Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 31
kvæðan hátt og af velvild. Þessi skilningur okkar Svía á einnig fylgi innan flestra EFTA-landanna. Af hálfu okk- ar EFTA-landanna má ekki heimta annað hvort allt eða ekkert. Við eigum heldur að kjósa lítið skref fram á við en algjöra kyrrstöðu. í stórum dráttum snerta um- ræður dagsins í dag um mark- aðsvandamál Evrópu þrjú meg- insvið, sem grípa hvert inn á annað. Hið fyrsta, og það sem gengur lengst, felur í sér spurninguna um fulla aðild eða ekki. Eins og ég hef þegar getið, er sú spurning ekki raun- hæf eins og stendur, og verður það sennilega ekki næstu árin. Að halda sér af þrákelkni við umræður um það efni er því ekki einungis líkt innantómri akademískri æfingu, heldur auka menn með því hættuna á að loka frekari leiðum til aukins ávinnings. Annað svið- ið snertir þá tegund af fyrir- komulagi, sem Frakkar og Þjóðverjar hafa mest rætt. Með nokkrum stjórnmálalegum til- slökunum ætti slík leið að vera fær innan fárra ára. í þriðja lagi ættu lönd Vestur-Evrópu að geta komið á nánara sam- starfi sín á milli á þeim svið- um, þar sem nú þegar ætti að vera hægt að ná einhverjum árangri. Svíþjóð er í þessu efni a. m. k. eins vakandi og önnur EFTA-lönd. Gott dæmi um at- hafnir á þessu sviði er sam- komulag okkar við EBE-ráðið í Brussel um það, að frá og með næsta hausti verði komið á sérfræðingasamstarfi til að ræða um tæknileg og iðn- pólitísk vandamál, sem snerta báða aðila. Við erum nú að undirbúa fyrstu viðræðurnar, sem munu fjalla um rafeinda- iðnað. Ég er sannfærður um, að það er einmitt samstarf af þessu tagi, sem mesta þýðingu hefur við að styrkja tengsl okkar við EBE-löndin og skapa þeim grundvöll að víðtækari lausn á sameiningarvandamál- um Evrópu. Nauðsyn þess að auka viðskipti Austurs og Vesturs En — ég hef sagt það áður og endurtek það gjarnan — Evrópa er ekki bara EBE og EFTA samanlögð. Þróunin stefnir í þá átt, að sambandið á milli Austur- og Vestur-Evr- ópu verði eðlilegra og nánara. Svíar hafa fulla ástæðu til þess að reyna að vera í fararbroddi, þegar um það er að ræða að auka verzlunarviðskipti við Austur-Evrópuríkin. Vanda- málið um verzlun á milli Aust- urs og Vesturs leysist ekki — ekki frekar en önnur vanaa- mál — með stirðnuðum um- ræðum um mismuninn á efna- hagskerfum þessara ríkja. Á stj ornmalasviomu er vhji íyrir nenai tii að auka samstaríiö. Kaunhæíum arangri er nægu ao na, ef ráðizt er a hin raun- veruiegu vandamál, og pau eru 1 tengsium viö steínuna i fram- leiöslumaium, viö markaðsmál- in og þekkingu á þeim öflum sem stjorna eitirspurninni hjá nvorum aðila. Eg held einnig, aö þaö sé mikiivægt, að viö hættum að hugsa um Austur- og Vestur-biakkirnar í sam- bandi við' viðskipti Austurs og Vesturs. Bæði EFTA og EBE eru ósjaldan álitin i Austri vera samsteypur, sem miði að þvi aö hindra hagkvæma þro- un i alþjóðaverzlun. COME- CON er einmitt líka fyrst og fremst byggt upp inn á viö, og þrátt iyrir COMECON er engin verzlunarsamsteypa til i Austri, sem skipuleggur vöru- framboö i vesturátt. Hver þjóð gerir samninga fyrir sig. Þess vegna er bezta aðferðin sem stendur til að auka viðskipti Austurs og Vesturs vafalaust sú, að einstök ríki reyni að ná innbyrðis viðskiptasamningum. somu hugmynda hefur gætt innan EBE, sennilega einkum vegna þess að ljóst er, að ein- stök riki hafa náð talsverðum árangri í því að auka viðskipti sín við Austur-Evrópu. Á svið- um tækni og vísinda hafa ríki Austur-Evropu náð mjög at- hyglisverðum árangri, en í mörgum tilvikum er iðnaður þeirra ekki nægilega þróaður á viðeigandi sviðum, svo að hann sé undir það búinn að færa sér það allt í nyt. Hér opnast því miklir samstarfs- möguleikar m. a. fyrir sænsk- an iðnað. Aukin iðnaðarsam- bönd og raunhæfari markaðs- könnun ættu því að gefa iðn- rekstri Austur-Evrópu tæki- færi til að auka umsvif sín stórlega í Vestur-Evrópu. Fyrir viku hófst umfangs- mikið og náið rannsóknasam- starf með það fyrir augum að semja ákveðnar tillögur að víðtæku norrænu samstarfi. Ákveðið var að hefja þetta starf á forsætisráðherrafund- inum í Kaupmannahöfn í end- aðan apríl, og á að skila um það skýrslu eftir hálft ár. Ef fært reynist að finna leiðir, sem tryggja nægilegt jafn- vægi, til að koma á nánara sambandi á milli Norðurland- anna fjögurra — og ég tel að skilyrði þess séu fyrir hendi — þá höfum við að sjálfsögðu ekki þar með skapað skilyrði fyrir norrænni inngöngu í út- víkkaðan evrópskan markað. Þvert á móti, norrænt sam- starf mun mótast þannig, að það auðveldi norræna aðild í framtíðinni að evrópskri lausn á breiðum grundvelli. Kjarnorkan sem norrænn samstarfsvettvangur Ég skal á þessum vettvangi aðeins benda á eitt atriði í hinni víðtæku rannsóknaáætl- un, sem nú hefur verið hrund- ið í framkvæmd. Gert er ráð fyrir, að komið verði á iðn- pólitískri samræmingu á Norð- urlöndum, einkum á þeim svið- um þar sem tækninni hefur fleygt mest fram. Þar er þann- ig reynt að ná tökum á einum af hinum nýju og mikilvægu dráttum í mynd efnahagslífs- ins, sem ég hef þegar nefnt. Vitaskuld má benda á það, að sú tvöföldun, þreföldun eða fjórföldun heimamarkaðarins, sem Norðurlönd geta hvert um sig náð, dugar skammt, þegar um er að ræða framleiðslu- vörur, er krefjast meiriháttar rannsókna og þróunar, eða kerfi sem sveigjanleikinn í framtíðarþróun iðnaðarins á að byggjast á. Þetta kann að vera rétt á tilteknum sviðum, en á öðrum gera háar kröfur hins norræna neyzluvörumarkaðar og þegar áunnin tæknileg þekking hinn norræna markað að ákjósanlegum grundvelli fyrir áframhaldandi þróun og góða alþjóðlega samkeppnis- möguleika. Svið kjarnorkunn- ar er einmitt af þessari teg- und, þar sem skilyrðin eru hag- stæð fyrir náið norrænt sam- starf, ekki aðeins á milli orku- framleiðenda heldur einnig á milli iðnfyrirtækja og rann- sóknarstofnana. Von mín er sú, að á þessu og öðrum „fram- tíðarmiklum“ sviðum muni okkur fljótlega takast að koma á laggirnar ákveðnum sam- starfsáætlunum til gagns fyrir frekari útvíkkun norræns iðn- aðar. Opinberar stuðningsaðgerðir — auk sjálfvirkra afla sam- keppninnar og markaðarins — fá aukna þýðingu fyrir skipu- lag og þróun iðnaðarfram- leiðslunnar. Sérstaklega er slík- ur stuðningur mikilvægur fyrir framþróun sveigjanlegra iðn- greina og í þróuðum fram- leiðslugreinum. Þessi vaxandi þýðing ríkisaðgerðanna stend- Franskir nemendur ryöjast inní Concordcet-menntaskólann í París 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.