Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 61
eggjahvítur og smyrjið í þunnt lag yfir salatið. Bakið í um 15 mín við 200—250 gráðu hita eða þar til eggjahvítan hefur lyft sér og er byrjuð að gulna. Skreytið með grænum pipar og eggjasneiðum. Borið fram nýbakað. Salatið er einnig ágætt án þess að baka það. Drýgt með harð- soðnum söxuðum eggjum ef vill. Langar brauSsamlokur Löng brauð (snittubrauð) er fljótlegt að kljúfa eftir endilöngu og leggja saman með því áleggi sem fyrir hendi er, t. d. saltatblöðum, afgangin- um af sunnudagssteikinni og gúrkusalati eða asíum. Áleggið er látið jafnt yfir neðri helming brauðsins og efri helmingnum hvolft yfir. Brauðið er síðan borið heilt á borð og þá getur hver ákveðið sinn skammt. Snittubrauð er auðvelt að baka úr venjulegri uppskrift af brauði með' pressugeri eða perlugeri (þurrgeri). Þannig brauð er einnig ágætt að hita með mismunandi fyllingum eins og áður er nefnt. Ristað brauð með reyktri síld og lauk Smyrjið ristað brauð, leggið tómatsneiðar yfir og því næst reykta síld. Klippið blaðlauk eða graslauk yfir og látið ostasneiðar þar ofan á. Bakið þar til osturinn er bráðnaður. Þrefaldar samlokur Tiibreyting er að búa til þrefaldar samlokur. Smyrjið fremur þunnar heilhveiti-, rúg- eða hveitibrauðssneiðar (formbrauð). Veljið síðan tvær ólíkar áleggstegundir, sem þó eiga vel saman að bragði, og leggið sneið- arnar saman með þeim. Raðið sneiðunum með smurðu hliðina upp og leggið salatblöðin þar á og reykt, nýtt eða saltað kjöt. Hvolfið sneið- um yfir og smyrjið þær. Leggið síðan ost og tómatsneiðar þar á og hvolfið þriðju sneiðunum yfir. Skerið sneiðarnar í tvo til þrjá hluta og stingið pinnum í gegn. Ef sneiðarnar eru reistar upp á endann eru þær skornar í þríhyrninga og pinninn festur t. d. með ohvu eða radísu. Eplaflesk með grænmetissalati 3—4 matarepli (súr) 2 stórir laukar flesksneiðar (baconsneiðar) Þvoið eplin og skerið þau í 3 sneiðar. Flysjið laukinn og skerið hann í sneiðar. Steikið fleskið á þurri pönnunni og haldið því heitu. Steikið síðan eplin í fleskfitunni og raðið þeim á fat. Steikið síðan laukinn í smjörlíki á venjulegan hátt en látið eina msk af vatni á pönnuna þegar laukurinn er að verða brúnaður. Hellið honum yfir eplasneiðarnar og leggið fleskið yfir. Borið fram vel heitt með hráu grænmetissalati. Ristað brauð með sardínum í olíu Ristið brauðið og raðið því á ofnplötu eða fat sem þolir hita. Raðið sardínunum á sneiðarnar og hitið þær í nokkrar mínútur við meiri yfirhita eða glóðarrist. Litlar brauðkollur með fyllingu 100 g smjör eða smjörlíki 100 g hveiti 1 msk kalt vatn FYLLING: 2 egg 1% dl rjómi %—1 dl rifinn ostur salt, pipar, paprika rœkjur eða olívusneiðar, steinselja eða karsi Sigtið hveitið og saxið smjörlikið saman við. Vætið með köldu vatni og hnoðið fljótt saman. Kælið deigið. Smyrjið lítil mót og klæðið þau innan með þunnt útflöttu deiginu. Þeytið egg og rjóma saman, blandið osti og kryddi saman við. Fyllið mótin að % með eggjablöndunni og bakið við 200 gráðu hita þar til fyllingin er stífnuð. Takið brauðkoll- urnar varlega úr mótunum og raðið þeim á fat. Fyllið þær síðan með nokkrum rækjum eða olívusneiðum. Klippið karsa eða steinselju yfir. Borið fram með heitri, tærri soðsúpu eða tei. Karsi er smágerð grœnmetistegund sem auðvelt er að rækta í eldhús- glugganum. Látið lag af bómull í grunnt mót, t. d. plastmót, bleytið bómullina og stráið síðan karsafræi hæfilega þétt yfir. Ath. að láta bómullina ekki þorna, þá sprettur karsinn á ótrúlega skömmum tíma og er síðan klipptur eftir hendinni yfir t. d. kartöflur eða aðra tilbúna rétti og gerir þá bæði litríkari og C-vítamínríkari. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.