Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 12
Um þessar mundir höldum við hátíðlegt hálfrar aldar af- mæli fullveldisins, sem var í rauninni lokaáfangi langrar og torsóttrar sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Með sambandslagasáttmálanum 1918 var fullt og óskorað sjálfstæði ísiendinga tryggt, og lýðveldisstofnunin 1944 var sögulega séð ein- ungis fullgilding á einu ákvæði sáttmálans, þó hún væri að sinu leyti hinn merkasti viðburður, sem ævinlega verður minnzt með fögnuði og stolti, eða að minnstakosti meðan íslendingar bera gæfu til að varðveita sjálfsvirðingu sína, en hún hefur sem kunnugt er átt erfiða daga að undanförnu. Það er siður að staldra við á tímamótum sem þessum, horfa yfir farinn veg og reyna að glöggva sig á hvað áunnizt hafi og hvert stefni. Slík allsherjarkönnun er ekki gerð í þeim fimm greinum sem helgaðar eru íslandi og Norðurlöndum í þessu hefti, heldur er þeim ætlað að bregða upp nokkrum svipmyndum úr nútíð og fortíð. Tvær greinanna fjalla einvörðungu um fortíðina, önnur um aðdraganda og megininntak sambandslagasáttmálans og ástandið sem ríkti á íslandi fyrir réttum fimmtíu árum, hin um þann gilda þátt í íslenzkri menningu síðustu alda, sem ofinn var í höfuðborg Dana og íslendinga, Kaup- mannahöfn, þar sem örlög margra mætustu og áhrifamestu sona þjóð- arinnar voru ráðin. Er fróðlegt að sjá hvaða augum einn helzti andans maður Dana á þessari öld leit marga þá íslendinga sem hann hafði kynni af, menn sem borið hefur hátt í ýmsum greinum hérlends menn- ingarlífs á fyrra helmingi tuttugustu aldar. Greinin er skrifuð af mikilli hlýju og næmum skilningi á sérkennum þeirra íslendinga sem á vegi höfundarins urðu. Þriðja greinin fjallar um vanda líðandi stundar, þá kosti sem íslend- ingar standa andspænis í hörðum heimi samtíðarinnar. Greinin er rituð af því hispursleysi og einlægni, sem er aðal Ivars Eskelands, og ætti að verða öllum hugsandi íslendingum þörf hugvekja um brýnar og aðkallandi spurningar. Nánari tengsl íslands við önnur Norðurlönd á sem flestum sviðum er ein af meginforsendum þess, að íslendingar fái lífi haldið sem þjóðernisleg og menningarleg heild. Þessi mál verður að skoða raunsæjum augum og án allrar tilfinningasemi: skilyrði þess að íslendingar komist hjá að drukkna í hinu engilsaxneska hafi, sem umlykur þá, er að þeir hafi vit og vilja til að treysta þau bönd frænd- semi og gagnkvæmra hagsmuna, sem gert hafa Norðurlönd samstæða og áhrifasterka heild á vettvangi þjóðanna. Það er sífellt undrunar- og sorgarefni, hve ósýnt íslenzkum ráðamönnum hefur verið að hasla íslandi völl við hlið annarra Norðurlanda á alþjóðavettvangi, og hve gjarnt þeim hefur verið að liggja hundflatir fyrir vesturheimskum valds- mönnum, sem vitaskuld launa þýlundina með óblandinni fyrirlitningu. Þýlyndum vini er nefnilega aldrei að treysta; það skyldu íslenzkir vald- hafar festa sér vel í minni áður en þeir bregða næst á það ráð að skríða á fjórum fótum í þjóðvilltum þrælsótta fyrir ,,verndara“ sína í vestri. Tvær síðustu greinarnar í flokknum eru eftir norræna leiðtoga sem mikið hefur kveðið að, og lýsa þær viðhorfum þeirra við ýmsum þeim málum sem nú eru efst á baugi í norrænni samvinnu og alþjóðasam- skiptum. Hygg ég að okkur sé bæði hollt og lærdómsríkt að kynnast viðhorfum og þankagangi norrænna leiðtoga, því það kynni að auð- velda okkur samskiptin við frændur okkar austan hafsins að vita hvern- ig þeir hugsa og horfa á aðsteðjandi vandamál heimsins. Gerhardsen þarf varla að kynna íslendingum. Hann var gestur íslenzku ríkisstjórn- arinnar um áratuga skeið. Krister Wickman er miklu yngri maður, en hefur látið mjög til sín taka í efnahagsmálum Svía á undanförnum ár- um og er annar tveggja ráðherra í sænsku ríkisstjórninni sem líkleg- astir eru taldir til að taka við stjórnartaumum af Erlander forsætisráð- herra að ári. Einsog lesendur sjá er kápumynd Samvinnunnar að þessu sinni gam- alt Norðurlandakort. Er hér um að ræða meginhlutann af korti því sem Háskólabókasafnið í Osló færði Landsbókasafni íslands að gjöf á 150 ára afmæli þess í sumar leið. Kortið er hinn mesti kjörgripur og hangir nú í lessal Landsbókasafns. Haraldur Sigurðsson bókavörður, sem vera mun einhver fróðasti (slendingur um kortagerð, hefur látið Samvinn- unni í té eftirfarandi greinargerð: „Norðurlandakortið, Septentrionalivm regionvm descrip(tio), sem er framan á þessu hefti Samvinnunnar, er eftir hinn kunna kortagerðar- mann Abraham Ortelius og birtist í frumútgáfu hins víðfræga landa- bréfasafns hans, Theatrvm orbis terrarvm, Antwerpen 1570, og hafði að geyma 53 kort af ýmsum hlutum heims. Bókin var siðan gefin út í 35 eða 38 útgáfum (menn greinir á um fjölda þeirra), síðast 1612, og voru kortin þá orðin 129. Norðurlandakortið er eins og önnur kort bókarinnar prent- að eftir eirstungumóti og birtist óbreytt í öllum útgáfum, svo að torvelt er að ráða í, úr hvaða útgáfum einstök kort eru, sem reka á fjörur okkar. Flest eru þau þannig tilkomin í öndverðu, að fornbókasali fær eintak bókarinnar i hendur og rífur hana blað fyrir blað til þess að selja hvert kort einstakt og hafa þannig meira upp úr bókinni en ef hún væri seld heil. Menn kunnu lítt til litprentunar um þessar mundir, en í þess stað voru kortin handlituð. Kortalitun var um þær mundir sjálfstæð listgrein og náði miklum blóma á Niðurlöndum á 16. og 17. öld, enda eru kortin oft hið fegursta verk. Flestum, sem líta kort þetta, verður vafalítið fyrst fyrir að spyrja, hverju lönd þau sæti, er hljóta að koma dálítið spánskt fyrir sjónir með nýjustu útgáfur landabréfa í huga. Þvi verður ekki svarað í stuttu máli, enda er sitthvað enn óljóst i því efni. ísland er af gerð, sem fyrst kemur fyrir á Norðurlandakorti sænska erkibiskupsins Olaus Magnus og prentað var í Feneyjum 1539. En ef það kemur okkur framandlega fyrir sjónir er gott að minnast þess, að ekki er liðin hálf önnur öld síðan ísland hlaut þá mynd, er við þekkjum allir, og skorti þá tæplega fimmtíu ár í þúsund ára búsetu i landinu. Fyrir sunnan ísland er Frisland. Það var upphaflega ísland, hvernig sem á nafninu stendur, en hér er það samsteypa íslands og Færeyja og tvífari beggja. Sú skipan landa á rót sína að rekja til falsbókar, sem kom út í Feneyjum 1558 og segir frá ferðum og landaleit ítala á norðurslóðum árið 1380; var sá draugur ekki kveðinn niður að fullu fyrr en á síðara helmingi 18. aldar. Nöfnin á Grænlandi má rekja til danskrar þjóðvísu, og voru þau sett á Grænlandskort snemma á 15. öld. Groclandt er tvífari Grænlands og stafar sennilega af misskilningi hjá Mercator á heimskorti hans 1569, og löndin við heimskautið eru einnig þangað sótt. Þau ættu að vera fjögur, ef kortið sýndi allt Norðurhvelið, og eru runnin frá fornu, glötuðu landfræðiriti eftir ókunnan höfund, Inventio fortunata, sem ef til vill hefur haft óljósar fréttir af ferðum íslendinga hinna fornu til Grænlands, Hellulands, Marklands og Vínlands hins góða. Drogeo og lcaria eru sóttar í hið ítalska falsrit, en Podalia og Neome koma um þessar mundir fyrir á katalónskum og portúgölskum sjókortum, og veit enginn maður, hvað býr þeim að baki." s-a-m.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.