Samvinnan - 01.04.1970, Síða 65

Samvinnan - 01.04.1970, Síða 65
KF K-fóburvörur ódýrastar og beztar GUÐBJÖRN GUÐJÓNSSON umboðs- og heildverzlun Hólmsgtöu 4, Reykjavík, Pósthólf 1003, Sími 24694 Árið 1921 var Alí Fúad Pasja hershöfðingi sendur til Moskvu til að gegna þar sendiherraemb- ætti fyrir Tyrkland. Lenín ræddi við hann við sérstaka móttökuat- höfn og talaði þá af hrifningu um framtíðaráætlanir sínar. Hann sagði meðal annars: — Að mínu áliti eru Þjóðverj- ar miklu nothæfari fyi-ir heims- byltinguna en Rússar, sem þurfa langan tíma til að snúast. Þjóð- verjar eru menn með meginregl- ur, og þegar þeir hafa á annað borð tileinkað sér hugmynd, halda þeir áfram að vera sann- færðir um sannleiksgildi hennar. Jafnskjótt og þeir hafa viður- kennt kennisetningar bolsévism- ans ætla ég að flytja aðalbæki- stöðvar mínar frá Moskvu til Berlínar. Þegar Trotskí átti að semja við hina keisaralegu þýzku stjórnar- erindreka og herforingja í Brest- Litovsk árið 1917 um skilyrði Þýzkalands fyrir sérfriði, sendi hann Lenín símskeyti og spurðist fyrir um, hvernig hann ætti að klæðast þegar hann kæmi til fundar við hina tignu fyrirmenn. Lenín svaraði um hæl: — Vertu í nærbuxunum ein- um — stop — ef það getur þjón- að hagsmunum byltingarinnar. Athygli Leníns var einhverju sinni vakin á því, að ýmsar stór- brotnar hugmyndir hans væru ósamrýmanlegar veruleikanum. Þessari gagnrýni svaraði Lenín stutt og laggott með orðunum: — Það verður verst fyrir veru- leikann. Ágengur þingmaður hékk eitt sinn í bandaríska stjórnmála- manninum Henry Clay <1777— 1852) og talaði í síbylju um eitt- hvert lítilsvert vandamál. Clay reyndi að malda í móinn, en hinn mælski þingmaður tók af honum orðið: — Þér talið kannski fyrir munn núlifandi kynslóðar, en ég tala fyrir munn niðja okkar. — Já, sagði Clay, og þér virð- ist vera staðráðinn í að tala þang- að til þeir birtast. BRIDGESTONE Hvað segir Guðmundur Jónasson um Bílar mínir hafa farið milljónir kílómetra, bæði um vegi og veg- leysur óbyggðanna á ýmsum gerðum hjól- barða. BRIDGESTONE hjól- barðarnir hafa reynzt mér lang bezt. Þeir eru mjúkir og endingar- miklir, auk þess er það hreinn viðburður ef það rifnar út úr þeim, en það var einmitt þyngsta þrautin við að glíma, áður en ég kynntist BRIDGESTONE. 65

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.