Samvinnan - 01.06.1970, Síða 29
Elísabet Gunnarsdóttir:
Undanfarin ár hefur verið mikill ólestur
á fjárveitingu þeirri, sem ríkisvaldið hefur
úthlutað listamönnum, og er svo komið að
farið er að nefna þetta árvisst hneyksli í
opinberum umræðum. Þó hefur það verið
talin mikil bót að hafið var að úthluta
starfsstyrkjum til listamanna á síðastliðnu
ári. Ef betur er að gætt, kemur í ljós að
þessi nýbreytni jók jafnvel enn á þann
rugling sem verið hefur á þessum málum,
því ekkert samræmi er milli þessara styrk
veitinga og listamannalauna. Það kemur
hvergi fram, hvaða munur er á markmiðum
þessara fjárveitinga eða hvort hann sé nokk-
ur. Það sem á vantar er að ríkisvaldið marki
ákveðna stefnu í þessum málum og það
liggi ljóst fyrir, hvers vegna ríkið sé að
veita ákveðnum listamönnum styrk, og hvað
ríkið ætlist fyrir í þessu sambandi. Síðan
verði komið á skipulagðri starfsemi til að
fylgja þessari stefnu eftir. Hingað til hefur
ekki verið um þetta að ræða, fjármagni hef
ur verið dreift á tvist og bast og á svo
marga aðila að listamannalaun hafa komið
listamönnum að litlum notum. Þá hefur
nefnd sú, sem falið hefur verið að sjá um
úthlutunina, alls ekki verið valin með það
fyrir augum að reyna að fá til menn, sem
eru vel að sér í listum og fylgjast vel með
íslenzku listalífi. Eða hvernig á t. d. bóndi
utan af landi að geta fylgzt með því sem
er að gerast í mynd- og leiklist, þar sem
þessi starfsemi fer að mestu fram í Reykja-
vík? Þar að auki hafa sömu mennirnir skip-
að nefndina ár eftir ár, svo ekki er nein von
um að ný sjónarmið fái komið fram.
Sem stendur eru veitt tvenns konar lista-
mannalaun: heiðurslaun og venjuleg laun.
Það er ekki nema sjálfsagt að Alþingi veiti
framúrskarandi listamönnum heiðurslaun
fyrir velunnin störf. Það má auðvitað um
það deila, hverjir eigi að hljóta þennan
heiður, en sjálfsagt að Alþingi ráði því, þar
sem beinast liggur við, að þjóðkjörnir menn
velji óskabörn þjóðarinnar. Á „venjulegu
listamannalaununum" hefur verið óskapleg-
ur glundroði. Þar hefur enginn munur ver-
ið gerður á því, hvort verið sé að veita
mönnum laun fyrir unnin störf eða til fram-
tíðarverkefna. Þar hefur ægt saman mönn-
um, sem eru í miðju kafi, örfáum sem eru
nýbyrjaðir, og mönnum sem löngu eru hætt-
ir listsköpun. En þó er verst að þar hefur
enginn munur verið gerður á skapandi lista-
mönnum og túlkandi. Nú er það svo að
túlkandi listamenn hafa allflestir, a. m. k.
þeir sem einhver bógur er í, beina atvinnu
af listtúlkun sinni. Margir þessara manna
eru meira að segja starfsmenn ríkis eða
sveitarfélaga. Ef laun opinberra starfsmanna
eru ekki nægileg, þá er það engin lausn að
vera að veita sumum þeirra launauppbætur
í formi listamannalauna. Það er mál, sem
Ragnar Jónsson í Smára.
hið opinbera og stéttarfélög viðkomandi
listamanna verða að leysa. Á hinn bóginn
hafa sárafáir skapandi listamenn, svo sem
rithöfundar, myndlistarmenn og tónskáld,
framfæri sitt af list sinni, heldur vinna
þessir menn fyrir sér með kennslu eða jafn-
vel enn óskyldari störfum.
Það ætti að vera augljós staðreynd, að
mannlegt samfélag getur ekki dafnað án
listsköpunar, en því miður er því þannig
farið hér á landi, að þessi staðreynd er fús-
lega viðurkennd í orði en ekki á borði.
Þetta sést bezt á því að sífellt er verið að
fjasa um „stórvirki íslenzkra andans manna“,
„íslenzkan menningararf“, nauðsyn á að efla
listfræðslu, „list um landið“ og hvað þetta
nú allt heitir á fínu máli. En aldrei er neitt
hugsað um að gera átak til að þeir lista-
menn, sem eru hér og nú, fái tækifæri til
að vinna óháðir að listsköpun sinni, svo
tryggt sé að eitthvað nýtt og ferskt bætist
við þennan margumtalaða menningararf
okkar. Ef til vill er ástæðan fyrir þessu sú,
að peningamenn þeir sem stjórna þessu
landi hafa aldrei komið auga á að hægt er
að græða á listamönnum engu síður en síld,
og þess vegna hefur þeim verið annara um
að leita að nýjum aðferðum til að þurrausa
Norður-Atlantshafið af fiski en að gera
menn út á list. Einstakir menn hafa þó
unnið gott starf á þessu sviði; og má þar
helzt nefna Ragnar Jónsson, sem í mörg
ár hefur starfað sem óopinbert listamála-
ráðuneyti og af mun meiri skörungsskap en
hið opinbera menntamálaráðuneyti. Þetta
óeigingjarna starf hans hefur aldrei verið
nógsamlega metið. En það er ekki hægt að
búast við að einkaaðilar, jafnvel ekki dugn-
aðarforkar eins og Ragnar Jónsson, hafi bol-
magn til að standa straum af þeirri starf-
semi sem nauðsynleg er, og þess vegna
verður hið opinbera að fara að taka sig á
og sinna þessum málum eins og því ber ótví-
ræð skylda til. Fyrsta skrefið í þessa átt
tel ég eigi að vera að afnema öll ákvæði,
sem til eru um listamannalaun og aðra að-
stoð við listamenn, og marka nýja stefnu í
þessum málum.
í tillögum þeim, sem hér fara á eftir, er
eingöngu fjallað um listamannalaun, en ekki
minnzt á aðra þætti, svo sem höfundarrétt,
styrki til listnáms o. fl. sem þarfnast endur-
skoðunar. Ég mun nú rekja efni tillagnanna
nokkuð og skýra þær nánar.
Greinar 1 og 2 fjalla um hverjir skuli
hljóta laun eða styrk frá ríkinu, og eru túlk-
andi listamenn teknir út af starfsstyrkjum,
en aftur á móti er ekkert því til fyrirstöðu
að þeir hljóti heiðurslaun.
Greinar 3, 4 og 5 fjalla um heiðurslaun,
og er upphæð þeirra miðuð við að þeir
sem þau hljóti geti lifað af þeim, og má
veita þau sama manni ár eftir ár, svo hér
er í raun um opinbera framfærslu að ræða.
Ég tel enga ástæðu til að hafa þessi laun
til fleiri en 4 manna, þar sem í 200.000
manna þjóðfélagi getur varla verið um fleiri
afbragðs listamenn að ræða, jafnvel þótt
íslendingar séu gáfaðasta þjóð í heimi. Og
ef svo vildi til að tíu meistarar skytu upp
kollinum á sama tíma, þá er betra að gera
vel við þessa 6, sem af gengju, en að vera
að hafa meðalmenn á heiðurslaunum í
hundrað ár í þeirri veiku von, að hér fari að
spretta meistarar eins og gras á vordegi.
Það sem eftir er af tillögunum fjallar
síðan um starfsstyrki, og er þar gert ráð
fyrir að Alþingi veiti árlega eina heildar-
upphæð til allrar þessarar starfsemi. Þessi
upphæð verður að nægja í a. m. k. 25 starfs-
styrki og allt að þriggja mánaða aukaveit-
ingu til efniskaupa til allra þeirra styrk-
þega, sem á því þurfa að halda, en að því
verður vikið síðar. Auk þess verður í þess-
ari fjárveitingu að gera ráð fyrir annarri
starfsemi nefndarinnar.
Með skipun úthlutunarnefndarinnar er
miðað við að bæði hið opinbera, sem legg-
ur til fjármagnið, og þeir sem að listsköpun
vinna fái nokkur áhrif á skiptingu fjárins.
Formaður Bandalags íslenzkra listamanna
er formælandi allra aðildarfélaga banda-
lagsins og auk þess er hann nauðsynlegur,
þar sem ætla má að slíkur maður ha’fi yfir-
sýn yfir það, sem markverðast er í íslenzk-
um listaheimi. Þrátt fyrir það að ekkert
sé því til fyrirstöðu, að sami maðurinn geti
verið félagi í tveimur eða fleiri aðildarfé-
lögum B.Í.L., eru ekki næstum allar list-
greinar sem þar eiga aðild; t. d. er til félag
danskennara, en ekkert félag þeirra sem
dansana semja. Það er ekkert undarlegt að
svo skuli vera, þar sem íslendingar sem
fást við slíkt eru sárafáir, svo segja má að
ekki borgi sig fyrir þá að stofna félag. En
dansari, sem hyggst sækja um styrk til að
semja ballet, á samt sem áður sinn fulltrúa
í úthlutunarnefndinni og sama er að segja
um alla þá túlkendur sem vilja venda sínu
kvæði í kross og semja verk, þar sem for-
maður B.Í.L. er kosinn af öllum aðildarfélög-
29