Samvinnan - 01.06.1970, Page 15

Samvinnan - 01.06.1970, Page 15
Ernir Snorrason: Á seinustu árum hafa skilin milli hinna ýmsu hugvísindagreina og t. d. bókmennta gerzt æ óljósari. Til að mynda nálgast sum- ar aðferðir þjóðfélagsfræðinnar mjög þjóð- félagslegu skáldsöguna: lifandi samtöl við þann hóp þjóðfélagsins, sem verið er að rannsaka, skipa mikið rúm í félagslegum ritum, sem teljast vísindaleg. Eins er al- gengt, að þjóðfélags- og sálfræðingar lýsi andrúmslofti ákveðinna staða og fólks til að skýra, hvers vegna ákveðið val eða tök á viðfangsefni hafi átt sér stað. En það, sem kannski er erfiðara að átta sig á, er, að sá mikli fróðleikur, sem nútímahugsvísindi hafa unnið á þessari öld og á allra seinustu árum, hefur beinlínis áhrif á listamenn og viðfangsefni þeirra. Augljósasta dæmi þessa er verk Freuds og súrrealisminn. Titill þess- arar greinar, ef hann kæmi einhverjum á óvart, á að gefa til kynna það sem hér fer á eftir. Það er engum vafa undirorpið, að áhrif hugvísinda á listir og eins áhrif ýmiss konar listrænnar viðleitni á starf hugvís- indamannsins, hafa sjaldan verið augljós ari og á okkar dögum. En hvort unnt sé í stuttu spjalli að gera einhverja grein fyrir áhrifum íslenzkra hugvísinda á íslenzka list- sköpun, er svo annar handleggur. Reynt er hér frekar að lýsa nokkurs konar heildar- áhrifum, sem ákveðnir hlutir eða fyrirbrigði hafa á þann, sem þetta ritar. í stuttu máli eru skrif sem þessi bókmenntaleg. En það, sem er hreinbókmenntalegt eða öllu heldur nokkurs konar óljósar lýsingar á ýmiss kon- ar áhrifum, er uppistaðan í flestum íslenzk- um hugvísindaskrifum. Hið bókmenntalega eða goðsögulega er það sem ekki er vísinda- legt; ekki hugsun sem raunverulega leitast við að gæta einhvers samræmis, heldur óljós draumur, sem tjáir sig í stórgerðum tákn- um tilfinninga og alls konar skaphrifa. Til dæmis er alls ekki víst að óreyndu, að unnt sé að ræða um hugvísindi, eins og hér er gert, almennt og yfirleitt. Og það sama á við um listir. En þegar ritað er um íslenzkar listir og skrif, verður ljós ákveðin vöntun á upplýsingum (sem óbeint ætti að koma fram í slíkum verknaði), svo augljós að stórgert táknmál er afsakanlegt. Þeir, sem um bókmenntir fjalla, hafa orð- ið þess varir á seinustu árum, að skáldverk- ið verður æ þjóðfélagslegra, fæst æ meir við einhvern þekktan þjóðfélagslegan raun- veruleika. Þetta er ekki alltaf augljóst á ytra borði verksins, heldur liggur oft í því sem ekki er túlkað berum orðum. Nú er það svo, að íslenzk skáldsaga er einmitt mjög fátæk að þjóðfélagshyggju og íslenzk- ir höfundar yfirleitt á lágu stigi hugvísinda- lega séð. Kannski er deyfðin sem yfir ís- lenzkum skáldverkum ríkir til komin vegna þeirrar fábreytilegu skynjunar sem íslend- ingar hafa á þjóðfélagslegum veruleika. (Hér mætti kannski undanskilja Svövu Jak- obsdóttur og Guðberg Bergsson, sem bera einmitt þessari nútímalegu hugvísindavið- leitni vitni). Hinn fullkomni skortur á mál- efnagrundvelli er þekkt stærð í íslenzku þjóðlífi, og við samneytum þessum skorti eins og hverju öðru skordýri, sem örlögin hafa sent okkur. íslenzkt þjóðfélag er lokað þjóðfélag þar sem upplýsingastreymi er stöðvað á öllum stigum valdakerfisins. Ekki alltaf meðvitað, heldur frekar af þursaskap og sögulegum sljóleika og skilningsleysi á gildi almennrar opinnar umræðu fyrir mót- un framtíðarinnar. En þessi skortur á al- mennri þjóðfélagslegri hugsun í íslenzku þjóðfélagi endurspeglast í íslenzkum skáld- ritum og listaverkum. Efni þessarar grein- ar mætti eins vera: íslenzk meðvitund og íslenzk sköpun. En með meðvitund væri átt, grosso modo, við allan þann skynsemi legan fróðleik og upplýsingar sem menn sitja inni með. Slík skilgreining á meðvit- und er í sjálfu sér loðin, en þjónar tilgangi sínum í svipinn. Haft væri einnig í huga, að hugvísindi eða vísindi sem hafa manninn að viðfangsefni sem þjóðfélagsveru, sem einstakling, sem sögulegan verknað (eða praxís í marxískum skilningi, þ. e. allan mannlegan verknað yfirleitt) o. s. frv., eru tilraun til að koma á skynsamlegri sýn eða kerfi um manninn frá sem flestum hliðum tilveru hans. Vöntun á slíkri kerfisbundinni viðleitni og sigur hinnar goðsögulegu eða bókmenntalegu hugsunar er forsenda þeirra listaverka sem hér hafa séð dagsins ljós seinustu árin. Einhver myndi kannski staðhæfa, að ís- lenzkar aðstæður væru svo einfaldar í sjálfum sér, að okkur skorti af náttúrlegum ástæðum verkefni. Þetta væri áreiðanlega misskilningur. Jafnvel hinar svokölluðu frumstæðu þjóðir, sem fræðimenn misskildu oft og héldu að lifðu í einhvers konar frum- stæðum, einföldum heimi, lifa í mjög flókn- um og merkilegum víxláhrifum í tiltölulega takmörkuðu umhverfi. Ef íslenzkur veru- leiki er einhæfur, er það vegna þess að við höfum gert hann þannig úr garði. Og menn- ingarsaga okkar sýnir ljóslega, svo að ekki verður um villzt, að íslenzkur hugarheimur hefur ekki alla tíð verið eins einfaldur og á okkar dögum. Sennilega er óhætt að segja, að íslenzk nútímahugvísindi, íslenzkir menntamenn hafi gjörsamlega brugðizt þeirri skyldu sinni að miðla upplýsingum og skapa frjótt andrúmsloft íslenzkra hug- vísinda og lista. í efnishyggju okkar leggj- um við einnig rangt mat á menntunarstig okkar. Skólastofnun verður ekki dæmd eftir því magni bóka eða fjölda námsgreina, sem þar eru kenndar, heldur af ávöxtum henn- ar, þ. e. raunverulegri þátttöku mennta- manna í daglegu lífi. Ljótasta dæmið um íslenzk hugvísindi er kannski sú normalíva eða reglukennda hugs- un sem tröllríður íslenzkum fræðum. Við það að færa alla málnotkun í stirðnaðan ramma þeirrar málfræði sem lögskipuð er, án tillits til einhverra þarfa hugsunar og tjáningar, er það lögskipað hlutverk allra hérlendra skóla að fjarlægja nemandann sem mest málinu og svipta hann þar með allri tjáningarviðleitni. Hér er miklu alvar- legra mál á ferðinni en nokkurn þann mann Jón llclgason prófcssor. grunar, sem enn er undir yfirráðum þessa heilaþvottar mörlandsins. Þær hugvísinda- aðferðir, sem liggja til grundvallar allri ís- lenzkri menntun, eru úr sér gengnar og allar til þess fallnar, að hefta vitsmunalegan þroska okkar. En það sem af þessu ástandi leiðir í fljótu bragði er, að öll upplýsinga- skipti okkar á milli eru alltof sein og að allar ákvarðanir, sem teknar eru, eru tekn- ar úr fjarlægð. Liggur við að rætt sé um þjóðfélagsmál á íslandi í gegnum lögskip- aðar nefndir. Albert Camus sagði, að þegar menntamennirnir svikju, dæi þjóðfélagið. Leynilegt pauf íslenzkra fræðimanna og sljó- leiki er þeim ekki sjálfráður; því er það út í bláinn að dæma. En mál er að linni. Tunga okkar, þessi miðill upplýsinga og tjáningar, er orðin að stirðnuðu formi sem enginn verknaður ber uppi. En það er erfitt að ákveða hvar hefjast skuli handa í þessu huglæga kerfi. íslenzkur hugsunarháttur er afleiðing af því, hvernig við meðhöndlum tungu okkar, þ. e. tungan endurspeglar hugsun okkar eða vöntun á hugsun, og eins er hugsun okkar takmörkuð af þeirri tungu sem okkur er innrætt. Hér er um að ræða lokað kerfi, þar sem hvergi er upphaf né endir, heldur vítahringur. Það ey ljóst, að það eru annarleg vinnu- brögð, sem hér eru höfð í frammi, að fjalla um íslenzka hugsun sem eina heild. Allir vita að við eigum einstaka gáfumenn og við- urkennda hugvísindamenn. T. d. er Jón Helgason viðurkenndur hugvísindamaður í Danmörku. En hann hélt því fram í blaða- 15

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.