Samvinnan - 01.06.1970, Side 25

Samvinnan - 01.06.1970, Side 25
þætti menningarlífsins, svo að þeir styrki hver annan; að greiðslur fyrir ritverk og flutningsrétt ritverka mættu ekki vera lægri en svo, að dugandi höfundur, sem vildi vinna fyrir útvarp, hefði ámóta möguleika á að afla sér lífsbjargar með vinnu sinni og t. d. kontóristi eða þulur, sem selur stofnuninni vinnuafl sitt. Skilningur ráðamanna Ríkisútvarpsins á fyrra atriðinu kemur skýrt í ljós, ef lítið dæmi er tekið af sjónvarpinu. Þegar ný leið til menningarmiðlunar opnast, ber að nota hana til að efla lifandi tengsl þjóðarinnar við þau menningarverðmæti, sem hún á í fórum sínum, og örva til sköpunar annarra nýrra. Dýrasti arfur íslendinga og nútíðar- auður eru bókmenntir. í þeim lifa landið, tungan, sagan. En það er til marks um rækt sjónvarpsins við þennan meginþátt íslenzkr- ar menningar, að árið 1969 greiddi það fyr- ir flutningsrétt á íslenzkum ritverkum sam- anlagt um 90 þúsund krónur. Það ár hafa tekjur sjónvarpsins tæplega verið undir 90 milljónum króna. Er átakanlegt að horfa upp á þvílíka meðferð á fjármunum, þegar vitað er, að sjónvarpsnotendur hungrar og þyrstir í íslenzkt efni, en fá fyrir aurana sína aðallega erlent hrat. Þótt ekki væri varið nema svo sem 5 milljónum króna ár- lega til að búa íslenzkt bókmenntaefni til flutnings í sjónvarp og stuðla að sköpun ís- lenzkra sjónvarpsbókmennta, tækju sjón- varpið og samtímabókmenntirnar stakka- skiptum, og ávaxtanna nyti þjóðin öll. En skilningur á því virðist eiga langt í land. Ofan á bætist, að sjónvarpið hefur lýst nýj- ar íslenzkar bækur í fréttabann! Næsta furðulegt uppátæki hjá fréttastofnun, sem bókmenntaþjóðin hefur komið sér upp með ærnum tilkostnaði. Varðandi síðara atriðið nægir að benda á eftirfarandi: Fyrir frumsamið útvarps- eða sjónvarpsleikrit, sem tekur klukkustund í flutningi, fær höfundur 15 þúsund krónur. Ef hann vildi vinna fyrir Ríkisútvarpið að staðaldri og ætti að ná 20 þúsund króna meðaltekjum á mánuði, yrði hann að semja 16 slík leikrit á ári — eða 640 leikrit á hóf- legri starfsævi: 40 árum. Þó er þetta sú þjónusta, sem Ríkisútvarpið greiðir höfund- um skást. Rithöfundasambandið setti nýlega með fullum lagarétti taxta um greiðslur til höfunda og annarra ritréttareigenda, sem felur í sér, að höfundur þyrfti ekki að semja ,,nema“ 8 þvílik leikrit á ári til að vera matvinnungur. Ríkisútvarpið hefur hingað til þverskallazt við að viðurkenna taxtann, telur hann ekki ná nokkurri átt! Og það er að vísu rétt, því að hann er langt- um lægri en vera bæri. í samningum við rithöfunda hefur Ríkis- útvarpið löngum hagað sér eins og harð- svíraður atvinnurekandi fyrir daga verka- lýðshreyfingarinnar. Mig dreymir um, að Ríkisútvarpið verði voldug menningarsmiðja, þar sem útvarps- stjóri standi í dyrum og bjóði hina beztu menn þjóðarinnar velkomna til starfa fyrir góða borgun, en dagskrárstjóri á stéttinni fyrir utan að stugga burt því leiðindaliði, er lítur á útvarp og sjónvarp eins og legg í vörðu ,,sem lestastrákar taka þar og skrifa, og fylla, svo hann finnur ei“, af bulli. En þú verður farinn þá, sagði skáldið ♦ ÁRNI LARSSON: L J ÓÐ landið er það auðn þegar þögnin hvílir í nöktum svip þess á ferð minni á ferð minni með það eitt fyrir augum að sjá hlutina f Ijósi einfaldra hugmynda í dögun breyta hlutirnir um lit klæðast annarlegum myndum er neiið ryður sér til rúms í öllu er sólin hangir á bláþræði himinsins áður en degi hallar höfum við fast land undir fótum horfum á auðn landsins nálgast úr fallhlíf veruleikans ailt mætir augum eins og gisting er auðnin hæfir okkur í hjartastað og við horfum á tært vatnið meðan grjótið og birtan festast í minni hérna vaxa blóm eldsins af botni hafsins þau springa út i heiminn skjóta svörtum rótum á himni sólin hringiðan hvíta á blákaldri auðn himinsins hún leitar verustaðar i augum mínum daginn sem sumarið fer að vaxa úr brjósti mínu með undarlegu falli laufsins ég smíða mér nýjan tíma með rúmmáli hugarins dreg að mér efni hversdagslegra atburða ég skil heiminn með því að finna til undan skini sólarinnar hve þjáningin dýpkar rás atburðanna í morgunsárið unz rödd mín öðlast varanlega dögun við skulum berhátta i dagsbirtunni og sjá hvað í okkur býr snerta hvort annað og finna nektina skýla öllu öllu um vorið sem kemur með dauðann í djúpi laufsins augu þín eru blár himinn augu þín eru svört nótt og varir þínar laufgast fölu brosi í skammdegi gleðinnar rauðeygð brjóstin þau mæta augum eins og bragðlausir ávextir í dagsbirtunni og við eignumst gráma dagsins handfylli tveggja ég elska þig segir konan meðan við hlustum á brim regnsins ég elska þig og við fangelsum hvort annað ég elska þig segir hún og við drepum hvort í öðru eins og sigarettum við drögum hvort annað fram í dagsljósið hatur ástarinnar heimsku elskendanna einveru beggja að morgni veiðir spegillinn andlit hennar svefn dýranna ástina nóttina gisti ég og sorg morgun- dagsins að vori nálgast ég augu þín eins og þögnin nem staðar og safna að mér þögn allra eins og steinum í vegg segi Uþp úr eins manns hljóði að ég finni ekki þau ævintýri sem þjáningin geymir og horfi í augu þín eins og þögnin undir berum himni er þjáningin djúp hún hvílir í bláum augum þínum eins og eldur sumarið á enda gamlir skór safnast fyrir hjá okkur eins og sorgin eins og þjáningin eins og dauðinn okkur rekur minni til þess hve lengi við þurftum að lifa til að verða til hvaða verði við keyptum að vera manneskjur undir sólinni meðan hún kyndir þessa meiningarlausu elda gleymskunnar

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.