Samvinnan - 01.06.1970, Side 16

Samvinnan - 01.06.1970, Side 16
viðtali við danskan blaðamann fyrir ári, að engir afburðamenn gætu þrifizt hér, þar eð allt umhverfið, menningarviðhorf hérlent væri þroska þeirra (þ. e. afburðamanna) beinlínis hættulegt. Laxness hefur, að hans áliti, aðra viðmiðun en íslenzka í verkum sínum. Og það verður honum til bjargar. Hér virðist vera um augljós sannindi að ræða. Spurningin er aðeins, hvernig beri að túlka þau. Til þess að íslendingur geti náð einhverju stigi þroska eða menntunar er Teikningar: Haraldur Guðbergsson. honum nauðsynlegt að sækja til annarra landa. Spurningin er hvort við eigum að stökkva frá því verkefni sem hér liggur fyrir, að gera íslenzkan hugarheim þannig úr garði að hér verði lifað á öðrum grund- velli en í þeirri lágkúrulegu efnishyggju, sem einkennir í svipinn þjóðlíf okkar. Það er spá mín, að þeir 1000 námsmenn íslenzk- ir, sem nú troða erlendar slóðir, komi ekki til með að liggja á liði sínu. Hér þarf að koma til sameiginlegt átak og endurmat á verðmætum. Áreiðanlega ber framtíðin í skauti sér slíkt átak, því að svo er íslenzk- ur hugarheimur bundinn hinni dauðu goð- sögu normatívrar málfræði, að goðsagan sjálf er hætt að trúa á tilveru sína. Og skyldu menn hlæja, ef fullyrt er, að sljó- leiki okkar og þreyta er hræðsla okkar við að stökkva út úr rammanum til þess að við fáum lifað? Hryggilegt er til þess að hugsa, að myndin hefur aldrei öðlazt líf nema í hugarheimi þess, sem á hana horfir. 4 16

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.