Samvinnan - 01.04.1970, Qupperneq 15

Samvinnan - 01.04.1970, Qupperneq 15
 Lenin og kona lians i lióþi aödáenda viö hátiöahöld verkalýösins 1. mai 1918. en nú varð hann bæði hissa og dapur. í fyrstu neitaði hann að trúa, að þingræðis- sinnaðir sósíalistar í Þýzkalandi hefðu greitt heimsvaldastríði keisarans atkvæði, en þann- ig var það nú samt, og um gervalla Evrópu reyndust sósíalistar engu minni föðurlands- vinir en aðrir. í Rússlandi einsog annars- staðar greip um sig sterk þjóðerniskennd, þannig að nafni höfuðborgarinnar var t. d. breytt úr Pétursborg í Petrógrad, og þvi nafni hélt hún í áratug. Verkföll voru úr sögunni, allir stukku til og skráðu sig í her- inn, og á fyrstu vikum stríðsins ruddust fjöl- mennir herir inní Austurríki og yfir Eystra- saltslöndin inní Austur-Prússland. Þeir fáu bolsévikar í dúmunni sem gagnrýndu stríðið voru sendir til Síberíu, og enginn virtist harma það. Lenín var grunaður um njósnir í Austur- ríki og tekinn höndum, en var sleppt eftir stutta vist í fangelsi og leyft að fara til Sviss, þar sem hann dvaldist næstu tvö og hálft ár framað byltingunni, oft við mjög kröpp kjör, því tekjur hans höfðu minnkað í hlutfalli við áhrif flokksins. í Bern samdi hann bók sína, Heimsvaldastefnan sem síð- asta stig auðvaldsskipulagsins, átti þátt í að grafa Annað alþjóðasamband sósíalista, sem stríðið hafði gert útaf við, og koma á fót Þriðja alþjóðasambandinu. Lenín barðist ekki gegn styrjöldinni af mannúðarástæð- um og enn síður af friðarást, heldur vildi hann gera hana að borgarastríði, því með ósigri Rússa mundi keisaradæmið falla og sósíalistar komast til valda. Þýzka stjórnin var meir en fús til að greiða fyrir því, að áróðursbæklingum hans var dreift meðal rússneskra stríðsfanga. Jafnvel þó hæfileikamenn hefðu verið við völd í Rússlandi, hefði styrjöldin orðið þeim ofviða, hvað þá þegar með völd fóru miðl- ungsmenn og kuklarar. Keisarinn var heimskur, hikandi, trúgjarn, veiklyndur og sannfærður um að hann hefði umboð sitt frá guði almáttugum. Alix kona hans, dóttur- dóttir Viktoríu Bretadrottningar, trúrækin, hjátrúarfull og óvenjulega trúgjörn, áköf bæði í ást og hatri, bar sjúklega umhyggju fyrir syni sínum, krónprinsinum, sem þjáð- ist af blæðingarveiki og var talinn mundu verða skammlífur. Hún hataði af heilum hug hvern þann sem leyfði sér að gagnrýna keisarann eða stjórn hans og hafði yfirleitt mjög óheillavænleg áhrif á mann sinn. Þó voru Nikulás og Alix hátíð hjá manninum sem raunverulega stjórnaði landinu bakvið tjöldin síðustu árin, vegna valds síns yfir keisarahjónunum, afdönkuðum bónda að nafni Raspútín, sem þóttist vera munkur og heilagur maður og var orðlagður fyrir lík- amsburði, drykkjusvall og kynorku. Hann var sóðalegur og séður, þóttist vera skyggn og búa yfir lækningamætti, og einmitt fyrir þá sök náði hann slíku valdi á Alix, að eng- inn nema hann mátti hjálpa krónprinsinum þegar læknar gáfust upp og blóðrásin varð ekki stöðvuð (hann gerði það jafnvel með símskeytum, ef nauðsyn krafði!). Þessi „vin- ur“ keisarahjónanna rak ráðherra og hers- höfðingja, þegar hann vaknaði úr drykkju órum sínum, og skipaði í þeirra stað drykkjubræður sína og skjólstæðinga að eigin vild. Einkum var hann örlátur á emb- ætti við eiginmenn hjákvenna sinna (en konur sem synjuðu honum um blíðu sína máttu biðja guð að hjálpa eiginmönnum sínum). Meðan þessu fór fram í höfuðborginni, féllu Rússar milljónum saman. Á fyrstu 10 mánaðum stríðsins misstu Rússar 3.800.000 menn, og óþjálfaðir og einatt óvopnaðir bændurnir, sem voru látnir fylla í skörðin, urðu fyrir ólýsanlegum hörmungum og gíf- urlegu manntjóni. Pallbyssur og skotfæri voru af skornum skammti, útbúnaður her- mannanna ófullnægjandi og samgönguæð- arnar rofnuðu undir álaginu. Árið 1916 voru íarnar að brjótast út uppreisnir í hernum, sem var refsað með fjöldaaftökum. Þegar leið að hausti var tekið að ræða opinskátt um byltingu, og í dúmunni voru jafnvel hugaðir menn farnir að gagnrýna Raspútín. í árslok tóku nokkrir aðalsmenn höndum saman um að ryðja honum úr vegi. Alix kraup klukkutímum saman við dánarbeð hans, niðurbrotin en ósveigjanleg. Proto- popov, einn helzti ráðherrann, spíritisti og skjólstæðingur Raspútíns, kom reglulegameð fölsuð símskeyti til hennar, þar sem herinn lýsti yfir hollustu við keisarann, en hann neitaði að þiggja ráð af nokkrum manni, þareð hann væri umboðsmaður guðs. Menn voru farnir að velta því fyrir sér, 'hver tæki við þegar hann legði niður völd. Biðraðir við búðir, hermenn meðal mótmælenda á götunum, fréttir um sífellt nýjar ófarir á vígstöðvunum, verkföll og lokun skóla, orð- rómur um að dúman yrði neydd til að fara heim — þannig var ástandið í Petrógrad í marz 1917. Hinn 8. marz fór Nikulás, sem var æðsti herstjóri landsins, frá höll sinni nálægt Petrógrad til aðalbækistöðva hersins í Mó- gilev. Hann var þreyttur og ringlaður, von- aði að atburðirnir yrðu ekki eins flóknir þegar hann kæmist burt frá skarkala höfuð- borgarinnar, hlakkaði til að hvíla sig og leika dómínóspil á kvöldin. En þennan dag hófst byltingin. Hún var ekki skipulögð af byltingarsamtökum einsog bolsévikabylting- in í nóvember 1917, heldur var hún óhjá- kvæmileg lokaniðurstaða hungurs, óánægju, kulda og gremju. Hún hófst hljóðlátlega með mótmælagöngum og verkföllum; brátt voru hundruð þúsunda verkamanna á göt- 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.