Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 60

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 60
FLJÓTLEGAR VEITINGAR HEIMIUSi* g a ^ Bryndís Steinþórsdóttir b ^snmmH Ostaterta (handa 6—8 manns). BOTNAR: 4Y2 dl hveiti (275 g) 200 g smjörlíki 2 msk vatn OSTAKREM: 2 smurostar 100 g rifinn ostur 50 g Smjör eða smjörlíki paprika (2 tsk cognac eða % msk þurrt sherry) Valhnetukjarnar eða saltar möndlur Grœn eða blá vínber. SigtiS hveitið. Saxið smjörlíkið saman við með hníf og vætið í með köldu vatninu. Hnoðið fljótt saman og kælið deigið. Skiptið deiginu i þrennt og breiðið það út í botna á stærð við lítinn matardisk. Bakið botnana í 12—15 mín við 250 gráðu hita þar til þeir eru ljósbakaðir. Kælið þá á plötunni og takið þá varlega af. Hrærið ostinn, smjörið og bragðefnin saman. Bætið rjóma eða mjólk í ef kremið er of þykkt til að smyrja því á botnana. Leggið botnana saman með kreminu (en takið 2—3 msk frá til skreytingar). Látið tertuna bíða 1 1—2 tíma áður en hún er skreytt með kreminu, valhnetukjörnum eða söltum möndlum eða mandarínum. Borin með öli, tei eða kaffi. Einnig góð sem ábætisréttur. Heit ostakaka DEIG: 3 dl hveíti 6 msk smjörlíki 2 msk vatn og 1 msk rjómi KREM: 2 eggjarauður 2 dl rjómi (þeyttur) % msk hveítl salt, papríka Búið deigið til eins og ostatertudeigið. Kælið og fletjið út % hluta deigsins. Klæðið eldfast mót eða mót með lausum botni með deiginu. Blandið þeyttum eggjarauðum, hveiti og kryddi saman við þeytta rjómann og látið síðan kremið í mótið. Fletjið út það sem eftir er af deiginu, skerið það í mjóa strimla og penslið með þeyttu eggi eða bræddu smjöri. Leggið síðan strimlana í „grindverk" ofan á kremið og hringinn í kringum samskeytin. Bakið kökuna fyrst við 225—250 gr. hita, en minnkið síðan strauminn til að kakan gegnumbakist á um 30 mín. SjónvarpsbrauS (fyllt brauð) 1 lítið heilhveiti- eða hveitibrauð bakað í móti 50 g smjör 1 laukur 150 g léttreykt kjöt (lamba- eða svínakjöt) 2—3 tómatar 2 egg (Yt dós aspargus eða sveppir) 2 dl rjómi eða mjólk salt, pipar Skerið sneið af brauðinu eftir endilöngu og holið brauðið innan. Penslið það síðan með bræddu smjöri. Saxið laukinn og kjötið, en skerið tóm- atana í sneiðar. Brúnið laukinn lauslega í smjöri og látið hann í brauð- ið, því næst kjötið og tómatsneiðarnar. Þeytið saman egg og rjóma eða mjólk (blandið rjómann eða mjólkina til helminga með aspargus- eða sveppasoðinu sé það haft í fyllinguna). Bakað í meðalheitum ofni þar til fyllingin er stífnuð og ljósbökuð. Gott er að strá rifnum osti yfir og baka hann með síðustu mínúturnar. Berið brauðið fram vel heitt og hrátt grænmetissalat með ef vill. Gott er að fylla brauðið með sveppa-, rækju- eða aspargusjafningi, jafningurinn er þá hafður þykkri en venjulega og ein eggjarauða hrærð saman við áður en hann er látinn í brauðið og rifnum osti stráð yfir. Bakað þar til osturinn er bráðnaður. t Heitt brauð með buffi og ananas Blandið salti, pipar og salvie eða rosmarin saman við saxað nauta- eða lambakjöt. Mótið kjötið i litlar buffkökur og steikið þær í smjörlíki eða matarolíu, bætið 2—3 msk af vatni á pönnuna og látið buffið steikjast við vægan hita í 5—10 mín. Skerið hveitibrauð í sneiðar, mótið þær með glasi og ristið í brauðrist. Raðið sneiðunum á fat, látið heitar buffsneiðarnar yfir og því næst ananassneiðarnar sem áður eru steiktar í smjöri. Bezt er að glóðar- steikja þetta í um 5 mín, áður en það er borið fram. Ath.: Hæfilegt er að nota minni stærðina af ananashringjunum í þenn- an rétt og er þá stærð buffsins og brauðsneiðanna miðuð við það. Heitt brauð með lifrarkæfu og sveppum 6 hveitibrauðssneiðar, smjör lifrarkcefa, flesksneiðar (baconsneiðar) 250 g nýir sveppir smjör, salt sítrónusafi Ristið hveitibrauðssneiðarnar og smyrjið þær með smjöri. Skerið lifrar- kæfuna i sneiðar eða smyrjið henni yfir sneiðarnar. Brúnið fleskið á heitri þurri pönnu. Skerið hreinsaða sveppina í sneiðar (með eggja- skera) og brúnið þá í smjöri. Bætið salti, pipar og sítrónusafa saman við. Skiptið sveppunum á sneiðarnar og leggið flesksneiðarnar þar yfir. Túnfiskbrauð með grænum pipar og eggjum 1 dós túnfiskur 50 g krydduð olíusósa (mayonnaise) 2—3 tsk saxaður pikles (eða sandwichspread), salt, pipar, sítrónu- safi (karrý- eða tómatkraftur ef vill) Blandið túnfiskinum í olíusósuna, bætið pikles saman við og kryddið eftir bragði. Látið salatið á smurðar hveitibrauðssneiðar. Þeytið 1—2 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.