Samvinnan - 01.04.1970, Qupperneq 20

Samvinnan - 01.04.1970, Qupperneq 20
Þannig má víst telja, að fram- leiðslugeta íslenzkra gróðurlenda hafi ekki aðeins minnkað um helming síðan um landnám vegna minnkandi víðáttu þeirra, heldur mun meira vegna rýrnunar á gæð- um þeirra. Þarf engum blöðum um það að fletta, hvaða áhrif þetta hefur haft á lífsafkomu þjóðarinnar. Og enn er landið að blása. Þrátt fyrir ötult landgræðslu- starf hefur ekki tekizt að stemma stigu við þessari öfugþróun, þó að hún sé hægari nú en áður. Árleg eyðing er meiri en það, sem ávinnst með sjálfgræðslu og landgræðslustarfi. Þetta er ó- Grasfrœ til landgrœöslu i óbyggöum. Ljósm. Ingui Þorsteinsson. Uppblásin auðn á hálendi íslands. Ljósm. Ingui Þorsteinsson. Úr Þjórsárverum. Ljósm. Ingui Þorsteinsson. heyrilegt á öld tækni og fram- fara og reyndar nær einsdæmi í heiminum. Orsakir þessa eru augljósar: Eyðing gróðurs hófst vegna þess, að gengið var of nærri honum. En nú um 1100 ár- um síðar er hið sama uppi á ten- ingnum, því að rannsóknir hafa leitt í ljós, að a. m. k. helmingur af landinu er ofsetinn af búfé, sums staðar mjög verulega, og er gróðureyðingin örust á þeim svæðum. Framleiðslan byggist þannig enn í of ríkum mæli á hinni „gjöfulu náttúru", sem hef- ur reyndar glatað miklu af gjaf- mildi sinni, vegna þess hve lengi hún hefur verið mergsogin. Fyrsta skrefið til gróðurvernd- ar er að bæta úr þessu, og nú er það að verða hægt, vegna þess að rannsakað hefur verið beitar- þol flestra afrétta á hálendi landsins, þar sem gróður er verst farnn og viðkvæmastur. Bændur eru fúsir til þess að fara eftir þeim niðurstöðum, en til þess að þeir geti það, er nauðsynlegt að stórauka ræktunina, og það tekur tíma. En það þarf mun stærra átak til að snúa vörn í sókn. Með öll- um ráðum þarf að hefta þann mikla uppblástur, sem enn á sér stað, og það þarf að hefjast handa um að græða að nýju eitt- hvað af þeim 70—75 prósentum landsins, sem eru örfoka. Tækni- lega er þetta hægt, en peningar eru afl þeirra hluta, sem gera skal. Þær 22 milljónir króna, sem í ár er veitt til Landgræðslu og Skóg- ræktar ríkisins í þessu skyni, nægja engan veginn til að halda í horfinu, hvað þá meira. Ekki liggur fyrir heildaráætlun um fjárþörfina, en ef árlega væri veitt 200 milljónum króna til landgræðslu, myndi árangurinn ekki láta standa á sér. Þetta eru aðeins um 0,6 prósent af þjóðar- framleiðslunni. Ef einhverjum of- býður þessi upphæð, má benda á þá staðreynd, að án gróðurs verð- ur ísland ekki byggilegt fremur en önnur lönd, og ætti það að vera nægileg röksemd fyrir hækk- aðri fjárveitingu. En fjármagnið eitt nægir ekki til að koma þessum málum í rétt horf. Til þess þarf m. a. heildar- áætlun um landgræðslustarfið, meiri samvinnu og samræmingu þeirra aðila og stofnana, sem að landgræðslu starfa, auknar rann- sóknir á þessum sem og á öðrum sviðum náttúruverndar, aukið plöntuval til landgræðslu, og síð- ast en ekki sízt — stuðning og þátttöku allra landsmanna. Þau fósturlaun skulda íslendingar landi sínu. 20 Reykjavík, 2. apríl 1970. Ingvi Þorsteinsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.