stuðn- ing við sterkari aðilann, Nigeríustiórn. Flest Afríkuríki eru á bandi Nigeríu- stiórnar og vilja álíta ófrið hennar við Biafra innanlandsmál. Aðeins fiögur í heirra hópi hafa viðurkennt sjálfstæði hins nýia ríkis. Þess sjást engin merki að Biafra muni öðlast hann bakhjarl í öðrum heimsálf- um, að bað fái hrundið sókn Nigeríuhers. En aðdragandi ófriðarins og gangur hans hingað til gefa til kynna að blóðbaðið getur staðið enn um ófyrirsjáanlega framtíð, ef samfélag þjóðanna grípur ekki í taumana. Biaframenn búa sig "nd- ir að halda uppí skæruhernaði. ef Nige- ríuher tekst að br.iótast inn í skógarvígi þeirra. Þeir telia sig einungis eiga um tvo kosti að velia. siálfstæði eða dauða. Eftir er að vita hvort mannfélag tutt- ugustu aldar lætur viðgangast að enn einn smánarblettur bætist á flekkaðan skjöld þess, með því að horfa á bað að- gerðalaust að tugmilljónar bióð sé út- rýmt með stáli, eldi og hungri. Magnús T. Ólafsson. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.