Samvinnan - 01.04.1970, Page 16

Samvinnan - 01.04.1970, Page 16
Lenin undirbýr byltinguna 1917 með þvi að þruma yfir verkamönnum og hermönnum i Petrógrad og hamra vigorð sín inni höfuðin á þeim. Maðurinn með yfirskeggið og einkennishúfuna, sem stend- ur við hliðina á rœðuþúlti hans, er Trotski, hœgri hönd hans og helzti skipuleggjari byltingarinnar. unum Og yfírbuguðu logregíuna. í fyrstu skutu hermennirnir uppí loftið í stað þess að miða á mannfjöldann einsog fyrir þá var lagt; daginn eftir féllu 60 manns þegar aðrar hersveitir hlýddu fyrirmælunum — en viðbrögð hermannanna urðu þau að hver hersveitin af annarri gekk í lið með fólk- inu, þartil telja varð alla Petrógrad-her- deildina, 160.000 manns, óáreiðanlega. Járn- brautarstarfsmenn komu í veg fyrir að lest- in sem flytja átti Nikulás til Petrógrad kæm- ist á ákvörðunarstað, og hann lét af völdum nauðugur viljugur í Pskov, þangað sem lest- in flutti hann. Þegar hann var farinn frá, voru það tveir hópar manna sem kepptu um völdin og komu báðir saman í sömu höllinni í Petrógrad. Annar var hópur stjórnmálamanna úr dúmunni sem varð síðar bráðabirgðastjórnin, að nafni til undir forustu Lvovs fursta; hinn var framkvæmda- nefnd verkamannaráðsins í Petrógrad. Eini maðurinn sem var í báðum hópum, hægfara sósíalisti að nafni Kerenskí, varð brátt mik- ilvægasti og framkvæmdasamasti maður í ríkisstjórninni. Febrúarbyltingin svonefnda (hún var gerð 8.—15. marz, en auðvitað var dagatal Rússa á eftir vestrænu dagatali) vakti mik inn fögnuð í Rússlandi og víða annarstaðar. Wilson forseti Bandaríkjanna kallaði hana „undursamlega og uppörvandi". í Moskvu og öðrum helztu borgum Rússaveldis var undinn bráður bugur að því að koma á fót verkamannaráðum, og um milljón hermenn tóku sig upp frá vígstöðvunum fyrsta mán- uðinn og héldu rakleiðis heim í þorpin sín til að fá sinn hluta af jarðnæðinu sem átti að skipta upp. Önnur milljón almennra borg- ara í Petrógrad, sem gekk í fylkingu að sam- eiginlegri gröf þeirra sem fallið höfðu í átökunum (meðan fallbyssur virkjanna skutu heiðursskotum), hefði getað dregið þá ályktun með nokkrum rétti, að bylting- unni væri lokið. En þannig hugsuðu ekki allir, og Lenín var fjarri því að vera ánægður. Hann böl- sótaðist yfir að komast ekki burt frá Sviss og lýsti yfir fullri fyrirlitningu á „Kerenskí og Co“. Hann sagði í símskeyti til flokks- bræðra sinna: „Stefna okkar fullkomið van- traust, enginn stuðningur við nýju stjórnina. Kerenskí sérstaklega grunsamlegur; eina tryggingin að vopna öreigana ..Hann taldi bráðabrigðastjórnina auðvaldssinnaða, þar sem stefna hennar yrði að halda áfram „slátrun heimsvaldasinna“. Hann ól jafnvel á gruni um, að febrúarbyltingin hefði verið undirbúin af Bretum og Frökkum til að koma í veg fyrir sérfrið Rússa og Þjóðverja. Og þar sem hún væri undir forustu aðals- manna einsog Lvovs og borgaralegra frjáls- lyndismanna einsog Miljúkovs, mundi hún aldrei gera verulega róttækar umbætur. Sagan kynni að hafa gleymt slíkum kredd- um og æsingamanninum Úljanoff-Lenín, hefði herstjórn Þjóðverja ekki séð sér hag í að leyfa honum að ferðast undir sinni vernd um Þýzkaland til Rússlands. Meðan á stríð- inu stóð hafði Lenín þrásinnis verið í sam- bandi við þýzk yfirvöld, sem vildu allt til vinna að sigrast á rússneska keisaradæminu — jafnvel styðja byltingu sósíalista. Og nú var Lenín fluttur ásamt 31 samverkamanni sínum (meðal þeirra voru Krúpskaja, Zínó- vév og Radek) í lokaðri lest um Þýzkaland, þannig að hann komst til Petrógrad um Sví- þjóð og Finnland í aprílmánuði 1917. Margir litu á Lenín og félaga hans sem verkfæri Þjóðverja, þegar til Rússlands kom, enda mátti segja að svo væri. Lenín var ekið í herbílalest frá brautarstöðinni í Petrógrad við mikinn fögnuð áhangenda sinna, en honum leiddust fagnaðarkveðjurnar og hóf að vanda um við félaga sína með bein- skeyttri gagnrýni: Hversvegna störfuðu þeir með mensévikum og frjálslyndum? Hvers- vegna voru þeir bara að leika byltingu? Sósíalisminn hafði verið svikinn af þeim sem halda vildu áfram stríðinu, sagði hann. Þessvegna vildi hann að sannir alþjóðasinn aðir sósíalistar nefndu sig nýju nafni: Kommúnistaflokkinn. „Við verðum að fara úr óhreinu skyrtunni og klæðast hreinni skyrtu.“ Nú mundi hinni borgaralegu bylt ingu ljúka og bylting sósíalista hefjast. Bankar og iðnaður yrðu að komast undir stjórn vei'kamannaráða, og kenna yrði her- mönnunum að umgangast þýzka og austur- ríska hermenn einsog bræður. Sannfæringarkraftur Leníns var smitandi. Að vísu voru Kamanév, Kalínín og nokkrir aðrir á öndverðum meiði við hann, en þorri bolsévika (þeirra á meðal ritstjóri Pravda að nafni Stalín) hreifst af boðskap hans. Trotskí kom heim úr fangavist sinni í Kanada og gekk þegar til liðs við Lenín. Bolsévikar voru staðráðnir í að koma bráða- birgðastjórninni frá völdum og unnu æ meira fylgi með vígorðum sínum: „Fr;ð, brauð og land“. í sveitarstjórnarkosningum þetta sumar töpuðu frjálslyndir undir stjórn Miljúkovs, sem voru kjarni bráðabirgða- stjórnarinnar, fylgi. í júní voru bolsévikar fjölmennasti flokkurinn í verkamannaráði Moskvuborgar, og endaþótt Lenín væri hróp- aður niður í þeim sama mánuði á fyrsta rúss- neska alríkisþingi verkamannaráða, sem studdi nýja sókn á hendur Þjóðverjum og Austurríkismönnum, þá varð alger mis- heppnan þeirrar sóknar til að styrkja að- stöðu hans og grafa undan Kerenskí, sem hafði farið til vígstöðvanna til að stappa stáli í hersveitirnar. Skömmu áður en sóknin fór útum þúfur, kom samt til misheppnaðrar byltingartil- raunar bolsévika í Petrógrad sem hefði get- að riðið málstað Leníns að fullu. Bolsévikar höfðu verið önnum kafnir við að dreifa uppreisnarhugmyndum í hernum og meðal verksmiðjufólks; þeir höfðu hamrað á víg- orðum sínum (brauðskammturinn var enn mjög naumur) og krafizt valdatöku verka- mannaráðanna. Allur þessi áróður vakti i miðjum júlímánuði skyndileg uppþot hálfr- ar milljónar verkamanna, hermanna og sjó- liða, sem komu bolsévikum í opna skjöldu. Þeir vildu hvorki draga úr byltingareldmóði verkalýðsins né standa að ótímabærri upp- reisn sem ekki tryggði þeim völd í öllu land- inu. Múgurinn tók því stjórnina í sínar hendur og stofnaði til götubardaga þar sem 400 manns féllu og særðust, en Lenín, Trotskí, Zínóvév og Stalín fengu það óvenju- lega verkefni að kasta vatni á byltingareld- inn ánþess þó að kæfa hann. Þessir „júlí- dagar“ urðu Lenín og félögum hans þungir í skauti. Um svipað leyti bárust voðafregnir 16

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.