Samvinnan - 01.04.1970, Page 22

Samvinnan - 01.04.1970, Page 22
Þverd i Laxárdal, gamli bœrinn. Ljósm. Páll Jónsson. ingum. Eða hver er svo einstreng- ingslegur náttúruverndarmaður akandi um þjóðvegi landsins, að hann amist við sauðkind í hlíð eða hrossastóði á grundum eða kúm í stargresi meðfram vegin- um, þar sem hvert dýr er svo sem eðlilegur hluti af hinu nátt- úrlega umhverfi? Nei, búskapurinn hefur unnið sér fullan þegnrétt í náttúrunnar ríki á íslandi eins og annarsstað- ar. En það er bara ekki sama, hvernig sá búskapur er, sem hef- ur lagt undir sig landið. Vissu- lega sér maður stundum þær bú- jarðir, jafnvel heilar sveitir, þar sem búskapurinn er þess háttar, að flokka má undir náttúruspjöll, og manni verður á að óska, að öll mannanna verk væru farin af yfirborði jarðar og landið aft- ur horfið til síns upprunalega ástands. Niðurstaðan verður því sú, að skynsamlegur búskapur og hóf- samleg nytjun sé jafnframt ein tegund náttúruverndar sam- kvæmt ríkjandi skilningi nútím- ans á hugtakinu. En þessi tegund náttúruverndar getur verið vandasöm, og því ber að leggja áherzlu á orðin skynsamlegur og hófsamlegur. Að framleiða mikið magn sauðfjárafurða án þess að ofbjóða þoli beitarlandanna, það er einn vandinn. Að fullnytja hlunnindi án þess að ganga of nærri stofninum, sel, fugli, fiski o. s. frv., það getur líka verið vandi. Og að stofna til hverskon- ar mannvirkjagerðar á landi sínu, ræktunar, vegagerðar, bygginga yfirleitt, að búa nútímabúskap með þcim voldugu tækjum, sem tæknin hefur lagt okkur upp í hendur, og spilla þó ekki gæðum og fegurð landsins, það getur ver- ið mjög mikill vandi. Niðurnídd girðing, ryðguð vél við veginn, óhrjálegur skurðruðningur, kalin nýrækt, allt eru þetta afleiðingar af landsnytjum, sem hafa haft í för með sér náttúruspjöll. And- stæður alls þessa, sem hér var nefnt, er oft og réttilega kallað búmenning, en það má líka flokka undir náttúruvernd. Borið saman við þau risavöxnu vandamál, sem aðrar þjóðir og þar á meðal bændur eiga við að stríða í náttúruspjöllum samfara háþróuðum atvinnuvegum, þá eru okkar vandamál í sannleika smá- vægileg. Gróður- og jarðvegseyð- ing, að svo miklu leyti sem rekja má hana til ofbeitar, er vafalaust alvarlegasta vandamálið náttúru- verndarlegs eðlis, sem að land- búnaði okkar snýr. Svo er talið, að um ofbeit sé enn að ræða í vissum afréttarlöndum hér og þar um land. Þarna er verk, sem bændur og félagssamtök þeirra verða að vinna að í samvinnu við alla þá, sem geta og vilja leggja hönd á plóginn og snúa vörn í sókn. Þegar á allt er litið, held ég samt, að hvorki við bændurnir sjálfir né heldur meðbræður okk- ar í þjóðfélaginu, meðeigendur okkar að landinu, þurfi að vera mjög óánægðir með, hvernig við höfum farið með og ávaxtað arf- inn, verndað þá auðlindina, sem okkur var trúað fyrir. En þó er rétt, að aðrir kveði þar upp dóm- inn. Þegar við að lokum lítum yfir allt sviðið og athugum, hvernig þjóðin er á vegi stödd með sín náttúruverndarmál, þá held ég að niðurstaðan verði sú, að við ættum að óska sjálfum okkur til hamingju, einkum þegar við lít- um einnig til annarra þjóða. Strjálbýlið, sem við kvörtum svo mikið undan, er líklega þegar allt kemur til alls hin mesta blessun. Og sjálf lega landsins á mörkum hins byggilega heims er eftir allt saman hin heppilegasta. Hún skapar sín vandamál; það gera allar breiddargráður. En hún bægir frá okkur sumum þeim vandamálum sem þéttbýl hlýrri lönd eiga við að stríða og yfir- stíga öll þau vandræði, sem við þekkjum eða erum líklegir til að þurfa að glíma við. Það eru furðumikil sannindi í þessum gömlu ljóðlínum þjóð- skáldsins: Oft finnst oss vort land eins og Helgrindahjarn, en hart er það aðeins sem móðir v;ð barn ... Ég hélt í gamla daga, að þetta væri ekki annað en mannalæti til að hressa sig með, en nú sé ég, að það er annað og miklu meira. Tjörn í Svarfaðardal, 22.3. 1970. Hjörtur Eldjárn Þórarinsson. Jakob Björnsson: Um náttúruvernd me& sérstöku tilliti til virkjana á íslandi Þau sjónarmið, er fram koma í grein þessari, eru min eigin og ekki fremur en verkast vill sjón- armið þeirrar stofnunar er ég starfa fyrir. 1. Nokkrar almennar hugleið- ingar um náttúruvernd 1. 1 Hvað er náttúruvernd? Orðið náttúruvernd hefur enn sem komið er býsna óljósa merk- ingu. í skrifum og umræðum um þessi mál, sem hafa farið mjög vaxandi að undanförnu, hefur mátt greina eftirtaldar merking- ar þessa orðs. í gildandi lögum um náttúruvernd verður hins sama vart. Orðið náttúruvernd er noi,að um: (1) Ráðstafanir til að varðveita sem sýnishorn, í vísindaleg- um tilgangi, náttúru tiltekins svæðis, algerlega ósnortna af manna völdum. (2) Ráðstafanir til að tryggja að nýting mannsins á umhverfi sínu í tilteknum efnahags- legum augnamiðum spilli ekki, eða eyðileggi, mögu- leika á nýtingu þess í öðrum tilgangi, óefnahagslegum. (3) Ráðstafanir til að skapa al- menningi aðstöðu til útilífs og hvíldar utan þéttbýlis. Af fyrstnefnda taginu er t. d. verndun Surtseyjar eða Eldeyjar. Borið saman við verkefni nátt- úruverndar í heild er hlutur þessa þáttar þó fremur lítill. Sér- staklega mun hann verða það í framtíðinni. Annar þátturinn er svonefnd umhverfisvernd, sem nú er vax- andi vandamál hvarvetna um heim. Notkun mannsins á straum- vötnum til brottflutnings úr- gangsefna frá iðnaði og borgum rekst á notkun hans á sömu vötn- um til drykkjar, baða og fleiri nota. Nýting hans á andrúmsloft- inu til þess að hleypa út í það út- blæstri bifreiða og reyk frá iðju- verum og hýbýlum rekst á nýt- ingu þess sem súrefnisgjafa fyrir manninn sjálfan og annað líf á jörðinni, sem hann notfærir sér. Þannig mætti lengi telja. Þetta er langsamlega veigamesti þátt- ur:nn í náttúruvernd, svo að þar kemur enginn samjöfnuður til greina. Þriðji þátturinn er í rauninni aðeins hluti af (2). Nýting manns- ins á umhverfi sínu til útilífs, íþróttaiðkana og hvíldar er í engu verulegu frábrugðin nýtingu til annarra nota, og hætta á mengun og annarri röskun umhverfis frá upprunaleik er þar til staðar. Þetta munu þeir fljótlega sann- færast um sem komið hafa á staði erlendis sem nú orðið eru fjölsóttir af ferðamönnum og sumarleyfisfólki, en voru áður „ósnortnir". Nýlega var sagt frá því í Sunnudagsblaði Tímans, í norskri grein sem Jónas Jónsson ráðunautur þýddi, að í því strjál- býla landi Noregi hafi frárennsli frá sumarbústaðahverfi spillt drykkjarvatni í nágrenninu. Jafn- vel þótt komast megi hjá slíku halda fjölsóttir ferðamannastað- ir ekki „ósnortnu“ svipmóti nema að takmörkuðu leyti. 1. 2 Grundvöllur skynsamlegra umræðna um náttúruvernd Sem fyrr segir er það annar þátturinn af þeim sem taldir voru, þ. e. umhverfisverndin, sem hlýtur að verða langsamlega veigamesti þáttur náttúruverndar í framtíðinni. Umhverfismálin eru hvarvetna að verða stórmál. Veldur því fólksfjölgunin í heim- inum og tækniþróunin. Þar eð þetta hvorttveggja hefur verið mjög ört í seinni tíð, vex þessi vandi óðfluga. Vandi umhverfismálanna er fólg'nn í skorti á jafnvægi í mót- un mannsins í umhverfi sínu. Hann hefur ekki gætt þess að skoða málið í samhengi; ekki at- hugað að mótun eins umhverfis- þáttar í eina átt hafði jafnframt áhrif á annan umhverfisþátt í aðra átt. Segja má að skort hafi kerfissýn. Þess var ekki nægilega gætt að skoða manninn og um- hverfið sem heildstætt kerfi er vera þyrfti í jafnvægi. (Skoðað til skamms tíma. Þegar til lengri tíma er litið er varla nokkurt jafnvægi til í náttúrunni; allt er sífelldum breytingum undirorpið og í sífelldri þróun). Segja má, að viðleltni til náttúruverndar sé viðbrögð við þessum skorti á jafnvægisskyni mannsins í mótun sinni á umhverfinu. Hin öra tækniþróun hefur vald- ið því, að viðbrögð þessi hafa sumpart orðið ofsafengin og nei- kvæð. Dregnar hafa verið hroll- 22

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.