Samvinnan - 01.04.1970, Side 42

Samvinnan - 01.04.1970, Side 42
Því hefur lengi verið haldið að íslending- um af ýmsum helztu fjölmiðlum landsins, að einkaframtakið sé sá töfrasproti sem geri einstaklinginn hamingjusaman, atvinnurekst- urinn arðbæran og þjóðina auðuga að þessa heims gæðum. Hvað sem segja má um sann- leiksgildi boðskaparins, verður því varla neitað að sú efnahagsstefna íslenzkra stjórn- valda að þjóðnýta tap einkafyrirtækja, en láta eigendur þeirra hirða gróðann þegar vel árar, sé til þess fallin að laða menn að einka- rekstri. Gegnir raunar furðu, að hávaðinn af íslenzkum einkafyrirtækjum skuli vera svo illa staddur fjárhagslega, þegar svona er um hnútana búið, og gæti það vakið grun- semdir um slælega fjármálastjórn. Verzlun- arhættir í höfuðstaðnum eru alténd til vitnis um fullkomið 'handahóf í þessum málum og minna einna helzt á basarfyrirkomulag suð- lægari landa. Hagræðing og skynsamleg til- högun verzlunarreksturs mun og hvergi skemur á veg komin í Vestur-Evrópu en á íslandi og í Hollandi. Hugsjón einkareksturs á sér gamlar og djúpar rætur í bændaþjóðfélaginu. Konungs- hugsjón bóndans er að vera sjálfum sér ráð- andi, sjálfseignarbóndi, enda fer bezt á því við tilteknar aðstæður. En eftir því sem bændasamfélagið þróast verður brýnni þörf- in á félagslegri samstöðu og efnahagslegri samvinnu. Æskilegast er sjálfsagt að bænd- ur eigi sjálfir fénað sinn og jarðir, eftir því sem föng eru á, en hitt verður æ ljósara, að hagkvæmasti og arðbærasti rekstur bú- skapar er samvinnurekstur, enda er löngu svo komið, að vinnsla mjólkurafurða, slátr- un, ullarvinnsla, sútun og dreifing afurða hefur flutzt frá heimilunum til samvinnu- félaga bænda. Næsta skref í þeirri þróun verður væntanlega það, að tekinn verði upp samvinnubúskapur ákveðins fjölda bænda í hverri sveit til að hagnýta með skynsam- legum hætti vinnuafl og frístundir. ■KSTBB samvinna Sigurður A. Magnússon: Goðsögnin um íslenzka einkaframtakið Þráttfyrir það að einkarekstur verður hlutfallslega æ rýrari þáttur í efnahagslífi helztu stórvelda heims, einsog til dæmis Bandaríkjanna þar sem ríkið er orðið lang- stærsti atvinnurekandi og viðskiptaaðili, er einkaframtakshugsjón hins frumstæða bændaþjóðfélags ennþá trúaratriði voldugra aðila á flestum sviðum íslenzks athafnalífs. í því sambandi er einkar fróðlegt að virða fyrir sér sögu íslenzkrar verzlunar og at- vinnuvega undanfarin hundrað ár eða svo. Þegar horft er yfir þetta tímabil, blasa við augum fjölmörg stór og smá einkafyrirtæki, allt frá Gránufélaginu á síðustu öld til Ála- foss og Sana á okkar dögum, sem urðu all- umsvifamikil um skeið og létu margt gott af sér leiða, en koðnuðu síðan niður, gáfust upp, urðu gjaldþrota eða voru sett á opin- bert framfæri. Skrá yfir slík fyrirtæki yrði yfrið löng, ef allt væri til tínt, en nefna má útgerðarfyrirtæki einsog Kveldúlf og Alli- ance, nokkrar helztu stórverzlanir í Reykja- vík fyrir seinni heimsstyrjöld sem nú eru ýmist hrundar til grunna eða einungis svip- ur hjá sjón fyrri tíðar, fjölmörg fiskvinnslu- fyrirtæki, iðnaðarfyrirtæki, og þannig mætti lengi telja. Á þessu sama tímabili hefur samvinnu- hreyfingin haldið áfram að dafna og eflast um land allt, þráttfyrir margháttaða erfið- leika, andbyr og tímabundna afturkippi. Þessar tvær staðreyndir, annarsvegar hrörnun og hrun einkafyrirtækja, hinsvegar vöxtur og viðgangur samvinnuhreyfingarinn- ar, hljóta að eiga sér einhverjar skýringar, sem ekki eru hafðar í hámæli manna á með- al. Hér er fráleitt um það að ræða, að for- vígismenn samvinnuhreyfingarinnar hafi haft þvílíka yfirburði yfir forkólfa einka- framtaksins, þó óneitanlega hafi margir þeirra verið miklir atorkumenn. Skýringin liggur miklu fremur í ólíku eðli einkarekst- urs og samvinnureksturs. Það er vissulega íhugunarefni, að íslenzk einkafyrirtæki skuli að jafnaði ekki bera sitt barr eftir að fyrsti ættliður eigendanna fellur frá. Vera má að þetta stafi að einhverju marki af ættlægum veilum, en hitt er þó miklu sennilegra að hér komi til togstreita milli einkaþarfa og fjármagnsþarfa fyrirtækisins. Fé er dregið útúr rekstri fyrirtækis til einkanota meira en góðu hófi gegnir, og síðan koma til arf- skipti milli barna og ættingja, sem allt stuðl- ar að því að lama fyrirtækið. Þarvið bætist spákaupmennska ýmiskonar og tilfærsla fjármagns til óskyldra og oft áhættusamra hluta. Mönnum græðist fé í einhverjum mæli, til dæmis í góðri verstöð, ogfyrirtækið stendur með blóma um skeið, en þá er lagt útí ný ævintýri á staðnum eða fjármagnið hreinlega flutt burt úr byggðarlaginu, og þá helzt til Reykjavíkur. Hvort sem um er að ræða óhóflega einkaneyzlu, arfskipti eða spákaupmennsku, sér hver heilvita maður, að þessi háttur leiðir af sér mikla verðmæta- sóun fyrir þjóðfélagið í heild og ekki síður fyrir það fólk sem byggt hefur upp fyrir- tækið og raunverulega skapað verðmætin og fjármagnið með störfum sínum í þágu þess. Það hefur að vísu fengið sín laun — oftast nær — en það sem byggt var upp til fram- búðar er hrunið í rúst eða horfið útí busk- ann. Ekki er því að neita, að samvinnufélög hafa stundum lagt útí áhættusöm ævintýri í atvinnurekstri, ekki sízt í útgerð, og stund- um orðið að greiða þau dýru verði, en yfir- leitt var það gert í því augnamiði einu að skapa atvinnu á staðnum og leggja grund- völl að aukinni velmegun byggðarlagsins. Meginskýringin á viðgangi samvinnufélag- anna, þrátt fyrir einstök mistök, er vitanlega sú, að fjármagn hefur ekki verið dregið útúr rekstri þeirra til annarlegra nota, heldur 42

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.