Samvinnan - 01.04.1970, Síða 33

Samvinnan - 01.04.1970, Síða 33
Karl Kristjánsson: „Bók máttarins” i. Eitt af sígildum listaverkum ís- lenzkra bókmennta er leikritið „Galdra-Loftur“ eftir Jóhann Sig- urjónsson. Rót leikritsins er ann- að sígilt verk, þjóðsagan um Loft. Gegnum hana nærist leikritið á samansafnaðri reynslu genginna kynslóða og spámætti, sem í þeirri reynslu felst. Ljós fær króna þess frá skilningi skáldsins og snilligáfu. Galdra-Loftur var skólapiltur á Hólum. Hann sökkti sér með áfergju í lestur fjölkynngi, af því að hann þráði óhemjulega að öðl- ast „vald Leyndardómanna“. Sagðist ekki láta sér nægja „smá- sálarlegar óskir eins og fólkið“. Loftur telur, að ef hann geti náð til sín „Bók máttarins", Rauðskinnu, úr höndum Gott- skálks biskups grimma, sem hvíl- ir með hana í gröf sinni undir kórgólfi dómkirkjunnar á Hólum, þá sé hann orðinn „herra máttar- ins“ og hafi á valdi sínu, eftir vild, allt bæði dautt og lifandi. Honum tekst — að honum virð- ist — að særa Gottskálk upp úr gröfinni á ægilegri tunglskins- og skugganóttu, en um leið og hann seilist eftir bókinni, „steyp- ist hann fram á ásjónu sína og deyr.“ Hann hafði ofboðið lífs- krafti sínum. Uppspretta i Hólmatungum. Galdra-Loftur hafði vegna blindrar ástríðu sinnar og ó- mennskrar framkomu eitrað líf allra þeirra, er stóðu honum næst og bundu við hann tryggðir. Hann varpaði frá sér öllu mann- eskjulegu af hamslausri áfergju til að verða „herra máttarins". Dæmi Galdra-Lofts speglar að verulegu leyti eitt af mestu vandamálum nútímans. Þar sann- ast eins og víðar, að þjóðsögur eru löngum brunnur speki. í þeim er oft að finna spálegar draumsýnir mannkynsins á göngu þess gegnum aldirnar — vitran- ir í líkingum langt fram í tím- ann. Skáldið setur í leikritinu Galdra-Loft þjóðsögunnar undir sjóngler sitt. Horfum við í þetta sjóngler, getum við glögglega séð, að í sókn tækniáhugans á at- ómöld ber alltof mikið á óstill- ingu, ofbeldishneigð og tillits- leysi Galdra-Lofts. II. Markmið tækniþróunarinnar er vitanlega að gera manninn að „herra máttarins". Er það ekki í sjálfu sér gott markmið? Jú, auð- vitað. En sá hængur er þó á, að maðurinn þarf jafnframt að læra að hagnýta máttinn í þágu mann- legrar hamingju. Annars er „vald máttarins" eins og voði í óvita höndum — og ekki æskilegt. Þetta er óþægilegur sannleikur. Peningahyggja nútímans er ó- hugnanlegt einkenni aldarfars- ins. Peningar eru að vísu „afl þeirra hluta sem gera skal“. Hins- vegar eru þeir aðeins ávísanir, sem menn nota eftir innræti sínu, að því leyti sem þeir hafa þá framyfir frumlegustu þarfir. Galdra-Loftur hafði ofsalegan áhuga á auði, gulli. Faðir hans sagði við hann, þegar þeir ræddu um mikilvægi auðsins: „Gullið fær þá fyrst sitt sanna gildi, þeg- ar viljinn umskapar það um leið og höndin safnar því“. Það er mannfólkinu mikil ógæfa, að hin sterka og stórvirka hönd atómaldarinnar er ekki hag- virk á að umskapa í lífsgildi hið mikla gull, sem hún kemst yfir. Kunnátta aldarinnar kann sér ekki læti. Gulli sínu ver hún m. a. til þess að þreyta flug til mán- ans og kanna þann „dauða hnött", meðan fjöldi af jarðar- búum getur ekki fullnægt fæðu- þörf sinni og deyr úr hungri. Er ekki óstilling, ofmetnaður og tillitsleysi Galdra-Lofts sömu tegundar og þetta? Rætt hefur verið um, að vetn- issprengjan — þetta ægilega eyð- ingarafl — sem fræðimennskan hefur uppgötvað og kunnáttan beizlað, geti hvenær sem verkast vill eyðilagt jörðina, ef geðbil- aður maður fer með kunnáttuna, þ. e. Galdra-Loftur þess auga- bragðs. III. Tillitsleysi og blinda tækninn- ar hefur bitnað mjög á náttúr- unni. Gengið hefur verið ört á fisk- stofna hafanna með síaukinni leitartækni og skæðari og skæð- ari veiðitækjum. Afleiðingar inn- an skamms ördeyða, ef ekki verð- ur í hóf stillt eða hjálparöfl fund- in náttúrunni til eflingar og verndar. Mengun af völdum úrgangs- efna frá iðnverum, mannabústöð- um, þegar saman koma í þéttbýli, og frá útblæstri bíla og flugvéla, gjörspillir gróðri, vatni og loft', svo afhroði veldur í náttúrunni og setur ógnir að mannlífinu. Olíur, sem tæknin þarfnast í stórum stíl, losna hvað eftir ann- að úr hömlum á borunarstöðum, eða skip, sem flytja olíu um höf- in, verða fyrir slysum. Mengast af þessu sær og strendur og líf náttúrunnar eyðist. Stíflur í vötnum eru gerðar vegna rafvæðingar að ráði verk- fræðinga, en bresta stundum og eyða mannabyggðum og öllu, sem fyrir flóðinu verður. Mikill ótti við náttúruspjöll og Ljósm. Óskar Sigualdason. afleiðingar þeirra hefur nú gagn- tekið hugi margra forustumanna í heiminum, og er það ekki und- arlegt. Virðist nú eiga að hefja stóraðgerðir til úrbóta á því, sem orðið er, að því leyti sem unnt er, og koma í veg fyrir meiri háska. Ber Bandaríkjaforseta hæst í hópi þessara manna. IV. Þegar um þessi málefni er að ræða, mega íslendingar telja sig hamingjusama, af því ísland er enn að kalla má hreint land og óspjallað, borið saman við hin þéttbýlu iðnaðarlönd. Andrúms- loftið oftast svo heilnæmt og hressandi, að nautn er að anda því að sér. Ofveiðivandamálin ná að sjálf- sögðu til íslendinga og reyna á fyrirhyggju og vitsmuni þeirra, bæði inn á við og í samstarfi við aðrar fiskveiðiþjóðir, einkum þær sem sækja á sömu mið. Sennilega verður, samhliða verndun gegn ofveiði, hafin fiskrækt í fjörðum landsins. Hin almenna náttúruvernd hef- ur ekki hingað til náð hugum landsmanna og hjörtum — nema í undantekningum. Alvarlegt er að tækni- og verk- fræðilærðir menn virðast hafa oftraust á tölvum og tæknigaldri — og álíta að peningalegur ávinn- ingur eigi að ráða kostavali við hverja framkvæmd — röskun á náttúrunni aukaatriði. Hinn 28. febrúar sl. sagði verk- fræðingur hreinskilnislega í einu dagblaðanna í sambandi við til- lögu um tiltekna virkjun vatna: „Til þessara athugana okkar var sérstaklega vandað, til þess að útkoman væri sem bezt und- irbyggð. Það „efnahagslega lög- mál“, sem lá til grundvallar at- hugunum okkar, var eitt og að- eins eitt: Sem ódýrust raforka fyrir notandann. Við, sem að þeim höfum starfað, höfum ávallt haft þetta eina markmið fyrir augum-------— eitthvað annað hefur aldrei skipt nokkru máli.“ Er hér ekki sjúkleg einhyggja uppmálum eins og hjá Galdra- Lofti? Ef til vill geta verkfræðingarn- ir sagt, að þetta hafi þeim verið falið að gera, en ekki annað. En er þá nokkurt vit í að skipa þannig fyrir? Á að nota nokkurn mann eins og reikniheila eða tölvu? Á nokkur maður að gera sig að slíkri skynlausri vél? Er þá ekki farið að rugla helzt til mikið saman lifandi og dauðu — og lífinu hætta búin? V. Mikið hefur að undanförnu ver- ið rætt og ritað um fyrirhugaða 33

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.