Samvinnan - 01.04.1970, Qupperneq 44

Samvinnan - 01.04.1970, Qupperneq 44
Jóhann Hannesson: Þessar hugleiðingar um mitt unga fólk verður að takmarka við þann æskulýð, sem ég hef kynnzt í háskólum og nokkrum öðrum æðri skólum, þar sem ég hef unnið að kennslu. Eigin börnum og frændfólki verður að sleppa, einnig mörgu öðru ágætu ungu fólki, sem ég hef kynnzt í starfi og samvistum. Rúmsins vegna er þessi takmörkun nauðsynleg, en í henni er ekki fólginn neinn mannjöfnuður. Mitt unga fólk met ég hvorki æðra né óæðra öðrum manneskjum í vorum heimi. En eitt er sameiginlegt mínu unga fólki og sjálfum mér — og mætti nefna það húman- isma, enda ætlar það flest að helga sig manneskjum fremur en vélum, vinna að kennslu, hjúkr- un, boðun Guðs orðs, líknarverk- um og andlegri þjónustu við manneskjur, sem hafa þessarar þjónustu þörf. I Fyrsti hópurinn sem hér kallar til mín og hlýtur að verða ó- gleymanlegur, er kínverski stúd- entahópurinn, sem ég var sam- vistum við frá desembermánuði 1944 fi’am í júní 1946, í Chung- king, sem þá var stríðshöfuðborg Kínaveldis og hafði verið mikinn hluta þeirra 9 ára, sem Kína varði hendur sínar fyrir Japan. Flest skólasetur kínverskra stór- borga og mörg menntasetur minni borga voru þá í rústum og höfðu verið árum saman, ef þeim hafði þá ekki verið breytt í jap- anskar herbúðir. Kennarar og nemendur flúðu til Vestur-Kína, sem tókst að halda frelsi sínu, eða settust að í sveitum á óháðum svæðum utan vígvallanna. Leiðin vestur var einatt hátt á annað þúsund km., jafnvel nokkuð á þriðja þúsundið. Langt frá heima- högum hóf skólafólkið að byggja upp frumstæða flóttamannaskóla, sem báru sömu heiti og hinir upprunalegu, svo sem Nan Kai hagfræðisháskólinn og Central University. Unga fólkið fór þessa löngu leið fótgangandi, stundum komst það með fljótabátum ef það hafði efni á. í Vestur-Kína hittust nemendur og kennarar aftur. Skólahúsunum var hróflað upp úr sólþurrkuðum leir, bamb- usflísum og hálmi, og tekið var til við nám og kennslu á nýjan leik. Án mikillar þrautseigju og fórnfýsi æskulýðsins hefði þetta ekki verið mögulegt. Líkt var á komið um lútherska prestaskólann, sem upphaflega var skammt frá Hankow, aðal- borginni í miðjum Jangtze-daln- um. Þegar Japönum þóknaðist að gera hann að herbúðum, þá urðu kennarar og nemendur að flýja, og um árabil var skólinn ekki starfræktur. En fyrir rausn- arlega hjálp Lútherska heimssam- bandsins og kirknanna í Ameríku varð kleift að endurvekja hann á ný haustið 1944. Víðs vegar að úr lendum Kína komu nem- endur, þeirra á meðal stúlkur. Svo ólíkar voru mállýzkur nem- enda að þeir áttu fullt í fangi með að skilja hver annan. Kennslubækur varð að framleiða með því að fjölrita þær sem til voru og var það ærið verk. Mjög varð að treysta á munnlega kennslu. Fátækt flestallra, einnig kennaranna, var átakanleg. Húsin voru köld og frumstæð — en að sama skapi heit að sumrinu. Meðan kaldast var, reyndu menn að klæða af sér kuldann með því að ganga í kínverskum kjól utan yf;r gömlum og bættum flíkum. Laun okkar hjóna voru fimmtán þúsund dollarar kínverskir á mánuði — og það var nákvæm- lega það sama sem ein ensk skyrta í búðarglugga kostaði í desembermánuði 1944! Matvæli voru hlutfallslega ódýrari en fatnaður, enda er svæðið kring- um Chung king meðal þeirra frjó- sömustu á jörðu. En margir urðu að taka lán til að lifa og hvar- vetna blasti við bitur fátækt alls þorra manna. Hagur okkar batn- aði næsta ár þegar íslenzka kristniboðið gat sent peninga. Þó lögðum við ekki í fatakaup, en létum aðra njóta góðs af til mat- ar svo langt sem náði. Mitt í þessum erfiðu kringum- stæðum var mitt unga fólk ótrú- lega þrautseigt, glaðvært og fullt af námsáhuga. Ég man enn hve það söng hressilega. Þegar sigur- vonir tóku að glæðast árið eftir, þá birti yfir mörgum fátækum flóttastúdent, og vitundin um brýna þörf fyrir starfskrafta þeirra örvaði þá til að læra allt sem þeir höfðu von um að gagni mætti verða. Vestrænir menn nutu á þeim tíma mikillar sam- úðar meðal Kínverja, og voru kallaðir „ming-you“, en það þýðir lýðvinir eða þjóðvinir. Þegar kjarnorkusprengjan var fallin og japanska innrásarliðið hafði lagt niður vopn, varð al- mennur fögnuður um allt Kína- veldi, en mestur þó meðal æsku- lýðsins. Veizla var haldin í þrjá daga, allar götur fullar af fólki, menn tjölduðu því bezta, sem til var — en enginn setti það fyrir sig, þótt hann væri tötrum búinn. Enginn vissi þá hvílíkum skugga sprengjan varpaði á framtíðar- braut mannkynsins. Friður var kominn á, og menn gleymdu öllu öðru. Enn eitt ár héldum við skóla- starfinu áfram. Þá var gert við gömlu skólana víðs vegar, og á miðju árinu 1946 fluttust þeir á fornar slóðir. Við vestrænir menn, sem starfað höfðum stríðs- árin flest eða öll með hinni þraut- píndu kínversku þjóð, héldum heim, heldur illa í skinn komnir, eftir langa vinnu, áhyggjur og sjúkdóma — ekki aðeins Asíu- flensuna, heldur einnig margar plágur aðrar. — Við tók ferskt starfslið, og nýir tímar hófust. Þeir sem á þessum árum stunduðu nám í guðfræðinni, gerðu það margtr af áhuga og eldmóði, sannfærðir um mikla möguleika kirkju og kristniboðs í framtíðinni. En einnig utan þess hóps höfðu hinir ólíklegustu menn áhuga á Guðsríkis-boð- skapnum. Mér er í minni ungur stúdent á herforingjaháskóla. Hann gat auðvitað ekki komið til mín nema á sunnudögum. Eitt kvöldið sem við fórum heim frá Central-háskólanum, bauð hann mér heim með sér til gistingar í herforingjaháskólanum. Hann var einn hinna fáu, sem höfðu til um- ráða mikið húsrými, langt og mikið loft undir risi, dimmt og dularfullt — og þarna fór lítið fyrir einni manneskju í viðbót. Eina af bókum sínum sýndi hann mér — ballestenik á þýzku, 5— 600 bls. að stærð, öll full af for- múlum og teikningum af braut kúlunnar, eftir að hún yfirgefur fallbyssuhlaupið þar til hún hittir í mark. En hann hafði meiri áhuga á guðfræði en stórskota- fræði, og kveldbænin sem hann flutti hefði verið hverjum presti sæmandi. Þá átti ég viðtal við annan, sérfróðan í brúasmíð til herflutninga. „Mikilvægt hlýtur ykkar starf að vera á þessum tímum“ sagði ég — og fékk óvænt svar: „Verk ykkar eru þó miklu mikilvægari". Minningarnar um mitt unga fólk frá þessum tímum bergmál- ar í huganum líkt og hin fræga Ijóðlína: „Ships that pass in the night“. Að stríðinu loknu dreifðumst við og munum aldrei aftur hitt- ast í þessai" veröld. Samfunda- möguleiki er aðeins bænin til eins og sama Drottins og Frels- ara, en allar vonir um endur- fundi eru bundnar við mögu- leika Guðs, en ekki manna. Ekki leið á löngu þar til innanlands- erjur loguðu víðs vegar um land- ið, og sagan sýnir hvernig fór. Miðríkið huldist á bak við bamb- ustjaldið — og er þar enn. Frétt- ir eru mjög á huldu og fullar af mótsögium. En þekki maður nokkuð til Kína og Kínverja, þá veit maður að margt ósennilegt kann að vera satt, og ýmislegt sennilegt kann að vera ósatt. „Anything may happen in China“, allt hugsanlegt kann að gerast í Kína, þetta var orðskvið- 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.