Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 21
að fjalla um flókin efni á auðskilinn hátt, skulu hér tilgreindar glefsur úr öllum rit- dómunum sem birtust um Leigjandann, þar sem fjallað er um gerð og skírskotun (tákn- gildi) verksins. Þegar tilvitnanir eru hér eft- ir einungis tengdar blöðunum, ber að hafa í huga að ritdómar úr Alþýðublaðinu eru eftir Njörð P. Njarðvík, Morgunblaðinu eftir Jóhann Hjálmarsson, nema um Hringekjuna 15.11. eftir Erlend Jónsson, úr Tímanum eftir Andrés Kristjánsson, Vísi eftir Ólaf Jónsson og Þjóðviljanum Árna Bergmann. Sagan er táknrœn, þ. e. í frásögninni fer raunar tvennum sögum fram, annars vegar raunsœ atburðarás, hins vegar sá veruleiki (ímyndaður eða sannur) sem frásögnin miðl- ar. Hin ytri frásögn slíkrar sögu er aðeins yf- irskin til að miðla öðrum og oft geigvœnlegri hlut. (Alþbl.). Sagan sveiflast milli tveggja skauta, sem klofna ekki í andstœðsr þegar best lœtur, en stundum verður hinn þurri og nákvœmi frá- sagnarstíll einum of langdreginn, án þess að opinbera nein sannindi, sem sagan hefði ekki getað veriö án. Af þessum sökum verða sumar furður sögunnar eins og sjálfhverfar myndir utan við veruleik efnisins (Mbl.). Eftirtekt vekur hve hnitmiðuð frásögnin er, sagan öll séð og sögð frá sjónarmiði kon- unnar í sögunni, frásögnin einskorðuð innan veggja heimilis hennar. En á þessu þrönga sviði fara atburðir fram sem hafa miklu djúptœkari merkingu venjulegu félagslegu eða sálfrœðilegu raunsœi, skírskota langt út jyrir sögusviðið sjálft, þó lífsgildi sitt í sög- unni eigi þeir vafalaust að þakka hinu agaða formi hennar og raunhlítum frásagnarhœtt- inum (Vísir). Ekki verður sagt að þessi saga hvíli í sjálfri sér í ró og spekt, nei, fyrr en varir er hún farin að leita út fyrir sjálfa sig að ýmsum hliðstœðum. Lesandinn hefur auðvitað nokk- urt svigrúm í skilningi sínum, ekki gengur allt upp — en satt að segja verður vart hjá þvi komizt að hann festi hugann við fjölmargar Arni Bergmann. hliðstœður milli sögunnar og fslandssögu síð- ustu áratuga (Þjóðv.). Nú ber að viðurkenna að það gefur ekki fyllilega rétta hugmynd að taka svona klaus- ur út úr hamhengi, en þó er hér um nokk- uð sjálfstæðar heildir að ræða, þar sem reynt er að lýsa sama fyrirbrigði. Mér virð- ist þrjár þeirra auðskildar ef lesið er með nokkurri athygli, en ein algerlega óskiljan- leg. Annars skal lesanda látið eftir að dæma nánar um þetta fyrir sig. Stundum víkja ritdómararnir að takmörk- uðum skilningi sínum, einkum þar sem fjall- að er um Hliðin á sléttunni. Um „einkenni- legustu kvæðin í bókinni" segir svo á ein- um stað: „—, orðin öldungis huglæg sem orða sinn eigin heim svo einkennilega ná- lægan og nærtækan okkar heimi hinna.“ (Vísir). Annars staðar segir „í þessari litlu bók er slegið á allmarga strengi, en lesand- inn sleginn furðu, oftar en ekki; stundum skilur hann ekki, en grunar því fleira von- andi. En við getum vel þagað um það, sem Jáhann Iljálmarsson. við skiljum verst, — —.“ (Þjóðv.). Og í Morgunblaðinu segir: „Eins og fyrr hefur verið bent á eru ljóð Stefáns Harðar ekki auðráðin. Sum þeirra eru gátur.“ Og þar eru talin upp 9 ljóð af 16 í bókinni, sem verða „að fá tíma til að orka á lesandann." Það er auðvitað viss léttir í því fyrir les- endur að sjá að skilningi ritdómara eru líka takmörk sett. En hér er raunar komið að atriði sem tengt er spurningunni um það hvort gagnrýnin sé til gagns, ræki vel hlutverk sitt sem miðill milli höfunda og lesenda. Gegnir hún uppeldishlutverki, skýrir eða vekur áhuga á bókmenntum? Alkunna er að drjúgur hluti ljóðagerðar eftirstríðsáranna hefur átt mjög takmark- aðan lesendahóp og sætt fordómum og skiln- ingsleysi sem m. a. hefur haft þær afleið- ingar að fylgismenn nýrrar stefnu hafa gerzt einróma og hástemmdir í málsvörn sinni. Fáar nærgöngular tilraunir til að meta gildi og stöðu Ijóðlistarinnar og skýra þróun hennar hafa verið gerðar. Frá liðnum vetri minnumst við þó útvarpserinda Sveins Skorra Höskuldssonar um þetta efni, sem mikill fengur var að. í síðustu ritdómum Ólafur Jónsson. sínum um ljóðabækur hefur Ólafur Jónsson líka tekið þróun og stöðu ljóðlistarinnar til nokkurrar umræðu og virðist mega álykta að hann hafi hug á að gera því efni betri skil. í umsögninni um Hliðin á sléttunni gerir hann líka all rækilega grein fyrir ein- kennum hinna torskildu ljóða í þeirri bók. Ritdómarnir um fyrstu ljóðabækur ungu stúlknanna sem áður er getið einkennast af velvild og kurteisi, en segja fremur lítið hvað þar er á ferðinni. Ástæða er til að varpa fram þeirri spurningu hvort ekki yrði ávinningur í að nálgast ljóðlistina með minni hátíðleika og kurteisi og færri fyrir- vörum en venja er til í ritdómum. Geðs- hræringarnar sem fylgdu formbreytingunni tilheyra liðinni tíð og fyllilega timabært orðið að líta á þessi efni af meira jafnvægi, meta kost og löst. Hugsanlegt er að unnt væri að efla áhuga og skilning á þessari grein ef öðru hvoru kæmi fyrir almennings- sjónir túlkunartilraunir (ljóðrýni) auk hinna hefðbundnu ritdóma. Skoðanir og mat Bókmenntafræðinga greinir á um mögu- leika vísindalegra, hlutlægra vinnubragða í fræðum sínum. Vegna áhrifa frá empírísk- um vísindum hefur mátt greina víðtæka við- leitni í bókmenntakönnun í þá átt að ryðja burt huglægum þáttum sem leitt geta at- hygli frá verkinu sjálfu. Enda þótt þessi viðleitni hafi átt drjúgan þátt í að losa gagnrýni og bókmenntafræði við óbundið hugarflug og persónubundið snakk, munu flestir sammála um að erfitt sé og jafnvel óæskilegt að útiloka huglægt mat við at- hugun og umfjöllun bókmennta, enda leiðist menn þá oft út í þurra upptalningu, hálf- gerða tölfræði sem ekki hefur gildi nema við sérstök afmörkuð verkefni. Blaðagagn- rýni flokkast að sjálfsögðu ekki undir vís- indi. Forvitnilegt væri engu að síður að kanna hvernig hlutlæg lýsing og huglægt mat (skoðanir) birtast í gagnrýninni. Athugum fyrst lítillega hvað gagnrýnend- urnir segja sjálfir um viðhorf sitt til starfs- ins. Ólafur Jónsson skrifar grein í Vísi 30. okt. s. 1. meðal annars í tilefni af því að Matthías Johannessen hafði á rithöfunda- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.