Samvinnan - 01.04.1970, Qupperneq 18

Samvinnan - 01.04.1970, Qupperneq 18
Lenin við skrifborð sitl i Kretnl í október 1918. vinnu og setti alla búgarða og iðjuver Rúss- lands undir stjórn pólitískra kommissara. Landið var þegar í einræðisgreipum komm- únista. Þegar þeir komust að raun um að þeir voru í minnihluta í þjóðþinginu, losuðu þeir sig einfaldlega við það ásamt öllum öðrum stjórnmálaflokkum. í sveitunum þvinguðu kommissarar bændur til að af- henda uppskeru sína handa borgarbúum, en bændurnir svöruðu með því að framleiða það sem þeir þurftu sjálfir og ekkert þar framyfir. Þegar samyrkjubúum ríkisins var komið á, voru þau rekin af þekkingarleysi og í beinni andstöðu við bændur, sem voru bundnir jörðinni, en stóð á sama um komm- únismann. Borgarbúar, sem bjuggu við sult þegar árið 1918, áttu æ verri daga, þartil hungursneyðin var komin í algleyming 1920—21. Enginn veit hve margir féllu úr hungri, en þeir skiptu milljónum. Enn fleiri þjáðust af þeim hræðilegu sjúkdómum sem jafnan koma í kjölfar hungursneyðar - eink- anlega mýraköldu. Þúsundum saman yfir- gáfu menn heimili sín í leit að matarbita, og mannát var jafnvel tíðkað. Allt varð þetta ennþá ógnvænlegra vegna áframhaldandi stríðs um gervallt landið. Þó Petrógrad félli án blóðsúthellinga, voru margir staðir í landinu þar sem liðsforingj- ar keisarans gátu aflað sér nægilegs fylgis t;l að standast hersveitum rauðliða snúning fyrstu mánuðina. En borgarastyrjöldin í Rússlandi hefði hætt snemma á árinu 1918, ef ekki hefði komið til íhlutun Banda- manna sem afréðu að styðja hvítliða gegn rauðliðum. Brezkar hersveitir voru settar á land í Arkangelsk. Japanskar, bandarískar, brezkar og tékkneskar hersveitir (ásamt ýmsum fleiri) veittu stuðning Koltsjak sjó- liðsforingja í austri; Deníkín í suðri, Júde- nitsj í Eistlandi og pólskur her sem gerði innrás í Hvíta-Rússland og Úkraínu fengu allir brezka og franska hjálp. Næstu þrjú árin voru borgarastríð og erlend íhlutun böl Rússlands. í árslok 1918 réð Rauði herinn undir snilldarlegri stjórn Trotskís ekki yfir nema nokkur hundruð ferkílómetrum kring- um Moskvu. Framlag Bandamanna minnk- aði eftir að heimsstyrjöldinni lauk í nóvem- ber 1918, og endaþótt kommissarar rauð- liða væru alls ekki vel þokkaðir, þá voru þó hvítliðar enn verr þokkaðir. Rauðliðar og hvítliðar unnu sum héruð margsinnis hvorir frá öðrum, og í hvert skipti voru framin ólýsanleg hryðjuverk á báða bóga. Loks árið 1921 bar Rauði herinn sigurorð af síðasta hvít-rússneska hernum (her Wran- gels á Krímskaga), en Rússlandi var nær blætt til ólífis. Hungur og hræðsla réðu ríkjum. Allt frá því Lenín var sýnt bana- tilræði 1918 hafði einræði og ógnarstjórn bolsévika farið hríðversnandi, svo að jafn- vel stuðningsmönnum þeirra sumum var nóg boðið. í marz 1921 gerðu til dæmis sjó- liðarnir í Kronstadt uppreisn, en þeir höfðu verið meðal mikilvægustu stuðningsmanna kommúnista 1917. Lenín og nánustu samstarfsmenn hans voru engir grimmdarseggir. Þeir voru tillits- lausir menn, alteknir hugsjón sem þeir trúðu á í blindni og voru sannfærðir um að væri rétt. Hið háleita mark kommúnismans helg- aði öll meðul í þeirra augum. Samt er ekki rétt að Lenín hafi borið ábyrgð á öllum grimmdarverkum kommúnista á árunum 1918—21. Morðið á keisaranum og allri fjöl- skyldu hans í Ékaterinburg 1918 var framið gagnstætt vilja hans, þó hann teldi keisar- ann sjálfan dauðasekan. Maxim Gorkí skýrði frá því að Lenín hefði verið ákaflega viðkvæmur maður og hatað þjáningu. Hann var gerólíkur einræðisherranum Stalín. Þó hann nyti gífurlegrar virðingar og hefði mik- il völd, virti hann gagnrýni og gagnstæðar skoðanir og leit aldrei á andmælendur sína sem hættulega keppinauta. Lenín var jafn- an mjög gagnrýninn á ríkisbáknið, þó hann neyddist til að beita því. Trotskí vildi gera verkalýðsfélögin hluta af ríkisbákninu, en Lenín var andvígur því, þar sem hann taldi að verkalýðshreyfingin gæti orðið mótvægi gegn kommissörum og skriffinnum ríkisins. Hann stefndi að því að koma á ríki verka- manna og bænda, þar sem lítilmagninn væri óhultur fyrir lögreglu og opinberum emb- ættismönnum, og hann hefði án efa hryllt við ríki Stalíns. Hreinsanirnar í flokknum á síðustu árum Leníns voru barnaleikur hjá grimmdaræði Stalíns. Uppreisn sjóliðanna í Kronstadt og efna- hagslegt hrun Rússlands urðu Lenín geysi- legt áfall og neyddu hann til að endurskoða stefnu sína. Hann sá að fyrsta tilraun bolsé- vika til að skapa sósíalískt ríki í einu stóru stökki hafði mistekizt. Halda yrði til baka til að komast áfram. Þessvegna tók hann upp „Nýju efnahagsstefnuna“ eða NEP árið 1921, sem fól í sér mikið undanhald, en var raunsæ. Enginn nema Lenín hefði getað leyft sér að stíga svo auðmýkjandi skref. Kommúnisminn var eftir sem áður grund- vallarregla sovétskipulagsins, hugsjón sem keppa bæri að; helztu iðjuver voru áfram i ríkiseign og erlend viðskipti voru ríkisein- okuð; en að öðru leyti neyddist Lenín til að hverfa aftur til einkaverzlunar og einka- framtaks bænda, þ. e. a. s. til auðvaldsskipu- lags. Þetta „blandaða hagkerfi“ gafst vel, en mætti mikilli mótspyrnu í flokknum, sem Lenín braut á bak aftur af miskunnarleysi og stjórnkænsku; andstæðingunum var vikið úr flokknum og Rússland fór að rétta við. Samskipti við önnur ríki voru smámsaman tekin upp, þó þau væru undirorpin mikilli gagnkvæmri tortryggni, enda litu Rússar jafnan á slík samskipti sem tímabundið fyrirbæri, þó þeim væri mikil nauðsyn bæði á viðskiptum og friði. NEP var síðasta meiriháttar framlag Len- íns, því vorið 1922 fékk hann það fyrsta af þremur hjartaslögum sem á tæpum tveimur árum drógu hann til dauða 53 ára gamlan. Honum leið illa þar sem hann lá að mestu hjálparlaus allt árið 1923, fullkomlega heil- brigður andlega og vitandi það, að byltingin var enn í burðarliðnum. Verst þótti honum þó að sjá framá klofning í flokknum þegar hann félli frá. Lenín vissi um valdabarátt- una sem átti sér stað bakvið tjöldin, og hann reyndi að koma í veg fyrir valdatöku Stalíns, en hinn slægi Georgíumaður var þegar búinn að koma sér of vel fyrir. Þegar Lenín lézt í janúar 1924 í borginni Gorki (nefnd eftir vini hans), var það Stalín sem stjórnaði útförinni og eiðtökunni sem varð upphaf hinnar miklu Lenínsdýrkunar sem nú er orðin trúaratriði í Sovétríkjunum. í vikutíma lá Lenín á líkbörunum meðan hundruð þúsunda manna streymdu hjá til að votta honum lotningu sína í nístingskulda. Síðar var veglegt grafhýsi reist á Rauða- torgi, þar sem smurlingur hans hefur verið geymdur síðan. Trotskí var andvígur þessu, en guðfræðingurinn Stalín gerði sér ljósa grein fyrir mætti helgisagnar og trúarlegrar lotningar. Moskva var nú orðin höfuðborg ríkisins og gamla höfuðborgin hafði verið heitin eftir Lenín, Leníngrad. Lenínisminn varð að trúarbrögðum, orð Leníns fengu trúarlegt vald engu síður en orð Marx, og um þriðjungur jarðarbúa tignar hann sem spámann. Sennilega yrði Lenín fremur reið- ur og hissa en ánægður með helgiljómann sem myndazt hefur um nafn hans. Lenín var mikill og miskunnarlaus bar- áttumaður og atkvæðamikill ræðumaður (þó hann jafnaðist aldrei á við Trotskí í mælsku- snilld), hann var skarpur skriffinnur og frá- bær hentistefnumaður á sviði framkvæmda. Lenín var einn þeirra fágætu manna, sem sameina frumlega hugsun og framkvæmda- vit. Hann var laus við allan hégóma og til- gerð. Sem forseti lýðveldisins þáði hann sömu laun og iðnverkamaður, svaf í gömlu járnrúmi í teppislausu herbergi í Kreml. Hann var óvæginn við fjandmenn sína, en átti mannlega hlýju. Hann hafði ímugust á harðstjórn og fyrirleit hræsni og mælgi. Hann þoldi ekki einfeldninga. Til marks um andlega stærð hans má hafa virðinguna og hlýðnina sem Trotskí sýndi -honum jafnan, en Trotskí var án efa snjallasti og glæstasti forkólfur rússnesku byltingarinnar. ♦ 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.