Samvinnan - 01.04.1970, Page 52

Samvinnan - 01.04.1970, Page 52
lagna Jafnaðarmannafélags Reykjavíkur.111 Voru flokknum þegar í upphafi sett lög og skipulag hans mótað. Héldust þau lítt breytt, unz flokkurinn var lagður niður árið 1968. Skipulag hans minnti mjög á skipulag Al- þýðuflokksins. Heildarstjórn hans var í höndum eftirtalinna flokksstofnana: flokks- þings, flokksstjórnar, miðstjórnar og fram- kvæmdanefndar; staðbundin stjórn flokksins var hins vegar í höndum flokksfélaga og full- trúaráða. Eins og er í Alþýðuflokknum mátti segja, að miðstjórn væri í reynd einungis hlut; flokksstjórnar, sá sem vegna búsetu átti þess raunverulega kost að taka þátt i störfum flokksstjórnar. Flokksþing var skipað fulltrúum flokks- félaga, sem kosnir voru leynilegri kosningu, en auk þess áttu þar sæti með málfrelsi og tillögurétti fastir starfsmenn flokksins, flokksfélaga og blaða, svo og þingmenn hans. Ennfremur áttu þar sæti með sömu réttind- um fulltrúar frá æskulýðssambandi og öðr- um alþýðusamtökum vinveittum flokknum eftir nánari samþykkt þingsins. Öll flokks stjórn hafði heimdd til setu á þinginu með sömu réttindum (9. gr.).17 Flokksþing skyldi haldið reglulega annað hvert ár (8. gr.), og var tala fulltrúa þeirra, sem flokksþing sátu, jafnan á milli 70—150. Hafði þingið æðsta vald í málefnum flokks- ins, en hlutverk þess var einkum að móta stefnu hans (23.gr.). Auk þess hafði það með höndum margvísleg framkvæmdastörf, svo sem að setja reglur um skipulag flokks- félaga (3. gr. 2. mgr.), samþykkja brottvikn- ingu manns eða félags úr flokknum (22. gr.), að afgreiða fjárhagsáætlun (6. gr.),reikninga og fleira þess háttar (sbr. 11. gr.). Þá hafði flokksþing það hlutverk að kjósa 63 menn í flokksstjórn (11. gr. 6. tl. og 13. gr.). í prentuðum þingtíðindum, sem út hafa verið gefin, er einungis mjög stuttlega sagt frá gangi mála á fundum, og hefur því vitneskju verið aflað um þetta frá mönnum, er til þekkja. Venjulega hafa flokksþing staðið 2—3 daga og fundir verið jafnaðarlega um 12 klukkustundir á degi hverjum. í 11. gr. flokkslaganna voru taldir upp fastir dagskrárliðir og voru þeir sem hér segir: 1. Rannsókn kjörbréfa. 2. Kosning starfsmanna og nefnda. 3. Skýrsla stjórnarinnar. 4. Reikningar flokksins, blaða- og bókaút gáfa. 5. Fjárhagsáætlun fyrir næstu 2 ár. 6. Kosning flokksstjórnar og varamanna, ásamt endurskoðendum og varamönnum. 7. Ákvörðun staðar fyrir næsta flokksþing. Þingið 'hófst á því, að formaður setti það. en síðan var kosinn forseti þess. Þar næst voru nefndir kjörnar, fyrst nefndanefnd („uppstillingarnefnd"), og gerð' hún tillögur um menn í þingnefndir til þess að fjalla um stefnu flokksins í einstökum málefnaflokk- um. Einnig gerði nefnd þessi tillögur um menn þá, sem kjósa átti í flokksstjórn, og voru 33 talsins. Að þessu loknu var kosin kjörbréfanefnd til að kanna, hvort fulltrúar á þinginu væru réttilega til þess kjörnir. í þingnefnd hverri sátu venjulega 15 full- trúar og voru þær þessar á síðasta flokks þingi, sem haldið var: 1. Skipulagsnefnd. 2. Stjórnmálanefnd. 3. Landbúnaðarnefnd. 4. Sjávarútvegsnefnd. 5. Iðnaðarnefnd. 6. Menntamálanefnd. Að lokinni nefndaskipan flutti formaður flokksins skýrslu miðstjórnar, sem fjallaði um stjórnmálaviðhorfið á hverjum tíma og flokksstarfið. Umræður fóru venjulega fram daginn eftir, enda skýrslu formanns jafnað- arlega ekki lokið fyrr en síðla kvölds. Mál voru afgreidd, svo sem hér segir: Mið- stjórn undirbjó flokksþing og lagði fram til- lögur, ef tími vannst til, fyrir flokksdeildir þær, sem flokksfélögum var skipt í. Slík deildaskipting var einkum viðhöfð í Reykja- vík, þar sem borginni var skipt í tiltekin svæði og kusu flokksmenn á því svæði sér forystulið, sem hafði forgöngu um flokks starfsemina þar. Nokkur misbrestur virðist þó vera á því, að þessi háttur hafi verið við hafður, ef marka má umræður, sem fram fóru á 12. flokksþinginu.18 Síðan fóru þess- ar tillögur fyrir flokksþingið og nefndir þess ásamt með breytingum, sem flokksdeildir gerðu á þeim. Nefndir tóku til starfa á 2. degi flokks- þingsins og störfuðu þær jafnhliða þing- fundum. í nefndum var tillögum iðulega breytt og einnig komu tillögur um breyting- ar fram á flokksþinginu sjálfu. Var slíkum tillögum þá ýmist vísað til hlutaðeigandi nefndar, eða afgreiddar beint á flokksþing- inu. Fyrir kom einnig, að tillögu væri vísað til athugunar miðstjórnar. Að lokinni meðhöndlan í nefnd voru til- lögur lagðar fyrir flokksþingið, og barst álit þeirra smám saman, meðan þingfundir stóðu. Fremur lítið kvað að því, að breyting- ar væru gerðar á tillögum, þegar til flokks- þingsins sjálfs kom, einkum átti þetta við, ef nefnd skilaði áliti einhuga. Þó gat út af brugðið, svo sem á 12. flokksþinginu, sem haldið var 1960 og á urðu allmiklar deilur.111 Auk þessara tillagna, sem nú hefur verið fjallað um, komu stundum fram tillögur frá einstaklingum, sem lagðar voru fyrir flokks- þingið og samþykktar þar, en ekki gerðist það oft. Að loknum umræðum voru tillögur af- greiddar og var verið að því fram á síð- asta daginn, sem þingið sat. Jafnaðarlega voru tillögur afgreiddar einu hljóði eða með yfirgnæfandi atkvæðamun. Mest áherzla var lögð á almenna stjórnmálaályktun, en um hana fjallaði stjórnmálanefnd. Þar áttu sæti allir helztu forystumenn flokksins. Þegar tillögur höfðu verið afgreiddar, var fjallað um reikninga flokksins, en að því loknu voru þeir samþykktir. Flokksstjórn var kosin á flokksþingi eins og áður sagði. Var hún skipuð 63 mönnum, en af þeim skyldi 31 vera úr Reykjavík eða nágrenni, en 32 úr öðrum landshlutum. Meiri hluti hennar skyldi samkvæmt flokks lögum jafnan vera skipaður verkamönnum, bændum og fiskimönnum, sem lifðu af eigin vinnu (13.gr.). Á fundum hennar áttu auk þess sæti með málfrelsi og tillögurétti rit- stjórar aðalmálgagna flokksins, ennfremur 2 fulltrúar kosnir af æskulýðssambandi. Hún skyldi samkvæmt lögum koma saman eigi sjaldnar en einu sinni á ári, en framkvæmd- in var sú, að fundir hennar voru einungis haldnir annað hvert ár (16. gr.). Hlutverk flokksstjórnar var umsjón með því, að starfsemi flokksins væri í samræmi við stefnuskrá og ályktanir flokksþinga (12. gr.), og að hafa hönd í bagga með mótun stefnu flokksins, þannig að mikilsverð stefnumál í stjórnmálum skyldi bera undir flokksstjórnina. Einnig hafði hún með hönd- um margvísleg framkvæmdastörf (14. gr. 1. mgr.). Fundir flokksstjórnar stóðu venju- lega 2—3 daga, og var í raun og veru megin- verkefni þeirra að ræða stjórnmálaviðhorf og flokksmálefni á hverjum tíma. Reifaði formaður flokksins venjulega málið, og síðan fluttu oft aðrir forystumenn flokksins fram- söguræður, um sama efni, t. d. ráðherra, ef flokkurinn átti aðild að ríkisstjórn, og ein- hver forystumaður úr verkalýðshreyfingunni um málefni hennar. Kosin var stjórnmálanefnd, og samdi hún stjórnmálaályktun, sem fram var lögð t;l afgreiðslu. Var hún síðan rædd svo og þau mál, sem framsöguræður fjölluðu um. Stund- um báru einstakir fundarmenn fram breyt- ingatillögur eða sjálfstæðar tillögur um önnur efni. Lauk fundinum með afgreiðslu tillagna þessara. Á fundum flokksstjórnar virðast stundum a. m. k. hafa orðið allmiklar umræður. Miðstjórn var skipuð þeim 31 flokksstjórn- armanni, sem kosnir voru úr Reykjavík eða nágrenni, svo og formanni og varaformanni, samtals 33 mönnum. Auk þeirra áttu sæti á fundum hennar með málfrelsi og tillögurétti ritstjórar aðalmálgagna flokksins og einn fulltrúi kosinn af æskulýðssambandi (14. gr. l.og5. mgr.). Skyldi hún halda fundi að minnsta kosti mánaðarlega (14. gr. 4. mgr.) og var svo venjulega gert. Hlutverk hennar var að stýra málefnum flokksins milli flokksstjórnarfunda og flokksþinga, svo og að taka ákvarðanir um mál, sem svo aðkall- andi var að gera ályktanir í, að ekki vannst tími til að kalla saman flokksstjórnarfund (14. gr. 1.—2. mgr.). í stuttu máli má segja, að miðstjórn ynni úr meginstefnu þeirri, sem mótuð var á flokksþingi og í flokks- stjórn, og markaði þannig daglega stefnu flokksins í þjóðmálum á grundvelli megin- stefnu þeirrar, er þegar var ákveðin. í þessu skyni skyldu alþingismenn flokksins halda fund með miðstjórninni um stefnu og bar- áttuaðferðir þingflokksins í einstökum mál- um eða annars, þegar hún krafðist eða ein- hver þingmaður óskaði (23. gr. 7. tl.). Mið- stjórn lagði og úrskurð á ýmis ágreinings- mál, sem risið gátu um stefnu flokksins og um það, hvert svigrúm flokksmenn ættu að hafa til þess að fylgja fram eigin stefnu o. s. frv. (Sbr. t. d. 22. gr. og 23. gr. 3.—5. tl.). Þótt ekki hafi verið ákvæði um það í lögum flokksins, tók miðstjórn ákvörðun um það, hvort gengið skyldi til stjórnarsamstarfs, hverjir vera ættu ráðherrar og hvort þeir skyldu sitja áfram eða víkja. Af framboðum hafði miðstjórn þau af- skipti, að hún varð að staðfesta framboðs- lista, til þess að hann yrði borinn fram í nafni flokksins. Þá ákvað miðstjórn fram- boð í samráði við stuðmngsmenn flokksins í héraðinu á þeim svæðum, þar sem flokks- félög voru ekki starfandi (21. gr.). Auk þess hafði miðstjórn með höndum margvísleg framkvæmdastörf, meðal annars 52

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.