Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 27
„FYRIR AUSTAN SOL 06 VESTAN MÁNA" Ræða á afmælishátíð Norræna samvinnu- sambandsins (NAF) í Ráðhúsi Kaupmannahafnar 26. júní 1968. þareð við höfum nákvæmlega sömu hagsmuni í þessum efn- um. En ég hika ekki við að segja, að ég held við verðum mjög bráðlega neyddir til þess, ef við ætlum okkur framvegis að láta raust okkar heyrast með'al fiskveiðiþjóða heimsins, þar sem báðar þjóðirnar eru nú að dragast afturúr. Fyrir Norðmenn er þetta ekki bein- línis lífsspursmál, sem það er og verður enn um hríð fyrir íslendinga. Við skulum skrafa saman — og kannski getum við þá skrafað okkur saman? Ójú, hér má gera mikið. Og það kemur alveg í sama stað niður þegar til lengdar lætur, hvor aðilinn kynni í það og það skiptið að hafa meiri hag af samtölunum. Á öðrum Norðurlöndum hafa menn til dæmis kostað kapps um að búa til goðsögu um að íslendingar séu svo hræðilega „ameríkaníséraðir“. Þekking margra Skandínava á íslandi er takmörkuð við þessa einu „staðreynd“, hvernig svosem í ósköpunum menn hafa farið að snapa sér þennan „fróð- leik“. Þessir skandínavísku „betur- vitendur“, sem gjarna ata eigin tungu amerískum slettum, svo hún verður vart þekkjanleg, gætu haft mikið gagn af að koma til íslands og kynna sér hvernig lítil þjóð kemst hjá að „amerikanísérast" með eigin viljaátaki og rótgróinni menn- ingarvitund, sem ekki á sér hliðstæðu í Skandínavíu. Það sem þetta fólk kallar amerísk áhrif, með áhyggjusvip og höf- uðhristingum, er þáttur fyrir- bæris sem sjá má í hvaða „nýju“ þjóðfélagi sem vera skal, þar sem skrefið frá einu lífsformi til annars er stigið með aðdáunarverðri snerpu. Þetta er „the frontier society" með öllum sinum vanbúnaði, krafti og töfrum, en einnig að þvi er ísland varðar með merkilegri þjóðlegri tilfinningu fyrir að flytja það bezta frá gamla tímanum yfir í nýja tímann. Fyrir því hafa menn haft ákaflega litla tilfinningu í Skandínavíu. Á hinn bóginn hafa íslend- ingar kannski meiri tilfinningu fyrir því stórbrotna, tröllaukna — og hafa að sama skapi haft minni tíma til að taka eftir hinum smágervu og að því er virðist óverulegu dráttum í myndinni, einnig þegar sög- unni víkur að atvinnulífinu: Ekki einusinni Norðmaður fell- ir sig við að kaupa norskan þorsk-kavíar á fiskveiðaland- inu íslandi. Dugleg íslenzk fjölskylda gæti hæglega séð fyrir þörfum alls íslenzka markaðsins úr eldhúsinu! Eða ef við hugsum útí að ísland flytur inn allan sinn pappír, meðal annars frá Finnlandi. í pappírsiðnaðar- landinu Finnlandi, og einnig í Noregi, eru menn svo smá- munasamir, að þeir safna not- uðum pappír aftur saman, setja hann í hreinsun — og nota hann einu sinni enn. Þvílíkum smámunum hafa íslendingar enn sem komið er haft mjög lítinn tíma eða löng- un til að veita athygli. En það kemur! Mikilsverðast fyrir smáþjóð- ir okkar er að tala saman, ekki í hinum stóru, uppblásnu nor- rænu hátíðaglósum, heldur með raunsæjum og jarðbundn- um hætti, og jafnan útfrá þeirri tvímælalausu staðreynd að við getum lært mikið hver af öðrum og innblásið hver annan í stóru og smáu. í þessu samhengi er reyndar ekki til neitt „smátt“. Það verður að tala saman á öllum sviðum. En samtöl velta á því, jafnvel nú á öld fjar- skiptanna, að „aðiljarnir“ hitt- ist. Það kostar fé að hittast. Brýnasta verkefnið í nor- rænni samvinnu nú, sem hrinda verður 1 framkvæmd eins fljótt og kostur er (og það er hægur vandi), er að stofna sameiginlegan norrænan ferða- jöfnunarsjóð að frumkvæði hins opinbera, þannig að í framtíðinni verði ekki dýrara fyrir Finna og íslendinga en fyrir Dani og Norðmenn að hittast til samræðna, án tillits til hvar á Norðurlöndum sam- ræðurnar eiga sér stað, hvar ráðstefnur og námskeið eru haldin. Að sínu leyti á þetta engu síður að geta gerzt á íslandi en annarstaðar á Norðurlönd- um. Ekkert á að geta verið því til fyrirstöðu að ísland verði miðstöð norrænnar samvinnu. Þeim fyrirstöðum, sem enn eru til trafala, er auðvelt að ryðja úr vegi. Ég hóf mál mitt með því að benda á að nokkur algeng og alvanaleg skilyrði góðs sam- bands og hagkvæmrar sam- vinnu milli íslands og annarra Norðurlanda virtust ekki ennþá vera fyrir hendi. Þessi skilyrði munu smámsaman skapast. Þau þröngva sér fram. Meðan þess er beðið, er meira en nóg að gera við að leggja niður fyrir sér mögu- leikana sem eru fyrir hendi og bægja burt þeim tálmum sem ennþá byrgja fyrir útsýnið milli Norðurlanda. Ivar Eskeland. Einar Gerhardsen: Á bernskuárunum átti ég heima á bóndabæ þar sem var lítil kaupfélagsbúð. Foreldrar mínir voru samvinnumenn, og fyrstu sendiferðirnar minar urðu því í þessa litlu kaupfé- lagsbúð. Það var líka kaupfélaginu að þakka að ég fékk mín fyrstu kynni af leikhúsinu. Satt að segja man ég ekki ýkjamikið úr þessari samvinnusýningu í Þjóðleikhúsinu. Ég man bara að þetta var mér undarleg reynsla. Ég sat á efstu svölum og sá leiksviðið og leikarana og ævintýrið djúpt niðri og ég man heitið á leikritinu, „Fyrir austan sól og vestan mána“. Og æ síðan hef ég með undarlegum hætti tengt þetta samvinnuhugmyndinni; það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las um Norræna samvinnu- sambandið og tengsl þess við fjarlæg og framandi lönd — fyrir austan sól og vestan mána. Aðra minningu á ég frá bernskuárunum; Á útihurð kaupfélagsbúðarinnar var mál- að hvítum stöfum „Einingin eflir“. Og tveir hnefar mættust í þéttu handtaki. Það var eins- og boðskapur. Boðskapur til lítilmagnanna í þjóðfélaginu: „Standið saman, og þá verðið þið sterkir“. Hann vakti eflaust hjá mörgum von um bjartari framtíð. Norræna samvinnusamband- ið táknar að sínu leyti bæði mikilvægi einingarinnar inná- við í hverju einstöku landi og samtakanna og samstarfsins útávið yfir landamærin. Hvort- tveggja er jafnmikilvægt nú og það var á bernskuárum sam- vinnuhreyf ingarinnar. Kannski nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr. Við lifum í þjóðfélögum örra breytinga. Hin tæknilega og efnahagslega bylting leiðir af sér, að flest iðnaðarríki verða nú fyrir snöggum samfélags- sviptingum sem koma fram með mjög áþreifanlegum hætti í atvinnulífi, búsetu, félagsleg- um kjörum og lífsskilyrðum. Þetta vekur ný og stór vanda- mál, og það verður þjóðfélag- inu sífellt mikilvægara að ná sem mestri og beztri stjórn á þróuninni. Vöruviðskipti hafa einnig tekið skjótri þróun. Sé miðað við starfsmannafjölda eru þau þegar orðin ein helzta atvinnu- greinin hjá okkur, og sífellt meira vörumagn og vöruúrval leiðir til þess, að leggja verður æ meira vinnuafl í viðskipta- veltuna. Nútimaþjóðfélag þarfnast víðtækrar vörudreifingar sem sé skynsamleg og veiti góða þjónustu á öllum sviðum. Með tilliti til almennrar velferðar hefur þjóðfélagið rikan áhuga á, að vörudreifingin vaxi með viðunandi hætti. Þetta er verkefni sem krefst samvinnu i enn ríkara mæli en áður. Hún hefur þegar lagt fram stór- kostlegan skerf til að gæta hagsmuna neytenda og til að skipuleggja og gernýta vöru- dreifingarkerfið. Nú er verk- efnið orðið stærra og kröfu- harðara. Samvinnuhreyfingin verður að taka þátt í að tryggja þróunina i þjóðfélagi breytinganna og að leysa vanda og verkefni velferðar- þjóðfélagsins. í velferðarþjóðfélögum eins- og við þekkjum þau á Norður- löndum höfum við að mark- miði með efnahagsstefnu okk- ar að tryggja fulla atvinnu, jafnari skiptingu tekna og sem allra stöðugast verðlag. Tækin til að ná þessum markmiðum eru breytileg frá einu skeiði til annars, eftir því hvaða vanda- mál koma upp og hvers eðlis aðstæður eru á hverjum tíma. Við eigum engin töfralyf sem beita megi við allar aðstæður. Eitt verkefnið er að fá hina sundurleitu efnahagsþætti til að stefna í sömu átt. í þróuninni sem nú á sér stað hefur samvinnuhreyfingin gegnt ósmáu hlutverki. Það hefur verið auðveldara fyrir hana en einkaframtakið að aðlaga ráðstafanir sínar nýj- um viðhorfum. Samvinnumenn hafa heildarsýn á efnahags- stefnunni, og einmitt framtíð- 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.