Samvinnan - 01.04.1970, Síða 19

Samvinnan - 01.04.1970, Síða 19
r-------------" NÁTTÚRUVERND OG LANDSNYTJAR L i Ingvi Þorsteinsson Jakob Björnsson Hermóður Guðmundsson Finnur Guðmundsson Hjörtur Eldjárn Þórarinsson Karl Kristjánsson Guttormur Sigbjarnarson Arnþór Garðarsson Ingvi Þorsteinsson: Gró&urvernd og önnur náttúruvernd Hugtakið náttúruvernd fer nú sem eldur í sinu um allan heim, ekki sem tízkufyrirbrigði, heldur vegna þess, að með rökum hefur verið sýnt fram á, að mannkynið hefur gengið svo ötullega fram i röskun og spillingu umhverfis síns, að það er á góðri leið með að tortíma sér. Þegar er t. d. sýnt, að víðáttumikil þéttbýl landsvæði verða orðin óbyggileg eftir nokkur ár vegna mengunar umhverfisins, ef ekki verður að gert, dýralíf í einni stórá heims- ins á fætur annarri eyðist vegna eitrunar, magn stronítum 90 og annarra aðskotaefna í líkömum plantna, dýra og manna er víða orðið ískyggilega hátt, og lög- regluþjónar ýmissa stórborga geta ekki sinnt störfum sínum nema með gasgrímur vegna mengunar loftsins. Þegar svo er komið, er loks lýst yfir neyðar- ástandi og skorin upp herör, og vonandi er það ekki um seinan. Hugtakið náttúruvernd hefur verið að síast inn í vitund manna hér á landi á allra síðustu árum. Er það bæði vegna áhrifa að utan og vegna þess að fram hefur komið eitt dæmið á fætur öðru, þar sem grundvallaratriði nátt- úruverndar hafa verið þverbrotin. Þessi dæmi hafa vakið menn til umræðna og umhugsunar um, hvar íslendingar standi á sviði náttúruverndar, og í ljós hefur komið, að hugtakið á enn alltof lítil ítök í hugum flestra. Þetta er að vonum. Fyrstu lög hér á landi, sem kennd eru við náttúruvernd, voru ekki sett fyrr en árið 1956. Þessi lög, sem enn eru í gildi, lítið sem ekki breytt, voru afar göll- uð og takmörkuð. Ekki bætir úr skák, hve illa hefur verið haldið á þeim þáttum náttúru- verndar, sem lögin ná yfir. Stafar það bæði af því, hve lítið svig- rúm og vald lögin gáfu til að- gerða, en beinlínis einnig af að- gerðaleysi þeirra, sem með þessi mál hafa farið. Sérstaklega er ámælisvert, hve lítið hefur verið gert að því að fræða og kynna almenningi náttúruvernd, en það hefði getað dregið úr því sinnu- leysi, sem ríkt hefur. Það hefur lengi verið til siðs hér á landi að hunza gagnrýni og þegja hana í hel. Það er ótrú- lega auðvelt að þagga niður í ís- lendingum. Þessu ráði hefur ver- ið beitt með góðum árangri í sam- bandi við ýmis náttúruverndar- mál, sem gagnrýnd hafa verið. En nú hafa á ný hafizt umræður og deilur um náttúruvernd, og að þessu sinni er tilefnið öðru frem- ur áætlanir í raforkumálum. Von- andi leiða þær umræður til þess, að tekin verði upp ný vinnu- brögð í sambandi við hönnun stórframkvæmda hérlendis, þar sem leitazt verði við að samræma sjónarmið hagfræði, verkfræði og náttúruverndar. Eins og að líkum lætur, eru vandamál náttúruverndar breyti- leg frá einu landi til annars, og í því efni hefur ísland nokkra sérstöðu. Veldur þar mestu um lega landsins, fjarlægð frá þétt- býlum iðnaðarlöndum og strjál- býlið. Mengun lofts og lagar er hér sáralítil enn sem komið er og aðeins staðbundin. Mengun jarðvegs og plantna er tiltölulega lítil, bæði vegna takmarkaðrar ræktunar og vegna þess að lítið er notað af illgresiseyðingarefn- um og öðrum lyfjum við ræktun- ina. Slík efni berast hins vegar í ríkum mæli inn í landið og fæðu manna og dýra með innfluttum matvælum og fóðri. Ekki er hægt að staðhæfa, að stórspjöll hafi verið unnin á ís- lenzku landslagi við stórfram- kvæmdir samanborið við það, sem gerist víða erlendis, þótt náttúruspjöll hafi vissulega verið unnin þannig í gáleysi og að óþörfu. Dýralíf landsins hefur ekki orðið fyrir stórfelldum áföllum í sambúð við manninn, og enn er tími til stefnu til þess að koma í veg fyrir að svo fari. Þetta eru aðeins fá dæmi af fjölmörgum um erfiðleika, sem hrjá aðrar þjóðir, en eru tiltölu- lega smávægilegir hér enn sem komið er. En er þá ekki verið að gera of mikið úr sinnuleysi um náttúru- vernd á íslandi? Því miður er ekki svo. Þau vandamál, sem að framan eru talin, munu gerast áleitnari, er fram líða stundir, og það þarf stöðugt að vinna gegn þeim. Jafnframt munu ný koma til sögunnar. ísland nýtur vissrar náttúru- verndar m. a. vegna legu sinnar eins og að framan greinir, en hins vegar hafa íslendingar um langan aldur átt við vandamál að etja, sem ógna tilveru þeirra í landinu. Þessi vandamál, sem eru að verulegu leyti til orðin vegna rányrkju, og flestum eru kunn, eru eyðing fiskstofnanna við strendur landsins og eyðing jarð- vegs og gróðurs í landinu. Þótt undarlegt megi virðast hafa þessi mál sjaldan verið nefnd í sam- bandi við náttúruvernd til þessa. Hér á landi hefur það hugtak verið notað í miklu þrengri merk- ingu, svo sem friðun sérstæðra náttúrufyrirbrigða og landsvæða, sjaldgæfra fuglategunda, plantna o. s. frv. Allt eru þetta merk við- fangsefni, en þegar aftur er haft í huga, að fiskurinn við strendur landsins og gróðurmoldin eru, auk orkunnar, þær auðlindir, seni afkoma þjóðarinnar byggist á, fer tæpast á milli mála, að eyðing þeirra er alvarlegasta náttúru- verndarvandamálið, sem hér er við að etja. Gróðureyðingin hér á landi er nærtækt og gott dæmi um, hvaða afleiðingar óskynsamleg meðferð og nýting náttúrugæða getur haft í för með sér. Eyðingin er jafngömul búset- unni. Við upphaf landnáms var gróður landsins í jafnvægi við ríkjandi vaxtarskilyrði — óspillt- ur af völdum manna og dýra. Hann var hins vegar mjög við- kvæmur og lét fljótlega undan þeirri ásókn sem búsetunni fylgdi. Þetta varð upphaf að svo gíf- urlegum gróðurskemmdum og landeyðingu, að aðeins óvíða um heim er unnt að finna hliðstæðu. Gera má ráð fyrir, að síðan land- nám hófst hafi tapazt allt að helmingur af gróðurlendinu, og a. m. k. þriðjungur af flatar- máli landsins hafi orðið algerlega örfoka. Jafnframt því breyttist til hins verra gróður þess lands, sem ekki eyddist, bæði hvað tegundir plantna og grósku snertir. Núver- andi gróður er því ekki í sam- ræmi við legu landsins og gróðurskilyrði, heldur afleiðing gróðureyðingar og skemmda. 19

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.