Samvinnan - 01.06.1970, Page 23

Samvinnan - 01.06.1970, Page 23
Sigurður sæll. Þú spyrð mig um Ríkisútvarpið og rithöf- undana. En kannski höfum við alls ekki hið sama í huga, þegar við tölum um út- varpið. Þótt aldursmunur okkar sé ekki mik- ill, er sá munur á, að ég man glöggt útvarps- laust ísland, hef frá upphafi fylgzt með, hvernig útvarpið hefur gjörbreytt andlegu lífi þjóðarinnar til góðs og ills, en þér hef- ur það að líkindum verið einn af sjálfsögð- um hversdagshlutum daglegs lífs jafnlengi og þig dreymir til. Mér er í barnsminni, að til var aðeins eitt viðtæki í heimabyggð minni: Stórt, hnotu- brúnt og virðulegt í lögun, hefði fallið í kverk á gotneskum kirkjuglugga. Því var komið fyrir í samkomusal þorpsins, og þar söfnuðust áhugasamir þorpsbúar á kvöldum til að hlusta á fréttir. Þær áttu löngum í erfiðleikum með að brjótast yfir fjallgarða Austurlands. En þolinmóðir áheyrendur voru furðulagnir að henda á lofti orðaslitrin, sem af mikilli hugprýði höfðu troðið truflana- marvaðann á leiðarenda til að ná þó ekki væri nema einu fróðleiksfúsu eyra; síðan hjálpuðust menn að við að skeyta brotin saman. Þá gátu fréttir orðið á þessa lund: „... landsdrottn ... vígði ... krahús ... stöddu ... sökk út af ... 7 ... fórust ... í bátana.“ Stundum heyrðist ekki annað en urg og sog og suð, unz rödd þulunnar reif sig upp úr harkinu: ...voru Lundúnafrétt- ir.“ Þá sögðu hlustendur og brostu við: „Mikið brim í London núna.“ Gamanyrði fengið að láni frá gömlum spaugara í kaup- túninu. Þessi minning um eftirvæntingarfulla hlustendur framan við undratækið veldur ef til vill mestu um það, að ég hef alltaf haft háar hugmyndir um útvarpið sem menning- ar- og fræðslustofnun, þjóðarskóla og -skemmtistað. Ég hefði getað tekið undir orð, sem ég rakst á nýlega í 25 ára gamalli óundirritaðri grein (líklega eftir VSV), þótt helzti hástemmd séu fyrir minn smekk: „Ríkisútvarpið er háskóli okkar alþýðu- manna.“ Mér hefur fundizt sjálfsagðara en um þyrfti að ræða, að útvarpið ætti að vera vettvangur, þar sem hæfustu menn þjóðar- innar kæmu til fundar við fólk sitt, veittu því hlutdeild í þekkingu sinni og snilli. Og víst hafa þeir gert það oft og eftirminnilega. Útvarpið hefur með flutningi orðs og tóna átt meiri þátt í að koma hverjum íslend- ingi til nokkurs þroska en við fáum í fljótu bragði áttað okkur á. Það er skylt að meta. En hins er ekki hægt að dyljast, að hin stóru menningartíðindi eru þar langtum fá- tíðari en vænta mætti, jafnframt því sem hlutur Ingibjarga, Helga Sæmundssona og annarra viðlíka hefur vaxið langt úr hófi fram. Manni gefast því ærin tilefni til að rifja upp alkunna vísu, þegar setið er fram- an við útvarpið: Um frelsis vínber seydd við sólar kynngi mín sálin unga bað. En krækiber á þrældóms lúsalyngi mér lífið réttir að. Sú var tíð, að áhugi á stofnuninni var svo almennur, að Útvarpstíðindi voru vinsælasta tímarit landsins. Nú skiúfar enginn að stað- aldri um útvarpsmál, því að varla er hægt að telja furðuskrif Skúla karlsins á Ljótunn arstöðum, sem með útvarpið að yfirvarpi veitir þráhyggjuþrugli sínu um presta, bisk- up og pólitíkusa reglubundna útrás í Þjóð- viljanum og þjónar í leiðinni hneigð sinni til að liggja í hælunum á rithöfundum og öðrum listamönnum að dæmi læriföður síns. Kannski er einmitt þetta dapurlegasti vott urinn um þverrandi ítök útvarpsins í huga fólks: að fáir skeyta um skömm þess eða heiður, blöðin telja ekki ómaksins vert að halda uppi reglulegum skrifum um efni þess og rekstur, öllum er nokkurn veginn sama. Ég vil þó ekki, að orð mín verði skilin svo, að ég telji útvarpið vera í sífelldri aft- urför. Slíkt væri fjarri öllum sanni. Tækni- framfarir hafa orðið miklar og verið notaðar til aukinnar og bættrar þjónustu. Starfsfólk útvarpsins kann nú miklu betur til verka en brautryðjendurnir kunnu. Dæmi: Fyrir 11 árum skrifaði ég dagpistla um útvarpið í hálfan mánuð. Þá voru fréttaauk- ar fátíðir og oftast bandfestir í upptökuher- bergjum útvarpsins. Um þetta efni hef ég skrifað einn daginn: „í fréttaauka á laugardaginn var spjallaði fréttamaður við Þorvald Skúlason listmál- ara vegna afmælissýningar hans, og var það prýðileg uppbót á fréttirnar. Því miður er ekki oft hægt að segja hið sama um frétta- aukann; hann er oftast mesta ómynd. Sum- ar erlendar útvarpsstöðvar hafa fréttaauka í tveimur eða þremur liðum daglega. Hér ætti að vera hægt að hafa fréttaauka á hverjum degi, en til þess þyrfti meðfærileg upptökutæki, sem taka mætti með sér hvert sem væri. Það er úrelt aðferð að draga menn niður í útvarpshús, þótt hafa eigi við þá viðtal — slík sviðsetning verður venju- lega ónáttúrleg og lífvana. Fyrrnefndur fréttaauki hefði t. d. orðið enn líflegri, ef fréttamaður hefði verið með upptökutæki við opnun sýningarinnar, rabbað við lista- manninn, lýst sýningunni í stórum dráttum, sagt frá gestum, gengið milli manna og spjallað við þá undirbúningslaust um mynd- ir og annað, sem á góma hefði borið. Þá hefðu hlustendur orðið þátttakendur í þess- um listviðburði, numið andrúmsloftið í Lista- mannaskálanum á merkisstund." Þannig myndi enginn skrifa um útvarpið núna, vegna þess að fréttaaukar eru orðnir daglegt brauð, oft í tveimur, þremur liðum, bandteknir úti um allar trissur, enda ekkert efamál, að fréttastofur útvarps og sjónvarps fylgjast mun betur með framþróuninni en aðrar deildir Ríkisútvarpsins. Kannski staf- ar það af því, að fréttamannsstarfið er þess eðlis, að það veitir starfsliðinu ekki næði til stöðnunar. í öðrum dagseðli stendur þetta: „Ég mælist til þess við útvarpsráð, að maður verði sendur með upptökutæki í hringferð um annes og eyjar til að safna efni úr lífi fólksins, sem útskaga byggir í blíðu og stríðu. Þessir tryggustu hlustendur útvarpsins fá þar sjaldan inni, nema þeir verði fyrir því óláni að hey brenni, bátar lendi í hafvillum eða snjóflóð falli á bæi. Saga þessara byggða, náttúruauðlegð þeirra og daglegt líf íbúanna eru óþrotleg náma glöggeygum gesti, og væri honum lagið að búa efni til flutnings, þyrfti sízt að kvíða fábreytni: fólk að starfi, skemmtan eða á Útvarpsráð í tíð jyrrverandi útvarpsstjóra. Frá vinstri: Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri, Bjöm Th. Björnsson juUtr. Alþýðubandalags, Þorvaldur Garðar Kristjánsson julltr. Sjáljstœðisflokks, Bene- dikt Gröndal fulltr. Alþýðuflokks, Sigurður Bjarnason juUtr. Sjálfstœðisflokks, Þórarinn Þórarinsson juUtr. Framsólcnarjlokks og Þorsteinn Hannesson fulítr. Framsóknarflokks. A myndina vantar Kristján J. Gunnarsson fulltrúa Sjálfstæðisflokks. 1 stað Sigurðar Bjarnasonar er nú lcominn Gunnar G. Schram. 23

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.