Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 33
stjórnleysis- eða sæluríkis- átt og gegn þjóðfélagskerfinu sem slíku og óhæfni þess til að koma á algjöru persónufrelsi. Sé litið raunhæft á hlutina þá hafa vissulega endurbætur og framfarir í flestum löndum leitt til þess, að mannfólkið hefur nú margfalda möguleika til að auka þroska sinn á við það sem áður var, þegar það neyddist til að nota hverja stund til að þræla fyrir brýn- ustu lífsnauðsynjum. En eins og við vitum er það ekki raun- verulegur hraði framfaranna, sem ákveður hið sálfræði- stjórnmálalega andrúmsloft, heldur bilið á milli þess sem krafizt er eða hinna óteljandi vona fólks annars vegar og hinna stöðugt takmörkuðu möguleika á að framkvæma það allt samstundis hins veg- ar. Og þessi huglægu bil hafa bersýnilega stækkað jafnframt bví sem vafinn um hæfni hinna lýðræðislegu stofnana til að koma á róttækum þjóðfé- lagsumbótum hefur aukizt. Það er auðvelt að greina sömu þróun og hér hefur verið lýst í kynþáttaerfiðleikunum í Bandaríkjunum. Tómas frændi, sem bjó við kröpp kjör, var enginn byltingarmaður, en barnabarnabörn hans, sem hafa bað miklu betra, setja fram harkalegar kröfur um fullkomið jafnrétti. Þjóðirnar í nýlendum stórveldanna hafa dregið fram lífið um aldaraðir í sárustu örbirgð, og að því er okkur Evrópubúum hefur virzt, hafa þær beygt sig í auðmýkt undir yfirráð hvítu mannanna. Þegar lifskjörin fóru að batna í seinni heimsstyrjöldinni — sem hafði í för með sér miklar framfarir í flestum nýlendun- um — þá vöknuðu einnig kröf- ur um sama frelsi og nýlendu- veldin England og Frakkland börðust fyrir í EvrÓDU og ný- lendurnar studdu í mörgum tilvikum með bví að senda þangað herlið. Og þá lét and- staðan ekki á sér standa. „Ekkert stjórnarform er sterkara en lýðræðið þegar það er sterkt, en ekkert stjórn- arform er heldur veikara þeg- ar það er veikt." Þetta felur í sér, að í sterku lýðræðisríki, bar sem þjóðin tekur víðtækan þátt í hinu stjórnmálalega starfi og beitir ákvörðunar- valdi sínu til fulls, er fyrir hendi mikið mótstöðuafl gegn hvers konar árásum á lýð- ræðið. Á hinn bóginn höfum við séð dæmi um mörg lönd, þar sem lýðræði hefur rikt að nafninu til, en hinar lýðræðis- legu stofnanir hafa verið lítt þróaðar — ýmist sem slíkar eða í hlutfalli við sterk ólýð- ræðisleg öfl innan þjóðfélags- ins. Möguleikarnir á að við- halda lýðræðislegum stjórnar- háttum við slíkar aðstæður eru — eins og bitur reynslan hefur oft leitt í ljós — einatt mjög takmarkaðir. Á Norðurlöndum hvílir lýð- ræðið á traustum grunni í hin- um mörgu og rótgrónu al- þýðuhreyfingum okkar, þar sem yfirgnæfandi meirihluti íbúanna er í virku starfi og þar sem lýðræðislegar starfs- aðferðir eiga sér traustan sögu- legan bakgrunn. í því sam- bandi má nefna launþegasam- tökin, bindindishreyfinguna og samvinnuhreyfinguna. Af stjórnmálaflokkum á þetta einkum við jafnaðarmanna- flokkana og miðflokkana, sem eiga sér traustar rætur með- al félagsmanna, og þar sem hinir óbreyttu flokksmenn taka mikinn þátt í ákvörðunum flokkanna. Stærstu launþegasamtökin má segja, að hafi tekið inn alla hópa launþega innan þjóðfé- lagsins, og hliðstæða þeirra í því efni finnst ekki utan Norð- urlanda. Það skipulagshlutfall og sú stéttarlega eining, sem er fyrir hendi innan sænska Albýðusambandsins, á sér enga hliðstæðu í heiminum. í Svi- bjóð eru yfirleitt 90—95% laun- þega í stéttarfélögum, en í öðr- um löndum er ekki óalgengt, að aðeins 30—50% launbega séu félagsbundnir, og þá ekki ógjarnan skiptir í ólík laun- þegasamtök á grundvelli mis- munandi trúar- eða stjórn- málaskoðana. Aðstaða okkar er því mjög hagstæð miðað við flest önnur lönd. Ég held, að við getum talið okkur búa við það sem i Ameriku er nefnt grasrótarlýð- ræði, þ. e. a. s. hin djúptæka og útbreidda bátttaka alls al- mennings í sjálfu bjóðmála- starfinu er meiri en nokkurs staðar annars. En þetta felur þó ekki i sér, að ástandið hjá okkur sé laust við alla erfiðleika. Þessi al- menna og djúpstæða þátttaka almennings verður jafnframt að vera virk. Ef áhugi einstakl- inganna minnkar og hin per- sónulega aðild hverfur, leiðir það af sér, að stofnanirnar missa hinn albýðlega svip sinn og verða eingöngu stjórnandi. Þar með glatast einnig sam- bandið við almenning, og bil mvndast á milli þeirra sem stjórna og þeirra sem er stjórnað. Það eru margar tilhneigingar uppi i samfélagsþróun nútim- ans, sem — verði þeim ekki mætt með viðeigandi mótað- gerðum — geta leitt til slíkra aðstæðna. Einstaklingarnir verða að taka tillit til sérfræðinganna Þau félagslegu vandamál sem rædd eru hverju sinni verða stöðugt flóknari og kalla stöðugt á meiri sérfræðiþekk- ingu. Flestir viðurkenna, eða segjast viðurkenna, þjóðfélags- skipulagið í megindráttum. Það sem menn greinir á um í umræðum eru ólíkar tækni- legar lausnir, hvernig meta skuli afleiðingarnar af hinum ýmsu leiðum eða dæma raun- verulegar aðstæður, t. d. at- vinnumálaþróunina. Þetta hef- ur leitt til þess, að þeir sem við stjórnmál fást hafa neyðzt til að gerast hreinir sérfræð- ingar í málefnum samfélags- ins og hinum ýmsu sviðum þess. Það er einkennandi, að nútíma stjórnmálamenn sér- hæfa sig næstum alltaf á ein- hverjum tilteknum sviðum. Það er líka ókleift fyrir nokkurn stjórnmálamann eins og mál- um er háttað — bæði með til- liti til tíma hans og þekkingar- sviðs — að fást jöfnum hönd- um við öll svið þjóðfélagsins. Afleiðingin af þessu er, að fyr- ir hinn óbreytta borgara verð- ur það stöðugt erfiðara að taka virkan þátt í umræðum um stjórnmál. Það gefur að skilia, að hver einstakur kjós- andi eða flokksmaður getur ekki sett sig inn í öll tæknileg atriði, er varða meiri háttar pólitískar ákvarðanir, og kynnt sér og metið allar hugsanlegar afleiðingar af hinum ýmsu til- lögum. Hann verður að leita til st.iórnmálasérfræðinganna. Við erum bannig á leið til bess. sem ýmsir kalla bjónustulýð- ræði eða fulltrúalýðræði. Þessi bróun hefur einnig á- hrif á sjálft skipulagið innan hinna ýmsu félagssamtaka. Til að unnt sé að gæta hagsmuna félagsmannanna til fulls, er nauðsynlegt, að beir verði sér úti um hæfa stjórnendur með sérfræðinga og ráðgjafa sér við hlið. Það leiðir til bess. að iafnvel í félagssamtökum fólks- ins sjálfs verður að skiDu- leggia aUt frá grunni með sem mesta hagræðingu fyrir aug- um. Stéttafélögin verða stærri. kaupfélögin sameinast o. s. frv. Þetta er nauðsynlegt. til bess að almannasamtökin geti rækt hlutverk sitt. En við verðum einnig að gera okkur lióst. að samhliða bessu skaDast erfið- leikar á að gera hvern ein- stakiing að beinum og virkum hátttakanda í umræðum um málefni samfélagsins og starf- inu að viðhaldi og eflingu þess. Allir sem taka þátt í stjórn- málum bera mikla ábyrgð í þessu efni. Takmark stjórn- málanna má ekki vera að sætta sig við þróunina og reyna síðan að slétta úr verstu agnúunum, sem hún leiðir af sér. Starf okkar verður þvert á móti að beinast að því að stefna þróuninni í þær áttir, sem við álítum hagkvæmastar. Lýðræðið í landi okkar verður þá fyrst lifandi, þegar almenn- ingur verður virkur þátttak- andi í umræðunum um fram- tíðarþjóðfélagið. Og það finn- ast í raun og veru ýmis upp- örvandi dæmi þess, að þátt- taka í umræðum um framtíð- ina sé að aukast. Dæmi um slíkt eru umræðurnar um að- stoðina við þróunarlöndin, .iafnframt því sem þær setja fram þá mikilvægu spurningu, hvernig við eigum að haga því starfi í framtiðinni. Óróleikinn út af yfirvofandi vanstjórn á meðferð náttúruauðæfa okkar er annað dæmi þessa. Valfrels- ið verður meira í framtíðinni en nú er, en það er núna sem við tökum ákvarðanirnar fyrir framtíðina. Við erum ekki bundin við einhverja tiltekna framþróun, og einmitt þess vegna er það svo mikilvægt að gera hverjum einstaklingi vel Uóst, hvaða kostir eru fyrir hendi, þegar taka á ákvarðanir um þjóðfélag framtíðarinnar. Mér er Ijóst, að margir telia, að þetta hljómi óskhyggju- kennt og óraunhæft. Þegar ég ræði hér um lýðræðið og mögu- leika þess á að ákveða fram- tíðina. geri ég það frammi fyr- ir fulltrúum almannasamtaka, sem gerðu sér Ijóst — begar við upphaf sitt — hversu löng leið var framundan áður en hægt yrði að hafa áhrif á bióðfélagið sem bau störfuðu í. Fulltrúum samtaka, sem alltaf hafa lagt höfuðáherzlu á áhrif félagsmanna og að beir hefðu innsýn í starfsemina. Og bau gerðu sér elnnig frá upphafi liósa nauðsyn albjóð- legrar einingar, beirrar elning- ar sem síðar hefur undir kiör- orðinu „án landamæra" leitt til svo margra framtíðarmót- andi aðgerða til hjálDar bró- unarlöndunum. Þetta á sér stað á bann hátt, að verkin. en ekki orðin. eru látin tala. við óskum KF — og þar með okkur siálfum — til hamingiu með hað, að sú einstæða sam- eining hugsjónar og raunveru- leika sem einkenndi hið albióð- lesra brautryðiandastarf Albins .Tohanssons sknli einnig nú í dag einkenna bá framhróun sem er að verða. fsl. þýð. E.S. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.