Samvinnan - 01.04.1970, Qupperneq 27
leyst á hliðstæðan hátt og virkj-
un Gullfoss. Sé miðlunin gerð á
annað borð, eyðileggjast núver-
andi varpstöðvar gæsarinnar.
Að mínum dómi er það þjóð-
inni of dýrt að bjarga þeim nátt-
úruverðmætum sem hér um ræð-
ir með því að hætta við miðlun-
ina. En hitt tel ég sjálfsagt að
leita annarra, ódýrari leiða til
björgunar þeirra.
Til að firra gæsastofninn tjóni
þarf að efla svo varpstöðvar gæs-
ai’innar utan Þjórsárvera, eða
skapa nýjar, að það vegi upp á
móti missi Þjórsárvera. Ýmsir
náttúrufræðingar draga í efa að
slíkt sé gerlegt, en viðurkenna
að rannsóknir skorti til þess að
úr því verði skorið. Ég tel sjálf-
sagt að rannsóknir í því augna-
miði verði hafnar. Vitaskuld verð-
ur ekki sagt um það með vissu
fyrirfram hvort þær bera árang-
ur. En slíkt er engin röksemd
gegn þeim. Árangur markmiðs-
bundinna rannsókna er yfirleitt
ekki tryggður fyrirfram. Samt
eru slíkar rannsóknir stundaðar.
Án þeirra yrðu litlar framfarir.
Áhætta fylgir allri framþróun.
í fyrra lagði Náttúruverndar-
ráð til við Menntamálaráðuneyt-
ið, að Þjórsárver yrðu friðlýst.
í ályktun ráðsins segir, að mikil-
vægt sé að engu verði raskað i
Þjórsárverum. Sem sagt status
quo. Banna, banna. Sem betur
fer fór Menntamálaráðuneytið
ekki að þessari tillögu ráðsins, en
skömmu síðar beitti ríkisstjórnin
í heild sér fyrir því, að viðræður
um málið voru teknar upp milli
náttúrufræðinga og virkjunarsér-
fræðinga. Standa þær nú yfir. En
vel hefði Náttúruverndarráð
sjálft mátt eiga frumkvæðið að
þeim viðræðum, í stað þess að
samþykkja friðlýsingartillöguna.
En rétt er að geta þess, að ekki
mun ráðinu hafa verið Ijóst, er
það samþykkti tillögu sína, um
hvaða efnahagsleg verðmæti hér
er að tefla.
Mývatn og Laxá
Um virkjun Laxár í Suður-Þing-
eyjarsýslu hafa sem kunnugt er
staðið miklar og harðar deilur að
undanförnu. í þeim deilum hefur
margt verið sagt af lítilli skyn-
semi, en með því meiri hávaða.
Er ekki ætlunin að rekja þær
deilur hér.
Enn er virkjun Laxár skammt
á veg komið. Eftir að Gljúfurver
er komið til sögunnar er neðsti
virkjunarstaðurinn, Brúar, samt
ekki fullvirkjaður, þar eð þá er
eftir að nýta neðsta hluta fallsins.
Sú framkvæmd, sem mestum
deilum um náttúruvernd hefur
valdið, er Suðurárveita, þ. e.
aukning á rennsli Laxár með
veitu úr Suðurá. Aðrar ráðgerðar
framkvæmdir, eins og stíflugerð-
in, hafa fremur verið ræddar út
frá öðrum sjónarmiðum en nátt-
úruvernd. Þannig hefur verið
dregið í efa að stíflan væri nægi-
lega örugg; talið óæskilegt að
jarðir færu í eyði í Laxárdal;
talið að virkjunin myndi spilla
efnahagslegum ávinningi af lax-
veiðum og fiskrækt o. s. frv.
Þetta síðasttalda verður tæplega
flokkað undir náttúruvernd; þar
er um að ræða árekstur tvenns-
konar verðmæta, sem bæði eru
efnahagsleg, þ. e. afraksturs af
landbúnaði og veiðiskap annars
vegar og orkuvinnslu hins vegar.
En Laxá býður upp á enn meiri
virkjunarmöguleika en við Brú-
ar. Frá Mývatni niður að fyrir-
huguðu lóni í Laxárdal er á ann-
að hundrað metra fall, og í
Kráká er sömuleiðis svipuð fall-
hæð tiltæk. Með Suðurárveitu
verða þessar fallhæðir álitlegri
til virkjunar. Með veitu úr Skjálf-
andafljóti eykst enn hagkvæmni
þeirra. Virkjunin við Brúar er
þannig aðeins byrjunin og Gljúf-
urver er aðeins hluti af fullvirkj-
un við Brúar.
Mývatn og hlutar Laxár eru
talin um margt einstæð frá nátt-
úrufarslegu sjónarmiði. Um það
er því ekki að villast að þar er
um mikil náttúrufarsleg verðmæti
að ræða, sem geta spillzt við
mannvirkjagerð ef gálauslega er
að þeim staðið.
En fleira eru mannvirki en
virkjanir. Á botni Mývatns er hrá-
efni er nægir stórfelldum verk-
smiðjurekstri um langan aldur.
Aðstæður eru því til að marg-
falda núverandi verksmiðjurekst-
ur í Mývatnssveit, enda þegar
unnið að aukningu hans. í næsta
nágrenni Mývatns, við Námafjall,
er háhitajarðvarmasvæði. Nýting
þess hefur í för með sér marg-
háttaða mannvirkjagerð. Hótel-
rekstur og fyrirgreiðsla ferða-
manna, með tilheyrandi umferð,
fer vaxandi. Síðast en ekki sízt er
umhverfi Laxár og Mývatns stórt
landbúnaðarsvæði. Þetta síðast-
talda, landbúnaðurinn, vill stund-
um gleymast þegar rætt er um
náttúruvernd. Sumir rómantískir
menn telja jafnvel sveitabýli
hluta af sjálfri náttúrunni. Það
eru þau vissulega, en á sama
hátt og öll mannabyggð. Menn
verða að gera sér grein fyrir 'því,
áð nútíma landbúnaður, með olíu-
knúnum farartækjum og vinnu-
tækjum, tilbúnum áburði, fram-
ræslu, og notkun margháttaðra
gerviefna, bæði í húshaldi og bú-
verkum, á mjög lítið skylt við
landbúnað aldamótanna, frá nátt-
úruverndarsjónarmiði séð.
Af þessu má ljóst vera, að
á Laxár-Mývatnssvæðinu þarf hið
fyrsta að koma til heildarhönnun
alls umhverfisins, þar sem tekið
er tillit til allra þeirra atriða er
að framan voru nefnd — ekki
bara virkjana og náttúrufars.
Nauðsynlegt er að hefja skipu-
legar rannsóknir hið fyrsta með
þetta fyrir augum. Slík heildar-
hönnun verður að vera sameigin-
legt verkefni allra þeirra aðila
er þarna eiga hlut að máli. Hún
kemst ekki á með því að fela
Náttúruverndarráði einskonar al-
ræðisvald á svæðinu, svo sem
lagt er til í vanhugsuðu lagafrum-
varpi sem nú liggur fyrir Alþingi.
Náttúruverndarráð á vissulega að
vera einn aðili að slíkri hönnun,
en aðeins einn af möi’gum. Svona
mál verða ekki leyst með offorsi
og bægslagangi, heldur með ró-
legri íhugun og starfi kunnáttu-
manna. Markmið slíkrar heildar-
hönnunar á að vera að finna
skynsamlegt jafnvægi milli varð-
veizlu náttúrufarsins annars veg-
ar og nýtingar á auðlindum svæð-
isins hins vegar. Um það ættu
allir skynsamir og sanngjarnir
menn að geta orðið sammála.
Með hliðsjón af þeim margvís-
legu auðlindum sem Laxár-Mý-
vatnssvæðið hefur að geyma, og
að framan er vikið að, virðist mér
það nálgast barnaskap að ímynda
sér að núverandi umhverfi á
svæðinu geti haldizt óbreytt. Með
því er vitanlega ekki sagt, að ein-
stakir staðir, svo sem gígar, eld-
fjöll, eyjar o. fl., geti ekki haldizt
óbreyttir innan skynsamlegs
heildarskipulags.
Vafalaust koma upp margvísleg
vandamál í sambandi við slíka
heildarhönnun. En þau verður að
leysa eftir beztu getu.
Sem fyrr segir er það aðallega
Suðurárveita sem gagnrýnd hefur
verið frá hreinu náttúruverndar-
sjónarmiði. Annars konar efna-
hagsleg nýting Laxár en til orku-
vinnslu, svo sem til veiðiskapar,
svo og öryggissjónarmið, hafa
einkum ráðið ferðinni í gagnrýni
á Laxárdalslóninu og stíflunni.
Þótt ég vilji á engan hátt gera
lítið úr þessum sjónarmiðum, eru
þau utan ramma þessarar greinar.
Mun ég því hér aðeins fjalla um
Suðurárveitu, til viðbótar því sem
þegar er sagt.
Áætlanir sýna, að sú viðbótar-
orka, sem Suðurárveita gefur, er
með eindæmum ódýr. Þær sýna
einnig, að þessarar viðbótarorku
mun ekki verða þörf fyrir al-
menna raforkunotkun fyrr en
undir 1990. Nægur tími mun því
gefast til að hanna Suðurárveitu
í einstökum atriðum á þann veg
að ekki verði náttúruspjöll að, og
til nauðsynlegra rannsókna í því
skyni. Hið mjög lága orkuverð
frá rafveitunni gerir það einnig
að verkum, að hún hefur mjög
í'úmt svigrúm í orkukostnaði áður
en aðrir valkostir verða henni
hagstæðari, kostnaður hennar má
margfaldast áður en til þess
kæmi.
Allt þetta gerir það að verkum,
að frá náttúruverndarsjónarmiði
virðist engin minnsta ástæða
vera til að stöðva þá áfanga
Gljúfurvers sem á undan koma
Suðurárveitu. Jafnsjálfsagt er svo
hitt, að hefja hið fyrsta nauðsyn-
legar rannsóknir til að hanna
veituna í smáatriðum þannig að
eigi verði spjöll að. Með „spjöll-
um“ er að sjálfsögðu ekki átt við
að ekkert megi breytast neins-
staðar á vatnasviði Laxár, heldur
hitt, að eigi verði eftir gerð veit-
unnar ríkjandi jafnvægisleysi í
umhverfinu, er smám saman leiði
til eyðingar á verulegum hluta
lífkerfis þess. Sem sagt, að nýtt,
en viðunandi jafnvægisástand
ríki; ekki endilega hið uppruna-
lega.
3. Lokaorð
Það sem hér að framan hefur
verið rakið má draga saman í
fáeinar meginniðurstöður:
1. Náttúruvernd hefur mjög
miklu hlutverki að gegna hér
á landi í framtíðinni, og þá
fyrst og fremst í því skyni að
tryggja manninum viðunandi
umhverfi.
2. Efnahagsþróunin hér á landi
í framtíðinni mun gera nauð-
synleg miklu stórfelldari ígrip
í náttúru landsins en við höf-
um kynnzt til þessa.
3. Afar mikilvægt er að náttúru-
verndarmenn líti víðsýnum
augum á hlutverk sitt og starfi
að því á jákvæðan hátt. í því
felst fyrst og fremst að gera
sér Ijósan óhjákvæmileik þess
að nýta auðlindir landsins, og
að reyna fremur að móta
framkvæmdir en að stöðva
þær eða standa á móti þeim;
að taka upp samstarf við
tæknimenn í stað þess að
streitast á móti þeim. Til slíks
samstarfs eru tæknimenn á-
reiðanlega fúsir.
Ekki er vafi á, að með slíku já-
kvæðu samstarfi mun takast að
gera hvorttveggja í senn: Að
tryggja íslendingum efnahagsleg
lífskjör á borð við hin beztu ann-
arsstaðar og tryggja þeim jafn-
framt heilnæmt og ánægjulegt
umhverfi.
Jakob Björnsson.
27