Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 62
SINGER er spori framar.
Singer saumavélin Golden Panoramic
er fullkomnasta vélin á markaðnum.
Hún vinnur sjálfkrafa allt frá
þræðingu upp í 8 gerðir hnappagata.
Singer Golden Panoramic gefur
nýja gullna möguleika.
Mcðal annarra kosta: hallandi nál, frjals armur,
lárétt spóla fyrir framan nálina, sjálfvirkur nálarþræðari
ósýnilegur faldsaumur, teygjanlegur
faldsaumur, keðjuspor, „overlokspor“, tvcir ganghraðar,
5 ára ábyrgð, 6 tíma kennsla innifalin.
Ath. Allir sem eiga gamla saumavél, merkið skiptir
ekki máli, geta nú fengið hana metna sem greiðslu
við kaup á nýrri saumavél frá Singer.
Gamla vélin er e.t.v. meira virði en þér haldið.
Komið og kynnist gullnu tækifæri.
FRAMLEIÐANDl: SÓLÓHÚSGÖGN HF. HRINGBRAUT121 SÍMI:21832
Bréfadálkur
Framhald af bls. 9.
og getur það verið einlæg skoð-
un hennar. Frúin tilfærir dæmi
af eigin reynslu máli sínu til
stuðnings og segir: „Á átjánda
afmælisdegi mínum var mér
leyft að reyna fyrsta vindling-
inn og fyrsta glasið. Því miður
urðu reykingarnar að vana, en
ég vandist aldrei á drykkju."
Þessi einlæga frásögn frúar-
innar um, að því miður hafi
hún vanizt á að reykja — þó
hún hefði enga tilhneigingu til
að sækjast eftir áfengisáhrif-
um — gæti gjarnan bent til
þess, að ýmsum sem öðru vísi
er farið gæti áfengisdrykkja
því miður orðlð að vana —
engu síður en reykingar.
Þá þykir mér leitt að í rabbi
ritstjórans um áfengismálin
skuh koma fram sú missögn,
að bindindismenn hafi beinan
fjárhagslegan stuðning af
áfengissölu ríkisins. Þetta er
fjarri sanni, þar sem fjárfram-
lög ríkisins til áfengisvarna og
bindindisstarfsemi er beinn út-
gjaldaliður ákveðinn í fjárlög-
um hvers árs án nokkurs sam-
hengis við tekjur af áfengis-
sölu ríkisins.
Ég hef nokkrum sinnum
heyrt þessari fráleitu hugdettu
haldið fram af þeim sem af
einhverjum ástæðum hafa vilj-
að gjöra lítið úr bindindisstarf-
semi. En þó undarlegt sé, þá
virðast ýmsir hafa tilhneigingu
til að trúa því, að einhver ó-
heilindi fylgi bindindisstarfinu.
Slík tortryggni sprettur eflaust
mest af ókunnugleika á sam-
tökunum, sem eftir mínum
skilningi eru meðal óeigin-
gjörnustu samtaka, sem ég
þekki.
Flestir munu sammála um,
að áfengisdrykkju á íslandi
fylgi vandamál, sem öllum góð-
62