Samvinnan - 01.04.1970, Page 51

Samvinnan - 01.04.1970, Page 51
 Skipulags- nefnd 15 manns ^ • • • • Fiármála-ií ráð 14 L* manns L» Miðstjórn (18 manns) 1. Formaour Vara,formaður 2. 5 menn kosnir af þingflokki 3. 8 utanþingsmenn kosmr ...... • • •••••••••• —u ■ • • • • • Formaður ♦!♦••♦%•« *•*•*•*•** • • • • ♦ ♦ ♦ • ♦ « • • • • ♦ • • • *~ “* * ' ' ‘ *♦•♦• *♦*♦*< ♦*♦*♦* Landsfundur (um 750 manns) *.*.*. Xv Xv 1. Fulltrúar kosnir af kjördæmis- eða .*♦*.* *•*•* Þing Lands- !*X' Landsfundur *•**•* fulltrúaráðum *••*•♦ Þing S.U.S. •V* sambands ♦*•*•' Verkalýðsraós •*•*♦• ,*•*•* sjálfstæðis - •♦*♦*< • • • 2. Fulltrúar kosnir af fl'okksfélögum *.*.*. ;*V kvenna •*•*♦' •♦*••« *•*•*• ♦*•*• ♦*♦*♦' *•*♦*• - 3. Flokksráðsmenn •'•*• •*•*•' *.*.*. . . > ■■■ . , ♦ *>-' 'A.* ••••••••• A • • ■ • •••••••••♦ ■• i •••••••••• •■ • * ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ..1 ♦ m • b • • ■•« ♦1 ♦. 1. Almenn félög sjálfstæðisfólks 2. Félög ungs sjálfstæðisfólks (Samband ungra sjálfstæðismanna) 3. Félög sjálfstæðiskvenna (Landssamband sjálfstæðiskvenna) 4. Félög sjálfstæðisfólks innan laun- þegasamtaka (Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins) Samvinnan. MIÐSTJÓRN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS: Bjarni Benediktsson, formaður Jóhann Hafstein, varaformaður Birgir Kjaran Ingólfur Jónsson Magnús Jónsson Matthías Á. Mathiesen Sigurður Bjarnason Eyjólfur Konráð Jónsson Friðrik Sophusson Geir Hallgrímsson Kalman Stefánsson Ólafur G. Einarsson Ragnhildur Helgadóttir Sverrir Hermannsson Þorvaldur Garðar Kristjánsson Ellert Schram Gunnar Helgason Ragnheiður Guðmundsdóttir um sambandsþings, sem haldið skal að jafn- aði annað hvert ár (17.gr.) og skipað full- trúum félaga ungra manna, sem starfa víðs vegar um landið, og er tala fulltrúa bundin við tölu félagsmanna hvers félags (15.gr.). Milli sambandsþinga fer 15 manna stjórn með málefni sambandsins, og er hún kosin á sambandsþingi (10. gr. 1.-2. mgr.). Henni til fulltingis er sambandsráð og fulltrúaráð. Sambandsráð er auk stjórnar skipað einum fulltrúa úr hverju kjördæmi (10. gr. 4. mgr.). Skal það koma til fundar eigi sjaldn- ar en einu sinni á ári og er hlutverk þess einkum að ræða um starfsemi ungra sjálf- stæðismanna (10. gr. 5. mgr.). í framkvæmd er þessum tveimur ráðum þó slengt saman. Fulltrúaráð er skipað stjórn sambandsins og einum fulltrúa hvers sambandsfélags (13. gr. 1. mgr.). Það skal halda a.m.k. einn fund á ári, þar sem rætt er um málefni sambandsins og gerðar ályktanir um stjórn- málaafstöðu þess. í hverju kjördæmi landsins skulu félög ungra sjálfstæðismanna hafa með sér sam- tök til þess að fjalla um starfsemina í kjör- dæminu og efna skulu þau til þings ár hvert (20. gr.). Tengslum Sambands ungra sjálfstæðis- manna við Sjálfstæðisflokkinn er áður lýst: Félög ungra sjálfstæðismanna kjósa fulltrúa á landsfund eftir þeim reglum, sem áður er lýst, og nefna skal það 3 menn í flokksráð. Loks situr formaður sambandsins í mið- stjórn. Alls staðar njóta fulltrúar þessir óskoraðra réttinda, málfrelsis, tillögu- og at- kvæðisréttar. Geta má þess, að á Norður- landi er sérstakt samband ungra sjálfstæðis- manna. Kvenfélög flokksins mynda og landssam- band, sem skipulagt er eins og Samband ungra sjálfstæðismanna og tengt flokknum á sama hátt. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins er sam- tök sjálfstæðismanna í verkalýðs- og laun- þegastéttum (1. gr.).15 Er hlutverk þess eink- um að vinna að hagsmunamálum launþega, efla áhrif sjálfstæðismanna innan launþega- samtakanna og vinna almennt að framgangi stefnu Sjálfstæðisflokksins í almennum kosningum (2. gr.). Æðsta vald í málefnum þess er í höndum „landsfundar“, sem haldinn skal að jafnaði annað hvert ár — það ár, sem þing Alþýðu sambands íslands er ekki haldið. Einnig skal halda fundi ráðsins í sambandi við þing Al- þýðusambandsins (4. gr.). Landsfundur kýs stjórn, sem skipuð er 11 mönnum, og skal hún hafa náið samband við stjórn Sjálfstæðisflokksins um allt, sem við kemur hagsmunum launþega. Á landsfundi eiga sæti sjálfstæðismenn, sem eru fulltrúar á þingum launþegasam- takanna, svo og þeir, sem verið hafa í fram- boði til þeirra, en ekki náð kosningu, full- trúar kosnir af málfundafélögum sjálfstæð- ismanna í launþegasamtökunum og loks ákveðnir trúnaðarmenn verkalýðsins (5. gr.). Tengslum verkalýðsráðs við Sjálfstæðis- flokkinn er áður lýst: Félög launþega í flokknum kjósa fulltrúa á landsfundi, stjórn ráðsins nefnir 3 menn í flokksráð og for- maður þess á sæti í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins. Njóta þeir alls staðar fullra rétt- inda. Sérstaka tegund félaga má telja Hverfis- samtök sjálfstæðismanna í hverju borgar- hverfi í Reykjavík. Er hverfaskipan hagað í samræmi við kjörsvæðaskiptingu borgarinn- ar hverju sinni. Hlutverk þessara samtaka er að skapa tengsl milli kjósenda flokksins og kjörinna fulltrúa á Alþingi og í borgar- stjórn og annast útbreiðslustarf. Stjórn þeirra er skipuð 5 mönnum — tvo þeirra skipar stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík og 3 skulu kosnir á aðal- fundi hverfissamtaka, en rétt til setu á aðal- fundi hefur einungis félagsbundið sjálfstæð- isfólk. Hverfissamtök velja fulltrúa í full- trúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Af félögum, sem styðja Sjálfstæðisflokk- inn án skipulagstengsla við hann, er aðeins um að ræða Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla íslands. D. Sósíalistaflokkur Sameiningarflokkur alþýðu — sósíalista- flokkurinn var stofnaður 24.—27. október 1938. Að stofnun hans stóðu menn úr Komm- únistaflokki íslands, sem þá var lagður nið- ur, og hópur manna úr Alþýðuflokknum. í þinggerð stofnþings flokksins segir, að stofnendur hafi verið vinstri armur Alþýðu- flokksins og Kommúnistaflokkurinn. Hafi flokkurinn verið stofnaður á grundvelli til- 51

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.