Samvinnan - 01.04.1970, Síða 39

Samvinnan - 01.04.1970, Síða 39
varlega áætlað dveljast þar 30.000—40.000 fullorðnar endur um varptímann. Sem klak- og uppeldisstöð anda er Mývatn ein- stakt í sinni röð í heiminum, því að fróðustu menn telja að vafa- samt sé, hvort á nokkrum öðrum stað á jörðinni sé svo mikil mergð anda saman komin á ekki stærra svæði. Undirstaðan undir þessu mikla fuglalífi, svo og mikilli fiskgengd í vatninu, er mikil gróðursæld og mjög auðugt lág- dýralíf vatnsins, en orsaka þess er sennilega að leita í hinu nær- ingarríka uppsprettuvatni, sem kemur undan hraununum við austanvert vatnið. Auk þess á það verulegan þátt í þessari grósku, að vatnið er yfirleitt mjög grunnt og hitnar því fljótt í hitum á sumrin. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að brýna nauðsyn ber til að setja sérstök lög eða reglur um verndun hins sérstæða náttúru- fars í Mývatnssveit, sökum þess að héraðinu í heild er nú marg- vísleg hætta búin, sem fyrr en varir getur valdið óbætanlegu tjóni á hinu sérstæða og fjöl- breytta náttúrufari þess. Um þetta vandamál hefur oft verið rætt í Náttúruverndarráði, og hef- ur það þegar haft bein afskipti af vissum þáttum þessa máls, meðal annars hefur ráðið beitt sér fyrir því, að ítarleg rannsókn var gerð á fugladauða í netum í Mývatni, en með vaxandi veiði- sókn og tilkomu nælon- og girnis- netja hefur þetta verið vaxandi vandamál. Þá hefur Náttúru- verndarráð lengi haft hug á því, að 'komið verði upp rannsóknar- stöð við Mývatn, þar sem unnið verði að almennum undirstöðu- rannsóknum á lífsskilyrðum í Mývatni og Laxá, sem eru hlutar af sama vatnakerfi. Það er nokk- urn veginn öruggt, að unnt muni vera að fá allverulegt erlent fjár- magn til að reisa slíka rannsókn- arstöð, ef hentugur staður í Mý- vatnssveit fæst til slíkrar starf- rækslu. Þótt hin fyrirhugaða rannsóknarstöð hafi enn ekki ver- ið reist, eru skipulegar rannsókn- ir þegar hafnar, og verður þeim væntanlega haldið áfram í aukn- um mæli á næstu árum. Hér að framan var á það minnzt, að rannsóknir þær, sem þegar eru hafnar, myndu ekki aðeins taka til Mývatns heldur einnig til Laxár, sem er afrennsli Mývatns. En sannleikurinn er sá, að frá náttúrufræðilegu sjónar- miði er Laxá engu ómerkari en Mývatn. Þetta eru hvort tveggja hlutar af sama vatnakerfi, sem í vissu tilliti hafa víxláhrif hvor á annan. Úr Mývatni fellur vatn, sem er mettað lífverum (þ. e. a. s. smásæjum þörungum og svif- dýrum), í Laxá, og hefur það afar mikil áhrif á lífsskilyrði í ánni, allt frá upptökum til ósa. Auk þess gengur eða gekk að minnsta kosti fiskur (urriði) milli ár og vatns, og endur með unga sækja einnig töluvert niður á Laxá. Gleggsta dæmið um slíkar göng- ur er húsöndin, sem sæk;r mjög niður á Laxá með unga sína að áliðnu sumri. Þá má geta þess, að aðalheimkynni straumandarinnar hér á landi eru á ofanverðri Laxá. Því miður hefur útfalli Laxár úr Mývatni þegar verið umturnað allóþyrmilega, og þar með hefur hið lífræna samband milli ár og vatns verið rofið að nokkru leyti. En úr þessu mætti sennilega bæta að einhverju leyti. Nú eru fyrirhugaðar stórfelld- ar virkjunarframkvæmdir í Laxá. Fyrsta stig þeirra virkjana verð- ur hin svonefnda Gljúfurvers- virkjun, sem gerir ráð fyrir, að byggð verði 57 m há stífla í Lax- árgljúfrum, en ofan við þá stíflu verður 15 km langt vatnsmiðl- unarlón, sem verður um 10 km-, en það myndi taka af alla byggð í Laxárdal. Á síðari stigum hinna fyrirhuguðu virkjunarfram- kvæmda er gert ráð fyrir flutn- ingi vatns frá vatnasviði Skjálf- andafljóts til Laxár. Samkvæmt korti Orkustofnunar frá því í júlí 1969 er gert ráð fyrir að stífla Skjálfandafljót við Hrafnabjörg, og vatni verði síðan veitt úr því og Suðurá í Svartárvatn og það- an í gífurlega stórt vatnsmiðlun- arlón (Krákárlón) vestur af Sel- landafjalli, en það lón yrði stærra en Mývatn. Úr Krákárlóni er fyrirhugað að vatninu verði veitt í jarðgöngum í Gautlandalæk, en þaðan myndi það falla í Laxá. Síðan er fyrirhugað að stífla Laxá skammt sunnan við Hofs- staði og leiða vatn þaðan í skurði að virkjunarstað við Laxá lítið eitt norðan við Brettingsstaði. Að því er hin síðari stig þess- ara miklu framkvæmda snertir mun enn sem komið er aðeins vera um lauslegar hugmyndir að ræða, en eigi að síður gefa þær greinilega til kynna, að hverju er stefnt í þessum efnum. Það er bersýnilegt, að ætlunin er að gera Laxá að meginkjarna raforku- vinnslu á Norðurlandi og veita til hennar vatni frá öðrum vatna- kerfum eftir því sem tök eru á. Sérhvert stig þessara fyrirhug- uðu virkjanaframkvæmda myndi gerbreyta eðli Laxár, og hún yrði aldrei sú sama og áður. Og öll rök hníga að því, að lífsskilyrði í ánni myndu stórspillast, ég tala nú ekki um, ef til hennar væri veitt jökulvatni úr Skjálfanda- fljóti. Að vísu mun hafa verið rætt um að veita nokkrum af upp- takakvíslum þess til Þjórsár til að draga úr jökulvatni þess, en tæplega mun það duga til að gera Skjálfandafljót að hreinni bergvatnsá. Þar að auki koma svo til bein náttúrulýti, sem hin- ar fyrirhuguðu virkjanir í Laxá myndu hafa í för með sér, en þau spjöll, sem með því væru unnin á einhverri fegurstu á íslands, yrðu hreint og beint geigvænleg. Guðmundur Kjartansson segir í grein sinni um íslenzkar vatns- fallategundir (Náttúrufr. 15, 1949, bls. 111—126), að ár, sem renni úr stöðuvötnum með neð- anjarðarrennsli af þurrum svæð- um, verði nokkuð afbrigðilegar lindár. Stærstu og merkustu ár af því tagi hér á landi eru Sogið og Laxá. Nú er Sogið fullvirkjað og ekki nema svipur hjá sjón frá því sem áður var. Látum það gott heita, en ég mótmæli því harðlega, að farið verði eins með Laxá, sem er annáluð sakir nátt- úrufegurðar og líffræðilegrar sér- stöðu. Fyrir mörgum árum fór ég eitt sinn með Laxá allri frá upp- tökum til ósa. Þetta var að haust- lagi þegar þingeysku heiðarnar skörtuðu í sínum fegurstu litum og skópu verðugan ramma um hina blátæru móðu, þar sem hún byltist fram hvítfreyðandi eða blundaði í djúpum lygnum á leið sinni til sjávar. Þessi ferð hefur orðið mér mjög minnisstæð, ekki sízt sökum hinna ótrúlega m’klu og blæbrigðaríku breytinga, sem sífellt urðu á ánni á vegferð Frá Mývatni. Ljósm. Páll Jónsson. Heiðagœs i Þjórsárverum. Ljósm. Björn Björnsson. 39

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.