Samvinnan - 01.04.1970, Page 12

Samvinnan - 01.04.1970, Page 12
MENN SEM SETTU SVIP AOLDINA Vladfmír LENÍN Vladímír Iljítsj Úljanoff, sem síðar varð heimsþekktur undir nafninu Lenín, fæddist fyrir réttum hundrað árum (22. apríl 1870) þegar Rússland ólgaði af byltingaráróðri. Hann ólst upp í andrúmi byltingarinnar, og það átti fyrir honum að liggja að verða djarf- asti og farsælasti byltingarmaður seinni tíma. Þegar hann kom í heiminn, var Rússland víðáttumikið miðaldaríki þar sem Alexander II hafði nýlega aflétt bændaánauðinni. Þetta fyrsta skref í frjálsræðisátt var stigið alltof seint. Menntaðar miðstéttir höfðu vaxið upp í landinu, gersneyddar pólitískri reynslu, andsnúnar keisarastjórninni og jarðeigenda- aðlinum, gagnteknar af allskyns byltingar- kenningum, sumum ákaflega ofsafengnum. Hermdarverk og ofbeldi byltingarsinna leiddu til þess að keisarastjórnin bældi misk- unnarlaust niður hverskonar frelsishræring- ar. Urðu frjálslyndir umbótasinnar þá ekki síður fyrir barðinu á henni en byltingar- seggirnir. Þegar Lenín var ellefu ára gerðist atburð- ur sem festi ofbeldið og öfgarnar í sessi í Rússlandi: eftir ítrekaðar tilraunir tókst stjórnleysingjum loks að ráða af dögum keisarann, Alexander II, sem nefndur var „frelsarinn". Sprengjan sem varð honum að fjörtjóni banaði einnig öllum vonum um hægfara umbætur í Rússlandi. Sonur hans, Alexander III (1881—94), var heiðarlegur, hugrakkur, þröngsýnn og þrákelkinn stjórn andi sem beitti mikilli hörku, og sömu sögu var að segja af syni hans og síðasta keisara Rússa, Nikulási II (1894—1917). Árið 1905 var svo komið, að stúdentar gátu ekki gengið saman eftir götunum; háskólarnir voru krökkir af njósnurum; lögregluleyfi þurfti til að halda einkaboð í Pétursborg; gyðinga- ofsóknir, hýðingar óánægðra bænda, fang elsanir verkfallsmanna voru algengir við- burðir. Rússland var fullkomið lögregluríki. Síbería var full af útlögum — sem allir voru væntanlegir byltingarmenn; en hvert nýtt ofbeldisverk gegn byltingaröflunum ól af sér tíu nýja byltingarmenn. Sprengingin var óhjákvæmileg fyrr eða síðar. Þessi heimur byltingaráforma og samsæra var bernskuheimur Úljanoff-systkinanna. Faðir þeirra var menntamaður, kenndi eðlis- fræði og stærðfræði, og öll sex börnin vönd- ust byltingarstarfi frá blautu barnsbe;ni. Elzti sonurinn, Alexander, var síðar viðrið- inn samsæri stúdenta um sprengjutilræði við Alexander III og hengdur 1887. Vladímír Iljítsj var rekinn úr Kazan-háskólanum þremur mánuðum eftir að hann hóf þar nám fyrir að taka þátt í mótmælaaðgerðum stúdenta. Hann fékk samt heimild til að ljúka laganámi utanskóla og skilaði fjögurra ára námi á einu ári. Hann starfaði jafnvel um skeið sem aðstoðarmaður málafærslu- manns, en honum var eiginlegra að hunza, brjóta og umskapa lögin heldur en annast gæzlu þeirra. Brátt tók hann að ferðast til Evrópulanda til að hafa tal af helztu bylt- ingarforkólfum og kom jafnan aftur með tvíbotna ferðatöskur fullar af eldfimum byltingarbókmenntum. Hann gekk í marx- íska leshringi og hvatti þá til að taka upp samband við verksmiðjufólk, og hann hóf að undirbúa útgáfu ólöglegs dagblaðs. Marx hafði fallið frá um svipað leyti og Lenín fæddist. Til að meta verk Leníns rétt 12

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.