Samvinnan - 01.04.1970, Síða 14

Samvinnan - 01.04.1970, Síða 14
þeir þó allir sammála: hermdarverk einsog þau sem bundið höfðu enda á ævi Alex- anders II og leitt bróður Leníns í gálgann voru gagnslaus. Árið 1903 var haldin ráðstefna fyrst í Briissel og síðan í Lundúnum til að útkljá misklíð sem upp hafði komið. Nálega 60 rússneskir sósíalistar, flestir þeirra mennta- menn, komu hvaðanæva úr Evrópu og jafn- vel nokkrir frá Rússlandi. Eftir að þe:r höfðu lent í útistöðum við belgísk lögreglu- yfirvöld, héldu þeir til Lundúna og „deildu ákaft á skipinu alla leiðina11. Þegar Lenín sá að andstaðan var meiri en hann hafði búizt við, vann hann af kappi bakvið tjöldin til að tryggja sér meirihluta, en tókst það ekki fyrr en aðferðir hans vöktu slíka reiði gyðinga á ráðstefnunni, að þeir gengu af fundi. Þannig náði Lenín skammvinnum tveggja atkvæða meirihluta (bolsjínstvo) og áhangendur hans fengu nafnið bolsévikar. í rauninni voru þeir nýr flokkur. Þeir slitu samstarfi við „minnihlutann11, mensévika (hinn raunverulega meirihluta), sem vildi eiga samstarf við frjálslynda. Svo brauzt út bylting í Rússlandi 1905, sem átti upptök sín í auðmýkingunni útaf ósigrinum fyrir Japönum 1904. Á Blóðsunnu- dag (janúar 1905) varð ganga 200.000 karla, kvenna og barna, sem hélt í átt til Vetrar- hallar keisarans í Pétursborg með bænar- skjal, syngjandi sálma og haldandi á loft dýriingamyndum, fyrir skotárás hermanna á stuttu færi, með þeim afleiðingum að mörg hundruð féllu og mörg þúsund særð- ust. í kjölfar þessa atburðar komu uppþot, verkföll og uppreisnir í flotanum, sem leiddu af sér langvinna ókyrrð og blóðsút- hellingar víða um Rússland á árunum 1905 og 1906 — og jafnvel sumstaðar framá árið 1907. í október var Nikulás II þvingaður til að samþykkja stjórnarskrá, þó dúman eða þjóðþingið fengi mjög takmörkuð völd. í Pétursborg kusu verkamenn í verksmiðjum, sem voru í verkfalli, fulltrúa í verkamanna- ráð eða sovét, sem stjórnaði byltingarstarf- semi í borginni. Það var veigamikil æfing fyrir árið 1917. En árið 1905 hættu Þ:ng- bundnir lýðræðissinnar stuðningi við verka- mannaráðið jafnskjótt og keisarinn sam- þykkti stjórnarskrá, og smámsaman náði keisarastjórnin aftur undirtökunum. Byltingin var komin til Rússlands, en hvar voru byltingarmennirnir? Með örfáum und- antekningum voru þeir erlendis, þar sem þeir deildu um kennisetningar, gáfu góð ráð og sendu jafnvel vopn til Rússlands (þó sending Leníns frá Bretlandi bærist aldre: í hendur viðtakenda). Af byltingarforkólf um scsíalista lét aðeins einn verulega að sér kveða í róstunum 1905, Trotskí. Hinn ungi ævintýramaður af gyðingastofni, Lev Bronstein, sem tók upp nafnið Trotskí eftir einum fangavarða sinna í Odessa, var að- dáandi Leníns, en fyllti flokk mensévika í deilum flokksbrotanna. Hann var róttækur eldhugi, sem hafði smyglað sér útúr Rúss- landi í bóndavagni, og smyglaði sér inn aft ur árið 1905 og tók forustu sósíalista í Pét- ursborg. Um sinn var hann neyddur til að dveljast í Finnlandi, en kom aftur í október og stjórnaði h:nu víðtæka og áhrifamikla allsherjarverkfalli og einnig verkamanna- ráðinu. Meðan þessu fór fram hafði Lenín eytt tíu verðmætum mánuðum í að senda Lenin rœðirvið T.Sainu- eli, einn af stofnendum og leiðtogum ungverska kommúnistaflokksins, ti Rauðatorgi i mai 1919, meðan fram fer sýning d vegum Allsherjarher- þjálfunarinnar. Að baki Leníns standa Krúþskaja kona hans (fjcer) og M. 1. Uljanova systir hans. ráðleggingar frá Sviss og Bretlandi — og skipuleggja enn eina ráðstefnu til að taka ákvörðun um hvað gera skyldi. Það var ekki fyrr en í október að hann tók sig upp frá Sviss og ferðaðist í makindum til Péturs- borgar um Stokkhólm. Dulbúinn sótti hann nokkra fundi verkamannaráðsins í Péturs- borg, sem var að mestu skipað mensévikum. Hann fór að mestu huldu höfði í höfuð- borginni og í Moskvu, þar sem háðir voru skæðir götubardagar, en hann var sískrif- andi. Nokkrum vikum eftir komu hans hafði keisarastjórnin aftur náð undirtökunum. Trotskí og helztu samstarfsmenn hans voru fangelsaðir og Lenín neyddist til að leita hælis í Finnlandi. Hvernig sem aðgerðaleysi Leníns í átök- unum 1905 verður skýrt, og það má skýra frá tveimur gagnstæðum sjónarmiðum, þá varð hann æ óvinsælli á næstu árum vegna til rauna sinna til að leggja flokkinn undir sig og sína menn. Menn voru andvígir stuðningi hans við banka- og lestarán sem voru orðin ómenguð stigamennska og manndráp; þeim gramdist þrætugirni hans og tillitsleysi gagnvart vilja meirihlutans, og loks fengu þeir hann til að láta af ritstjórn síðasta blaðs síns, Próletaríí. Árið 1909 skrifaði Krúp- skaja: „Við höfum alls engan flokk“, og þrá- sinnis kvaðst Lenín ekki búast við að lifa það að sjá byltinguna. Ein ástæðan til þessara áfalla bolsévika var sú, að á árunum 1906—12 bjuggu Rúss- ar við tiltölulega velmegun. Sum verstu mein bænda höfðu verið bætt eftir uppreisn- :na 1905; þjóðþing sat á rökstólum, þó það hefði harla lítið vald, og í nokkur ár laut Rússland strangri og skapandi stjórn Stolj- pins forsætisráðherra, sem lét að vísu hengja 3500 manns á einu ári og húðstrýkja tíunda hvern mann í sumum þorpum, en hóf jafnframt skiptingu jarðnæðis sem leiddi til þess að ný stétt landeigenda myndaðist og bændur fengu nýtt mark að keppa að. Iðnaði vegnaði einnig vel, og fjölda þeirra sem þátt tóku í verkföllum fór sífækkandi úr rúmum tveimur milljónum árið 1905 niðrí 46 þúsund árið 1910. Allt átti þetta þátt í að veikja bolsévika og þá ekki síður hitt að lögreglunjósnarar fylltu raðir þeirra með skipulögðum hætti. Einsog allir bylt- ingarhópar voru bolsévikasamtökin með tímanum maðksmogin af sendiboðum Ok- hrana, leynilögreglu keisarans með 20.000 menn í sinni þjónustu. Einn þessara manna, Malinovskí að nafni, ávann sér svo mikið traust hjá Lenín, að hann var gerður leið- togi hins litla þingmannahóps bolsévika í dúmunni. Hefði Stoljpin fengið nauðsynlegan stuðn- ing frá Nikulási II, kynni stefna hans að hafa r:ðið bolsévikum að fullu — ef Rússar hefðu haldið sig utan við stríðið, og það var þetta sem Lenín óttaðist. En árið 1911 var Stoljpin myrtur í óperuhúsinu í Kænugarði (Kiev) að keisaranum viðstöddum. Árið eftir voru 200 verkfallsmenn í gullnámunum í Lena skotnir til bana af lögreglunni. Verk- föll og uppþot héldu áfram unz ástandið í iðnaðinum 1914 var orðið svipað og það hafði verið 1905; milli janúar og júlí fór yfir milljón manns í verkfall, og í olíuborg- inni Bakú við Svartahaf kom til blóðugra bardaga. Vonir Leníns glæddust aftur, og hann flutti sig til ferðamannastaðar í Karp- atafjöllum nálægt Kraká, steinsnar frá rúss- nesku landamærunum, en ekkert bendir til að hann hafi búizt við styrjöld. Til að áætlanir Leníns næðu fram að ganga þurfti róstur og stríð, en hann hélt ekki að valdamenn hinna völtu austur-evr- ópsku heimsvelda væru þeir aular að leggja útí baráttu sem yrði jöstur byltingarinnar. En það var þetta sem gerðist. Á Balkanskaga höfðu Austurríki og Rússland verið að bít- ast um völd í fimmtíu ár og beitt þjóðum skagans (Serbum, Rúmenum, Búlgörum o. s. frv.) einsog peðum í hinu mikla tafli, en kóngurinn var Mikligarður. í þessari tog- streitu litu Rússar á sig sem verndara og forvígismenn slavnesku þjóðanna, sem væru að brjótast undan oki germanska kynstofns- ins, og þá einkanlega Austurríkismanna. Árið 1908 lá við styrjöld og næstu sex ár var Balkan-potturinn stöðugt við suðumark, unz uppúr sauð í júlí 1914, þegar austurríski erkihertoginn var myrtur af serbneskum hermdarverkamönnum. Lenín hafði gert ráð fyrir að ef til styrj- aldar kæmi mundi verkalýðurinn rísa upp, 14

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.