Samvinnan - 01.04.1970, Page 58

Samvinnan - 01.04.1970, Page 58
Góri, en þar er stór og mikil stytta af Stalín. Það fór ekki milli mála, að Georgíumenn halda mikið upp á þennan landa sinn, sem var þjóðarleiðtogi Sovétríkjanna um tugi ára, eða frá því skömmu eftlr að Lenín féll frá árið 1924 og þar til Stalín lézt árið 1953. Prá Górí var haldið vestur á bóginn, og brátt var ekið upp í fjöllin. í Súramí-skarði, sem er í um 1800 metra hæð, var snæddur hádegisverður í nýju samvinnuveitingahúsi. Náttúrufegurð var hér mikil. Pjöllin skógi klædd og á ýmsan h.átt ólík f jöllunum í aust- urhluta landsins, sem við sáum i gær. Þau voru víða ber og gróðurlítil. Að loknum hádegisverði var haldið niður fjallsíhlíðarnar, og lá vegurinn eftir giljum. Hér var mjög bratt og hrikalegt, þótt hlíðarn- ar væru að mestu skógi vaxnar. Vegirnir voru malbikaðir. Hinir georgísku bifreiðarstjórar óku mjög hratt niður fjöllin, þótt beygjur væru krappar og vegurinn mjór. Það ískraði í hjólum á beygjunum og fai'þegarnir hentust til, ef þeir héldu ekki dauðahaldi í handföng eða aðra fasta hluti. Oftar en einu sinni lá við stór-árekstri á blindbeygjum. Þess skal getið, að bifreiðarnar voru af Volga-gerð. Ég spurði hana Natösju, hvort hún væri ekki smeyk, eins og við Guðröður, en hún kvað nei við og sagði, að georgískir bifreiðar- stjórar væru frægir í Sovétríkjunum fyrir hvað þeir væru góðir bílstjórar. Bifreiðar- stjórinn okkar hefði t. d. verið einkabílstjóri hjá rússneskum hershöföingja í stríðinu. Ferðin niður fjallið gekk þó slysalaust. Við komum í bæ einn í dalverpi og komum þar í kaupfélagsbúðir. Nú var hitinn kominn í 35 stig. Það var gott að fá ölkelduvatn að drekka í kaupfélaginu. Um klukkan 17.00 komum við til borgarinn- ar Kútaísí, en þar átti að gista næstu nótt. Þetta er næststærsta borg Georgíu, íbúaf jöld- inn um 200 þúsund. í borginni hefur verið byggður upp allmikill iðnaður. Var okkur sagt, að um 100 meirihiáttar verksmiðjur væru í borginni. Áin Ríon rennur um borgina, er virkjuð og framleiðir orku fyrir verksmiðj- urnar og borgina. í Kútaísí er m. a. stór bifreiðaverksmiðja, vefnaðarverksmiðjur, sút- unarverksmiðja, skóverksmiðja, fataverk- smiðjur, niðursuðuverksmiðjur og húsgagna- verksmiðja. Við ókum fyrst í verksmiðju sovézka sam- vinnusambandsins, en þar er vin tappað á flöskur og soðið niður ávaxtamauk. Það vakti nokkra athygli, að vísir að dýragarði var á verksmiðj ulóðinni. Síðan var ekið á hótel, sem var í miðri borginni, og fengum við 40 mínútur til að koma okkur fyrir og skipta um föt. Það var hressandi að fá sér bað eftir ferðalagið i hitanum. En nú skyldi snæða kvöldverð. Ég varð fyrir því óhappi að gleyma sól- gleraugunum minum í kaupfélagsbúðinni þar sem við höfðum viðdvöl, eftir að við komum niður úr fjöllunum fyrr um daginn. Þegar ég kom niður í hótelanddyrið beið sendiboði með gleraugun. Á milli staðanna er a. m. k. þriggja klukkustunda akstur. Til kvöldverðar var ekið upp í fjöllin við Kútaísí. Þar er náttúrufegurð mjög mikil. Áður en skyggja tók, komum við að hinni frægu Gelatí-kirkju. Kirkja þessi var byggð á dögum Davíðs konungs (Davíðs byggjara, eins og hann var nefndur) en hann var uppi 1089—1122. Davíð var konungur Georgíu, og á hans tíma átti sér stað mikil uppbygging í landinu. Gelatí-kirkjan er ein af mörgum frægum kirkjum í Georgíu, en lokið var við að reisa hana árið 1106. Gelatí-kirkjan er m. a. fræg fyrir mósaík-helgimyndir, er teljast til hinna mestu listaverka sinnar tegundar. Davíð konungur er grafinn í kirkju þessari. Gelatí varð frægt klaustur og starfaði fram á þessa öld. Þar var áður fyrr eins konar háskóli, og voru þar sérstakir kennarar til þess að kenna prófessorunum. Bftir bylting- una 1917 var klaustrið lagt niður. Á miðöldum var slegin mynt í Gelatí, sem fræg er. Þar var og gerð hin fræga helgimynd af Maríu guðsmóður úr skíra gulli og sett eðalsteinum. Sagt er að gullið í dýrgrip þenn- an hafi vegið 10 kg. Við byrjuðum á því að skoða hina frægu kirkju. Hún virtist hafa drabbazt nokkuð niður á undanförnum árum, enda hefur hún ekki verið notuð í meira en hálfa öld. Við- gerð á kirkjunni er nú 'hafin. Vörður klaust- ursins skýrði frá sögu kirkjunnar og útskýrði helgimyndir. Síðan skoðuðum við hinn forna klaustur- skóla. Það vakti athygli, að ekkert þak var á þeirri byggingu. í klausturgarðinum hafði verið komið fyrir veizluborði einu miklu og var svæðið upplýst, en nú var rökkvað. Veðrið var dásamlegt, lcgn, heiður himinn og hitinn hæfilegur. Boi-garstjórinn í Kútaísí var veizlustjóri. Mik- ill matur var fram borinn, en fjöldi kvenna annaðist matseld í húsi nokkru í klaustur- garðinum. Hér voru margar ræður fluttar og skálað á georgíska vísu. Horn voru fram borin og gengu milli manna. Varð hver að tæma hornið, þegar að honum var rétt. Dansflokk- ur og hljómlistarmenn komu og skemmtu veizlugestum. Þetta varð eftirminnilegt kvöld, sem skildi eftir góðar endurminningar. Við komum á hótelið fyrir miðnætti. Kútaísí — Moskva Þriðjudagur 26. ágúst. Við byrjuðum á því kl. 9 að skoða markaðinn í Kútaísí. Hann er í miðri borginni í sérstökum byggingum. Segja má að þrír aðilar stundi sölustarfsemi á markaðinum: a. Ríkisverzlanir 1 Hafa fagt yerð & vörum b. Samvinnufélög c. Einstaklingar Einstaklingarnir selja vörur, sem þeir hafa framleitt. Á ríkisbúum og samyrkjubúum fá bændur litla lóðarspildu við íbúðarhús sin. Þessa bletti mega þeir rækta og nýta fyrir sjálfa sig. Sagt er að ótrúlega mikil fram- leiðsla komi þannig frá bændafólkinu sjálfu, sem það stundar í einskonar aukavinnu. Það var mjög fróðlegt að koma á markað- inn. Þar sem einstaklingar buðu fram vörur (ávexti, osta, smjör, kjöt o. fl.) var verðið samningsatriði. Það þurfti að prútta eins og gerist á austurlenzkum mörkuðum. Okkur var tjáð, að fast verð hjá samvinnu- félögunum myndi koma í veg fyrir, að ein- staklingarnir, er seldu vörur sínar á markað- inum, fengju of hátt verð. Eftir að við höfðum skoðað markaðinn var ekið upp á hæðir í borginni, en þar er skemmtigarður. Var þar borinn fram morgun- matur úti í skógarrjóðri. Mat- og drykkjar- föng voru mikil og margbreytileg. Að loknum morgunverði var ekið í heilsu- hælisbæinn Tsjaltúbó, sem er um 25 km frá Kútaisí. Þar eru heilsulindir (Spa). Sovézka samvinnusambandið rekur þar stórt heilsu- hæli. Við skoðuðum samvinnuverzlunarhús í bænum og var það nýtízkulegt; þar var meira vöruval að sjá en í öðrum samvinnuverzlun- um, sem við höfðum skoðað. Tsjaltúbó er ekki aðeins bær heilsulinda, heldur er þar fjöldi hótela og hvíldarheimila. Fjöldi fólks sækir heim bæ þennan og eyðir þar sumar- og vetrarleyfum sinum. Heilsuhæli sovézka samvinnusambandsins er í stórhýsi og minnir á stóra höll frá 19. öld, en er þó byggt fyrir ekki ýkja mörgum árum. Við áttum fund með forstjóra, læknum og hjúkrunarkonum heilsuhælisins, þar sem skýrt var frá starfseminni. Starfsmenn sam- vinnuféiaganna fá aðgang að heiísuhæiinú. Margvíslegar lækningar eru stundaðar á hæl- inu, fyrst og fremst böð og ljóslækningar. Var okkur sagt, að vatnið í heilsulindunum væri mjög ríkt af ýmiskonar efnum, sem gerði það mjög gott til lækninga. Þá bauð forstjórinn til hádegisverðar, þótt aðeins væri liðin klukkustund frá þvi við borðuðum hinn mikla morgunverð í Kútaísí. Hófust nú ræðuhöld með viðeigandi skálum. Að loknum hádegisverði var okkur sýnt aðalbaðhús bæjarins, en hin ýmsu heilsu- hæli senda sjúklinga sína þangað. Við fengum að sjá stóra baðlaug í sérstökum sal hússins. Var okkur tjáð, að Jósef Stalin hefði skömmu áður en hann lézt stundað böð í sal þessum. Þá hefði Nasser verið þar til lækninga á sl. ári. Sólin var nú orðin brennandi heit og óþægi- legt að dvelja utan dyra, nema þá í skugga. Nú fór að styttast í að við færum á flug- völlinn í Kútaísí og legðum á stað til Moskvu. Var ekið áleiðis til flugvallarins, en eftir var þó að snæða kveðjumáltíð. Kl. um 14.00 var komið að samvinnuveitingahúsi úti í sveit og þar beið uppdekkað veizluborð. Hófst nú máltíð á ný, sú þriðja í röðinni frá því kl. 10 um morguninn. Ræður voru fluttar, kveðjur og þakkir fyrir dvölina í Georgíu. Ég afhenti frá okkur íslendingum minjagripi sem gjöf til gestgjafa okkar. Nódarí Kabadze, varaforseti samvinnusam- bandsins í Georgíu hafði verið með okkur allan tímann í Georgíu. Honum færðum við sérstakar þakkir. Að lokinni máltíð var ekið til flugvallarins. Hitinn var nú mjög mikill, og við vorum fegin að komast í þotuna og fá von bráðar svala. Við lögðum af stað kl. 15.45 og komum til Moskvu eftir tveggja og y4 tíma flug. Þá var klukkan þar um 17.00. Við seinkuðum klukk- unni um einn tíma. Við ihöfðum góðar endurminningar um dvöl- ina í hinni fögru Georgíu. Tíminn þar var alltof stuttur. Það hefði t. d. verið gaman að koma að Svartahafinu, en slíkt varð að bíða betri tíma. Gestrisnin í Georgíu var meiri en orð fá lýst. Pólkið sem við hittum var skemmtilegt, hafði ákveðnar skoðanir og sterkan persónuleika. Hann Sergei og hún Natasja voru framúrskarandi góðir ferða- félagar og við berum sérstaklega hlýjan hug til þeirra fyrir samveruna. Við vorum tvo daga í Moskvu. Þar fór tim- inn m. a. í viðræður við sovézka samvinnu- sambandið um viðskipti, og var undirritað samkomulag um gagnkvæm viðskipti milli Sambands ísl. samvinnufélaga og Centrosoyus. íslenzku sendiherrahjónin, dr. Oddur og frú Liselotte. Guðjónsson, sýndu okkur sér- staka gestrisni og buðu okkur og ýmsum sov- ézkum viðskiptavinum til móttöku í sendi- herrabústaðinn. Sigurður Hafstað sendiráðs- fulltrúi greiddi og götu okkar á margan hátt. Við islenzku ferðafélagarnir erum þakklát fyrir ferðina til Sovétríkjanna, sem var að mörgu leyti ævintýri líkust. Við metum kynni okkar við fólkið í Sovétríkjunum, en persónu- leg kynni greiða bezt fyrir viðskiptum og góð- um samskiptum þjóða í milli. Sovétríkin eru þýðingarmikill markaður fyrir íslenzkar af- urðir. Þau ráða yfir geysistórum markaði, og það er æskilegt fyrir íslendinga að eiga að- gang að þessum markaði. Við þökkum vinum okkar i Centrosoyus fyrir heimboðið og þá fyrst og fremst A. P. Sklímov, forseta sambandsins; hann og ég höfum þekkzt í þrjá áratugi í starfi Alþjóða- samvinnusambandsins. Sendinefnd frá Centrosoyus hefur verið boðið að heimsækja ísland næsta sumar, og þá munum við reyna að endurgjalda á ís- lenzka vísu þá gestrisni, sem sendinefndinni frá Sambandi ísl. samvinnufélaga var sýnd í Sovétríkjunum sumarið 1969. 4 58

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.