Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 31
Vorið 1967 tilkynntu fulltrúar virkjunaraðila bændum í Laxár- dal, að dalnum yrði sökkt undir vatn, og væri þeim því ráðlegast að hætta framkvæmdum á jörð- um sínum. Enginn lagalegur grundvöllur var til þessara at- hafna af hálfu virkjunaraðila, en þessi furðulega tilkynning hefur valdið Laxdælingum stórkostleg- um óþægindum og ófyrirsjáan- legu tjóni, sem m. a. hefur komið fram í synjun Stofnlánadeildar Búnaðarbankans um nauðsynleg framkvæmdalán. Eftir að vatns- miðlun var tekin upp frá Mý- vatni, hefur hún einnig valdið Laxdælingum verulegu tjóni með sand- og malarburði á tún og engi, auk hins ómælda tjóns á silungsveiði, sem allir bændurnir við Laxá ofan virkjunar hafa beðið vegna aðgerðanna við Mý- vatnsósa. Þó er þetta tjón allt smámunir einir hjá þeim skaða, er Laxárbændur á svæðinu hafa beðið af völdum stíflumannvirkj- anna við Brúar. Virkjunaraðilar hafa aldrei séð neina ástæðu til þess að gera laxgengt upp fyrir virkjun öll þau ár, sem liðin eru síðan þessi mannvirki voru gerð. Með þessari neikvæðu afstöðu hefur verið komið í veg fyrir eðlilega nýtingu hinna miklu og góðu fiskræktarmöguleika í efri hluta Laxár. Engar bætur hafa enn verið greiddar, svo vitað sé, fyrir allt þetta fjölþætta tjón og möguleikamissi á Laxársvæðinu. Skipun Laxárnefndar Vegna athugasemda veiðiréttar- eigenda við Laxá 1963 til Orku- stofnunar í sambandi við hugs- anlega vatnsflutninga til Laxár og ákvæða í vatnalögum, skipaði orkumálastjóri þrjá menn í nefnd 1964 til þess að kanna hugsanleg spjöll og „annað fjárhagslegt tjón“, sem hinir hugsanlegu vatnsflutningar kynnu að hafa í för með sér á svæðinu. Var til þess ætlazt að nefndin hraðaði störfum á grundvelli þeirra gagna, sem fyrir hendi voru, en benti jafnframt á hverra viðbót- arupplýsinga væri þörf til þess að gera málinu viðhlítandi skil. Virðist auðsætt að orkumálastjóri hafi gert ráð fyrir því, að athug- anir á grundvelli þeirra gagna, sem fyrir lágu, gætu leitt í ljós, að spjöll af virkjuninni yrðu svo mikil, að ekki teldist rétt að ráð- ast í hana. Þessu sinnti nefndin þó ekki, heldur dró starfið á lang- inn í full fimm ár eða þar til fullnaðaráætlun um Gljúfurvers- virkjun var frágengin af verk- fræðingi Laxárvirkjunar, þeim hinum sama og starfaði í sjálfri Laxárnefndinni, ásamt hinum tveim sem jafnframt voru starfs- menn Orkustofnunar. Það mun vera fágætt, að hlut- laus opinber nefnd sé þannig val- in, að allir nefndarmenn eigi í rauninni að endurskoða sín eigin verk og dæma þau, og hitt hvern- ig hún hagaði störfum sínum. Til þess að sýna vinnubrögðin við rannsókn á áhrifum væntanlegra vatnsflutninga frá Skjálfanda- fljóti má nefna, að aðeins voru tekin tvö aursýnishorn úr Kráká og því síðan slegið föstu að annað sé rétt en hitt rangt. Sýnishornið sem hafði nær tíu sinnum minna aurmagn er síðan lagt til grund- vallar útreikningunum um, að fyrirhugað uppistöðulón í Laxár- dal verði fimm til tíu þúsund ár að fyllast af frumburði. Til mæl- ingar á straumhraða Laxár vegna aukins vatnsmagns og ráðgerðrar vatnsmiðlunar voru t. d. notaðir tómir olíubrúsar, í meðvindi við minnsta rennsli, en mótvindi við mesta rennsli. Út frá þessum „vís- indalegu" rannsóknum virðist vatnsbreytingin í Laxá reiknuð og gefið út það álit að veiði í ánni muni „ekki versna“ við hana. Áhrif vatnstökunnar frá Skjálfandafljóti eru ekki talin rannsóknarverð og að engu getið í álitsgerð nefndarinnar. Ekki taldi nefndin neina ástæðu til að leita álits náttúrufræðinga Nátt- úruverndarráðs, Ferðamálaráðs, Búnaðarfélags íslands eða við- komandi bænda í héraði um fyrir- hugaðar náttúrufarsbreytingar og áhrif þeirra á lífsafkomu og atvinnuhætti í ekki minna en sex sveitarfélögum í héraðinu. Fimm ára starf sitt kórónar svo nefndin með því að segja, að dráttur á störfum hennar hafi orðið til góðs að því leyti, að lokið hafi verið við allar virkjunaráætlanir og þær fullfrágengnar, þegar nefndin skilaði áliti sínu. Vatnsbreytingin í Laxá Það er almennt viðurkennt af fiskifræðingum, að miðlunarvirkj- anir í fallvötnum séu hinn mesti skaðvaldur fyrir veiðiár og fisk- ræktarmöguleika þeirra. Með 57 m djúpu vatnsmiðlunarlóni í Lax- árdal mundi verða gjörbreyting á vatninu í Laxá. Botnfall líf- rænna efna og kæling sumar- vatnsins mundi valda grundvall- arbreytingu á gróðurfari árinnar og þar með lífsskilyrðum fiska í ánni. Rotnun lífrænna efna í hinu væntanlega uppistöðulóni gæti valdið mengun í vatninu í Laxá til tjóns fyrir fiskræktina. Dýpt lónsins kemur í veg fyrir að vatnið hlýni á eðlilegan hátt að vorinu og mundi valda því að fiskur gengi seinna í ána til mik- ils tjóns fyrir veiðiréttareigend- ur. Fyrri hluta júní yrði hitinn í lóninu mjög lágur, en undir venjulegum kringumstæðum er vatnshiti árinnar orðinn 10—15° C á þeim tíma. Aukinn straumhraði og vatns- borðsbreyting í Laxá vegna auk- ins vatnsmagns og miðlunar upp í a. m. k. 45 cm á dag mundi flytja með sér möl af hrygningar- stöðvunum og gæti jafnvel eyði- lagt þær, en hagstæð skilyrði náttúruklaks eru undir því komin að vatnið sé sem jafnast. Þá yrðu hinar miklu sveiflur á vatnsborði Laxár eyðilegging á henni sem sportveiðiá. Laxræktarmöguleik- ar efri hluta Laxár eru undir því komnir að ekki verði gert telj- andi uppistöðulón í Laxárdal, en samkvæmt fenginni erlendri reynslu og áliti fiskifræðinga hefur göngufiskur ríka tilhneig- ingu til að leggjast í virkjunar- lón, í stað þess að ganga á eðli- legan hátt upp í árnar. Allt þetta kæmi til með að valda vatna- svæðinu ófyrirsjáanlegu tjóni, auk skemmda á náttúrufari og gróðri meðfram ánni og í hólmum hennar. Afleiðingin yrði lífvana, gróðurlausir bakkar meðfram allri Laxá neðan virkjunar og svart, óhugnanlegt fjöruborð um- hverfis uppistöðulónið í Laxárdal upp í 6—7 m hæð frá lægsta vatnsborði. Þarf engum getum að því að leiða, hvernig Laxá liti út eftir að þessi áætlun kæmi til framkvæmda. í sambandi við vatnsbreytinguna í Laxá, þar sem hin mikilvægu, lífrænu efni yrðu að mestu skilin frá í ráðgerðu uppistöðulóni í Laxárdal og kæm- ust því ekki til sjávar, hafa sjó- menn bent á það að slík breyting gæti haft neikvæð áhrif á fisk- gengd í Skjálfandaflóa, eins og skeð hefur við strendur Egypta- lands af völdum Asúan-stíflunnar. Andstaða gegn „fyrsta áfanga“ Þingeyingar hafa lýst stuðningi sínum við rennslisvirkjun í Laxá innan núgildandi Laxárvirkjunar- laga, sem heimila 12 Mw virkj- un við Brúar á grundvelli sam- komulags um fyrirkomulag fram- kvæmdanna. Hafa þeir bent á, að eðlilegast sé að breyta þegar ráðgerðri virkjunartilhögun i samræmi við þetta. Með því væri unnt að fá bæði stærri virkjun og stórum hagkvæmari í einum áfanga, t. d. 10—12 Mw miðað við sjálfstæða virkjun, enda yrði ekki stefnt að frekari virkjunum í Laxá. Þessi lausn mundi tryggja ódýrari raforku á næstu árum, þangað til önnur virkjun stærri kæmist upp á heppilegri stað og ráðgerð samtenging raforkusvæð- anna norðan- og sunnanlands hefði farið fram. Þingeyingar standa hinsvegar gegn þeim áætl- unum virkjunaraðila að hefja framkvæmdir við hina svokölluðu Gljúfurversvirkjun. — 1. áfangi 7 Mw — en það er bygging svo stórra jarðgangna í Laxárgljúfri, að þau eiga að geta rúmað allt vatnsmagn Laxár ásamt viðbótar- vatni frá Skjálfandafljótssvæðinu og miðlunarútbúnaði á því, bygg- ing stöðvarhúss fyrir fullvirkjun ásamt kaupum á vélum, sem eru gerðar fyrir mesta fall fyrirhug- aðrar fullvirkjunar. Stór hluti þeirra framkvæmda verður aldrei nýttur, nema fullvirkjun komi til. Nú spyrja Þingeyingar: Hvers- vegna þetta stökkbretti til full- virkjunar án leyfa og lagasetn- inga? Hversvegna þessa óhag- stæðu og miklu fjárfestingu? Þeir geta ekki annað en dregið þá ályktun, að skapa eigi grundvöll til þess að knýja síðar fram stór- virkjun til bjargar þeim óhag- stæða rekstri, sem þessi fram- kvæmdatilhögun hlyti óhjá- kvæmilega að skapa. Það er þess- vegna ekki að ástæðulausu að Þingeyingar vilja engin eftirkaup eiga í þessu máli. Þeir vilja skil- yrðislaust leysa það strax til frambúðar. Nefnd sú, sem fer með þetta mál fyrir Þingeyinga, hefur til- kynnt virkjunaraðilum, að hún líti svo á, að allar framkvæmdir í Laxá á grundvelli 1. stigs Gljúf- urversvirkjunar séu ólögmætar, sökum þess að þær séu hluti af stórvirkjun í Laxá, sem brjóti í bág við gildandi Laxárvirkjunar- lög frá 1965, sveitarstjórnarlög frá 1961, vatnalög frá 1923, og 67. gr. stjórnarskrárinnar, og því áskilur nefndin sér allan rétt til að beita lögbanni gegn þessari framkvæmd, ef með þarf. Náttúrufar og náttúruvernd Talið er að um 250 eyjar og hólmar séu í Laxá frá ósi til upp- taka. Allar þessar eyjar og hólm- ar eru þaktir þróttmiklum gróðri, fögru blómskrúði og runnum. Má segja að hver hólmi í Laxá og allt hennar næsta umhverfi sé einn samfelldur lystigarður, hvort sem er í hléi við hraunflóð eða í freyðandi straumkasti stríðra strengja, þar sem vatnið leikur við grasivafinn vanga hólma og bakka. Gróðurinn teygir sig hvar- vetna niður í vatnið, svo að ekki sjást skil hvar land endar og vatn tekur við, en það er einkennandi fyrir Laxár- og Mývatnssvæðið sökum eiginleika lindarvatnsins. Hraunmyndanir í umhverfi Lax- ár gefa ánni sérkennilegt svip- mót, þar sem áin liðast í ótal bugðum eftir sundursprungnu hrauninu, sem hún hefur vafið gróðri þar sem hún nær til. í þessum leynifylgsnum árinnar eru hvíldar- og griðastaðir vatna- búanna, hinna spretthörðu, speg- ilfögru gæðafiska. Húsönd og straumönd setja 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1670-6315
Sprog:
Årgange:
62
Eksemplarer:
453
Registrerede artikler:
2
Udgivet:
1926-1986
Tilgængelig indtil :
1986
Udgivelsessted:
Nøgleord:
Beskrivelse:
Reykjavík ; Akureyri : Samband íslenzkra samvinnufélaga, 1926-1986. Kaupfélög, Samvinnufélög.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað: 2. Tölublað (01.04.1970)
https://timarit.is/issue/291755

Tengja á þessa síðu: 31
https://timarit.is/page/4292637

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. Tölublað (01.04.1970)

Aðgerðir: