Samvinnan - 01.04.1970, Qupperneq 24

Samvinnan - 01.04.1970, Qupperneq 24
fremur bundin vatni en olíu. Vinnsla olíu úr jörðu er miklum mun hættulegri umhverfinu en virkjun vatnsafls. Og loks mættu þeir minnast þess, að íslenzkar vatnsaflsvirkjanir eru yfirleitt mjög smekklega gerðar og falla vel að umhverfi sínu, ég vil segja óvenjulega vel sumar hverjar. Ég hef séð vatnsaflsstöðvar í ýmsum löndum og get vel borið um þetta. Engin ástæða er til að ætla að breyting verði í þessu efni í framtíðinni. 2. 3 Nokkur orð almennt um efnahagsþróun og mannvirkja- gerð á íslandi En þó að þetta sé sagt, er samt augljóst að nýting á vatnsorku landsins táknar miklu stórfelldari ígrip í náttúru þess og umhverfi allt en þekkzt hafa til þessa hér á landi. Vötnum verður breytt, stöðuvötn sköpuð. Allt þetta eru vissulega stórfelldar breytingar. En þetta er ekki sérstakt fyrir nýtingu vatnsorku. Nýting jarð- hitans táknar einnig breytingar á umhverfinu. Ef hér finnast verð- mæt jarðefni, hefur vinnsla þeirra samskonar vanda í för með sér. Um það er kísilgúrverk- smiðjan við Mývatn nærtækt dæmi. Útfærsla þéttbýlis sömu- leiðis. Verksmiðjur af margvís- legu tagi, hvort heldur þær nýta orku landsins eða efni — eða hvorttveggja. Fiskveiðar okkar hafa stórfelld áhrif á lífið í sjón- um umhverfis landið. Það er sama hvar drepið er niður. Öll starfsemi hefur í för með sér meiri eða minni breytingar á um- hverfinu. Hvers vegna er ég að rekja svona augljósar og alkunnar stað- reyndir? Af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess, að ígrip mannsins í umhverfi sitt eru ennþá svo lítil hér á íslandi að margir taka ekki eftir þeim, og í öðru lagi vegna þess að ýmsir, jafnvel merkir og málsmetandi menn, virðast ímynda sér að svona geti þetta haldið áfram til eilífðarnóns. ísland virðist í þeirra draumum og framtíðarsýn eiga um aldur og ævi að vera hið „ósnortna land“. Þeir leyfa að vísu menn og sauðfé í landinu, og eru þó sumir í talsverðum vafa um síðarnefndu tegundina. Nýlega birtist í dagblaði hér á landi viðtal við einn okkar ágætu náttúrufræðinga. í því lét hann þess getið, að ýmsir vildu „gjör- breyta landinu". Við því yrði að „sporna“. Takið eftir orðalaginu. Ekki er talað um að hafa aðgát í slíkri gjörbyltingu; ekki um að fara verði varlega, gæta sín eða eitthvað því um líkt. Nei. Við þessu verður að sporna. Breyt- ingin er af hinu illa í sjálfu sér. Status quo skal blífa. Sjálfsagt eiga slík viðhorf með- fram rót sína í því að menn vara sig ekki á hraða efnahagsþróun- arinnar. Þjóðin hafði búið í þús- und ár á íslandi án þess að hægt væri að tala um efnahagslegar framfarir. Atvinnuvegir lands- manna stóðu í stað. Fólksfjöldinn sömuleiðis. Þjóðin og landið höfðu nánast vaxið saman í eina óbreytanlega samfellu, sem var í innbyrðis jafnvægi. Við þekkjum það jafnvægi. Ef harðnaði í ári féll fólk, alveg eins og grasið á jörðinni. Þetta var jafnvægi eymdarinnar. Efnahagsleg framþróun á ís- landi er ekki eldri en öldin sem við lifum á. Hafa menn velt þvi fyrir sér hvað efnahagsleg fram- þróun táknar? Árlegur hagvöxtur um 3%, sem mér skilst að ekki þyki tiltakanlega ör vöxtur nú á tímum, táknar tvöföldun á hverj- um 30 árum. Á hverjum tíma hef- ur jafnmikil efnahagsleg velmeg- un verið sköpuð á síðustu 30 ár- um eins og í gjörvallri sögu mannsins þar til fyrir 30 árum. Á árunum 1970—2000 verða skv. því sköpuð jafnmikil efnaleg gæði eins og nú hafa verið sköp- uð frá upphafi vega. Ef þetta er haft í huga hygg ég að flestir geti orðið mér sam- mála um, að ef íslendingar ætla að búa í landi sínu við svipuð efnahagsleg lífskjör og nágrann- arnir í Evrópu og Ameríku, verða þeir að gjörnýta auðlindir bæði sjálfra sín, landsins og sævarins umhverfis það. Þá vaknar spurningin: Táknar þetta ekki miklu stórfelldari breytingar á náttúru landsins og umhverfinu yfirleitt en þjóðin hefur þekkt til þessa? Verður ekki réttnefni að tala um að gjör- breyta landinu? Ég fyrir mitt leyti svara þess- ari spurningu afdráttarlaust ját- andi. Er hægt að svara henni á annan veg? Ég held ekki. Hitt er annað mál, að sumir kunna að telja að efnahagslegar framfarir til jafns við aðrar þjóð- ir séu ekki endilega eftirsóknar- verðar. Við slíkri skoðun er ekk- ert að segja. En mun meginhluti þjóðarinnar fallast á hana? Niðurstaða þessara hugleiðinga er því þessi: Ef íslenzka þjóðin ætlar sér að búa í landinu við svipuð efnaleg lífskjör og þau gerast bezt annars staðar, verður hún að gjörnýta auðlindir lands- ins, sem aftur táknar að gjör- breyta landinu að segja má. Þetta tvennt er óaðskiljanlegt. 2. 4 Hvert á hlutverk náttúru- verndar að vera í þessari þróun? En hvernig gjörbreytum við Af þessu leiðir, að í náttúru- vernd mun spurnmgin hvernig verða hin allt yfirskyggjandi spurning. Ekki hvort, heldur yfirgefa hið þekkta og leggja út í hið óvissa? Það gætu orðið mis- tök. „Við gjörbreytingum verður að sporna“. Þetta er viðhorf Úr Arnarfellsmúlum. Ljósm. Finnur Guðmundssoti. landinu? Það er alls ekki sama hversu að því er farið. Verður þess gætt, að umhverfi okkar myndar samfellt kerfi, þar sem eitt leiðir af öðru? Verður séð fyrir nýju jafnvægi um leið og því er breytt sem fyrir er? í stuttu máli: Verður hið nýja hannaða umhverfi með þeim hætti að þar geti dafnað mann- legur þroski og hamingja? Að tryggja að svo verði er að mínu viti það hlutverk náttúru- verndar sem öllum öðrum hlut- verkum hennar er mikilvægara. hvernig. Hvernig munum við haga umhverfi okkar; hvernig breytum við því? Eins og ég þyk- ist hafa sýnt fram á, getur hitt ekki verið nein spurning, hvort við gerum það. Því hef ég lagt áherzlu á þetta, að þarna skilur milli jákvæðs og neikvæðs viðhorfs í náttúru- verndarmálum. Neikvæð náttúru- vernd leggur áherzlu á spurning- una hvort. Hvort nokkru skuli breyta yfirleitt. í hennar augum er status quo það bezta. Allt hið nýja er óvissu undirorpið. Á að Frá Mývatni. Ljósm. Páll Jónsson. 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.