Samvinnan - 01.04.1970, Page 30

Samvinnan - 01.04.1970, Page 30
Séð frd Brúum til Kinnarfjalla. Ljósm. Edvard Sigurgeirsson. að því leyti ekki sambærileg, að þar væri um að ræða eignarnám á hluta af landi jarða, í stað heill- ar byggðar, með meira en 1000 ára sögu að baki. Varðandi matið á veiðihlunn- indunum var stuðzt við núver- andi verðmæti veiðihlunninda í góðum laxveiðiám og væntanlegt framtíðarverðgildi þeirra eftir að ræktun árinnar hefur komið til framkvæmda. Miðað við þennan grundvöll var niðurstaða matsins í Laxárdal í heild 697 milljónir kr. Tjón í öðrum byggðarlögum, sem hinar ráðgerðu virkjunar- framkvæmdir gætu valdið, hefur enn ekki verið metið, en mats- mennirnir benda á að það mund’ óhjákvæmilega skipta gífurlegum fjárhæðum, bæði á Skjálfanda- fljótssvæðinu, í Mývatnssveit, Aðaldal og Reykjahverfi. Þetta tjón sé þó miklum erfiðleikum bundið að meta fyrirfram, sökum þess hve erfitt er að gera sér grein fyrir hinum fjölþættu af- leiðingum vatnsflutninganna á byggðina og búskaparmöguleika bænda. Skal í þessu sambandi skírskotað til álitsgerðar Búnað- arfélags íslands um þetta atriði, en félagsstjórnin skilaði ýtarlegri álitsgerð um Laxárvirkjunarmálið sl. haust; segir þar orðrétt: „Samkvæmt framansögðu eru óyggjandi rök fyrir því, að bú- skapur bænda umhverfis væntan- lega Gljúfurversvirkjun bíður stórhnekki ef af framkvæmd verður á þeim grundvelli, sem áætlað er. Er það þyngst á met- um, að Laxárdalur, þessi fagri og ágæti búsældardalur, sem á sér auk þess mikla menningar- lega sögu, verður lagður til auðn- ar með því að fylla með vatni meirihluta dalbotnsins, sem jafn- framt er verðmætasta landið. Þetta tilbúna stöðuvatn ógnar svo íbúum hinnar fögru búsældar- sveitar, Aðaldals, ef hin mikla stífla brysti í náttúruhamförum eða af völdum styrjaldar, svo að vatnið steyptist yfir dalinn. Gæt’ slíkt valdið líftjóni mörg hundr- uð manna og gífurlegu eigna- tjóni. Hluti Mývatnssveitar verð- ur við þessa framkvæmd lítt byggilegur, enda er þetta lang- verðmætasta land sveitarinnar frá búnaðarsjónarmiði, og bú- skaparskilyrði skert til muna í öðrum nærliggjandi sveitum. Einni fegurstu og dýrmætustu laxveiðiá landsins, Laxá í Aðal- dal, er stofnað í hættu með því að yfirfylla hana af vatni, sem tekið er frá annarri lax- og sil- ungsveiðiá — Skjálfandafljóti — svo báðar bíða tjón á fegurð sinni og veiði.“ Um ráðgerð stíflumannvirki í Laxá og áhættusvæði í Aðaldal segir matsnefndin í álitsgerð sinni m. a.: „Ef reist yrði 57 m há jarðvegsstífla í Laxárgljúfri með allt að 200 milljón rúmmetra uppistöðu að baki stíflunnar, myndaðist alvarlegt áhættusvæði í dalnum, sem liggur á annað hundrað metrum neðar en stíflu- lónið. Bilun stíflunnar vegna jarðskjálfta eða af áraun vatns og veðurfars gæti valdið þar gíf- urlegu tjóni á mannslífum, bú- stofni, mannvirkjum, gróðurlend- um og öðrum náttúruverðmætum. Á þessu svæði eru dýrmætustu veiðistaðir Laxár og víðfrægt náttúruumhverfi. Yrði að gera ráð fyrir, að það eyðilegðist með öllu, ef flóð, með eðlilegum ham- förum og aurburði, steyptist þar niður með sínum ægilega eyði- leggingarmætti. Á þessu hættu- svæði eru 40—50 býli, og mætti búast við, að meirihluta þeirra biði algjör tortíming. Er þess skemmst að minnast, að nú fyrir nokkrum dögum birtust myndir í sjónvarpi af hruninni jarðvegs- stíflu í Mendoza í Argentínu, þar sem margir fórust, hundruð lim- lestust og þúsund manns misstu heimili sín og eignir. Þó var stífla þessi talin „mjög lágreist11. Það er auðséð af þessu og fleiri dæm- um, að enginn getur tekið fulla ábyrgð á mannvirki því sem ráð- gert hefur verið í Laxárgljúfri, sízt af öllu á jarðskjálftasvæði því, sem þar er til staðar. Til við- bótar kemur svo það, að sam- kvæmt grein í tímaritinu Science útgefnu í Washington í janúar 1970 halda amerískir jarðfræð- ingar því fram, að uppistöðulón hafi margsinnis hleypt af stað jarðskjálftum á sprungusvæðum. Gerist það með því, að vatn seytli niður í gamlar sprungur og hafi þau áhrif, að þær gef; snögglega eftir gagnvart hliðar- strekkingu á jarðlögum. Þetta hefur gerzt jafnvel þar sem ekki eru talin jarðskjálftasvæði og nefnd í greininni um það fleiri dæmi.“ Viðskipti virkjunaraðila við Þingeyinga f sambandi við fyrri fram- kvæmdir við Laxá verður ekki hjá því komizt að minnast á við- skipti virkjunaraðila við bændur á Laxársvæðinu. Árið 1946 voru hafnar vatnsmiðlunarfram- kvæmdir við útfallskvíslar Laxár úr Mývatni. Byrjað var á því að sprengja niður Dragseyjarfoss í Syðstukvísl hjá Haganesi, þrátt fyrir mótmæli landeigenda, og þar gerð stífla með lokum, sem eru opnar á sumrin en lokaðar á vetrum. Síðan var hafizt handa um byrjunarframkvæmdir hjá Geirastöðum 1953 í Yztukvísl, með því að grafinn var nýr far- vegur úr vatninu og stífla sett í hann með lokum. Þessu verki var lokið 1960. Til þessara fram- kvæmda var einnig stofnað án samninga við landeigendur. Er þeim var að ljúka, var loks látið uppskátt að hér skyldi eigi staðar numið heldur ætti að loka Mið- kvísl og Syðstukvísl líka um alla framtíð og til þess fengið ráð- herraleyfi, þó fyrst bæri að leita samkomulags við landeigendur. Á sameiginlegum fundi aðila um málið varð þó samkomulag um að hefja ekki þessar framkvæmdir við Miðkvísl, fyrr en séð væri hvort þess gerðist þörf. Við þetta var þó ekki staðið, heldur byrjað á framkvæmdum strax 1960 og þeim lokið árið eftir, þrátt fyrir mótmæli Mý- vetninga. Frá þessari fram- kvæmd var gengið þannig, að þessari stærstu kvísl Mývatns var lokað að öðru leyti en því að byggður var silungastigi til mála- mynda í sambandi við stífluna, en þannig að enginn fiskur hefur komizt um hann vegna vatns- skorts. Bezta silungsveiðikvíslin við Mývatn var algjörlega eyði- lögð og rofin hin frjálsa fiskferð milli vatns og ár. Er það skoðun Mývetninga, að framkvæmdir við Miðkvísl hafi ekki verið nauð- synlegar, og því óforsvaranlegt að gera þær, áður en úr þessu fékkst skorið. Haustið 1959, þegar fram- kvæmdir stóðu yfir við Mývatns- ósa, gerði mikið stórhríðarveður 8. nóvember, með þeim afleiðing- um að allt rennsli í Laxá úr Mývatni stöðvaðist. Vatnsþurrðin sem stóð í fulla þrjá sólarhringa var svo algjör í Laxá, að víða mátti ganga yfir hana þurrum fótum. Þegar óveðrið gerði, var Yztakvísl algjörlega stífluð, á- samt Miðkvísl sem var stífluð með timbri. Þessar fi’amkvæmd- ir voru aðalorsök að vatnsþurrð- inni í Laxá og hve vatnið náði sér seint fram eftir hríðina. Afleiðingarnar urðu örlagaríkar fyrir fiskræktina í Laxá. Lax- inn drapst í stórum stíl, og klakið í ánni eyðilagðist að mestu, með þeim afleiðingum að veiði minnkaði samkvæmt veiðiskýrslum um helming. Veiði- félag Laxár fór fram á það að virkjunaraðilar tækju þátt í að bæta ánni þetta áfall, með því að leggja henni til 2000 sjógöngu- seiði á ári í næstu fimm ár. Þessu hafnaði Laxárvirkjunarstjórn og hefur ekki bætt Laxá að neinu þetta mikla tión, en það hafa eig- endur árinnar nú gert að fullu á eigin kostnað. 30

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.