Samvinnan - 01.06.1970, Side 35
ann einkenndi krafan um hið einfalda, nið-
urskurð málverksins til hinnar nöktustu
tjáningar og hámarks skýrleika. Jafnframt
bar að forðast allar tilhneigingar til þriðju
víddarinnar vegna ótta við að málverkið
missti eitthvað af festu sinni og samræmd-
um styrk, alla fjarvídd.
París var leiðandi afl í heimslistinni á
þessum árum sem fyrr, og fátt hlaut hljóm-
grunn, sem ekki hafði hlotið viðurkenningu
listpáfanna þar, og um leið hlaut alþjóða-
hyggjan í myndlist hvað mestan byr, og
franskir formælendur hennar voru ósparir
á að lofi kosti hennar. Gallinn var fyrst og
fremst sá, að þessi alþjóðahyggja einskorð-
aðist við heimsborgina og þá, sem þar stund-
uðu list sína, og þau áhrif, er þaðan komu.
Franski fræðisetningamaðurinn og málar-
inn Michael Seuphor hefur orðað það þann-
ig: „Tilkomu hins nýja manns hefur listin
fundið á sér í nær hálfa öld. Hin abstrakta
list hefur síðan fyrir heimsstyrjöldina fyrri
tekið á sig mynd alþjóðatungumáls með
ýmislegum málhreim og mállýzkum. Smátt
og smátt hefur hún lagt undir sig öll hin
frjálsu lönd og skapað myndrænt bræðra-
lag, nokkurskonar nýkristni, sem hefur þá
einu kennisetningu, að listamaðurinn skuli
hafa frelsi til að tjá sjálfan sig, það bezta
sem í honum býr“. Þetta er skilmerkilega
orðað, en gallinn var sá, að svo virtist sem
listamenn ættu að túlka sjálfa sig innan
ramma ákveðins kerfis; og það er ekkert
nýtt, að menn hafi álitið sig hafa fundið
allsherjarlausn í málverkinu. Seurat áleit
það einnig með „pointillismanum". Víst er,
að sjaldan hefur nýtt gildi, sem hlotið hef-
ur jafnvíðtæka útbreiðslu, fengið jafnharka-
lega útreið af mörgum fyrri iðkendum sín-
um og einmitt hin kalda geómetría, og er
ísland þar ekki undanskilið. Hér kom til,
að geómetrían var þess eðlis, að hún átti
alls ekki við stóra hluta iðkenda sinna; til
þess voru aðaleinkenni hennar of háð á-
kveðnum skapgerðum. En allir framúr-
stefnulistamenn vildu vera með í leiknum,
og vegna þess hve sviðið var þröngt urðu
margir leiðir á stefnunni; hún þrengdi þeim
út í horn, og þeir bókstaflega hættu að
mála, því að þeir eygðu enga lausn fram-
undan. Þó mun geómetríska tímabilið hafa
skilað allvel hlutverki sínu, þegar á topp-
inn er litið, og mörgum hinna þrautseig-
ustu mun hún hafa verið til góðs.
Þegar svo áhrifin frá Pollock og athafna-
málverkum hans (action painting) bárust
hingað, þar sem menn fóru eins langt frá
geómetríunni og mögulegt var, hófu menn
að mála aftur og sumir sem frelsaðir, og
ekkert annað sannar frekar hættuna af ein-
hliða kennisetningum. Ljóst var orðið. að
geómetrían hafði haldið mönnum í heljar-
fjötrum, einkum vegna takmarka sinn og
kröfuhörku, sem fæstir risu undir. En ein-
mitt í ljósi þessara eiginda var hún og er
mjög góður skóli þeim, sem taka hana sem
þjálfun og lærdóm og til að gera einstakl-
ingnum kleift að hagnýta sér hina ósjálf-
ráðu tilfinningu fyrir myndbyggingu í
vinnubrögðum sínum.
Á þessum tímum stóð kennisetningin um,
að fígúran væri loksins dauð, í mestum
blóma; lengi hafði það jaðrað við guðlast
að mála fígúratívt og abstrakt í senn — en
svo kemur hið undarlega í ljós, að hinir
fremstu módernistar hafa gert þetta og gera
enn, bæði í skúlptúr og málverkum. Það er
sem sagt hægt að búa til kennisetningar fyr-
ir lærisveina sína, sem maður er sjálfur
laus við að þurfa að taka tillit til! Action-
málverkið kom lífinu aftur í málverkið sam-
fara mörgum tilbrigðum abstrakt-expressjón-
ismans. Frá þessum áratug er það einnig til
frásagnar, að undirstaðan að hinni vanræktu
grafík-list var lögð með því að Myndlista-
og handíðaskólinn tók hana upp sem
kennslugrein 1956, og jókst þá mikið áhugi
fyrir þessari listgrein.
Það orkar ekki tvímælis að allt frá 1945
og fram á hin síðustu ár bar mest á Ás-
mundi Sveinssyni og Sigurjóni Ólafssyni í
skúlptúr hérlendis; báðir höfðu mikla þýð-
ingu fyrir framvindu listgreinarinnar hér-
lendis með fiölþættum tilraunum í formum
og efni. Þeir eru hinir ótvíræðu brautryðj-
endur skúlptúr-listar hér á landi. Gerður
Helgadóttir hefur verið mestallan feril sinn
í París, og því hefur minna borið á henni,
enda þótt hún hafi haldið nokkrar sýningar
hér heima. Stétt íslenzkra myndhöggvara
hefur að jafnaði verið fámenn miðað við
málarana, enda olnbogarými verið takmark-
að, en hin síðustu ár hafa orðið á þessu
breytingar — nýir möguleikar hafa uppgötv-
azt samfara viðhorfsbreytingum á eðli
skúlptúrlistar. Hópur ungra framúrstefnu-
listamanna virðist nú vera að hasla sér völl,
og ber einna mest á Jóhanni Eyfells og
Jóni Gunnari hin síðari ár.
Við erum hér komnir út í áratuginn
1960—’70, síðasta áratug þessa aldarfjórð-
ungs. Geómetrían heldur að vísu enn velli,
en dagar hennar eru taldir í sinni hörðustu
mynd. Action-málverkið festi hér ekki var-
anlegar né djúpar rætur, því að fljótlega
hefst tímabil abstrakt-expressjónismans,
stundum með geómetrísku ívafi. Þetta var
einnig áratugur mikilla tilrauna og umbrota
hinna yngstu, sem hlutu þó ekki hljóm-
grunn fyrr en líða tók á áratuginn. Ferró
(Guðmundur Guðmundsson) dvelst allan
þennan áratug í Pai'ís, breytir um nafn og
nefnist nú Erró, og undir því nafni gerist
hann þekktari öllum íslenzkum málurum
úti í hinum stóra heimi með sínum stóru
einingaríku málverkum, þar sem hann tek-
ur fvrir á sérstæðan hátt allskonar fyrirbæri
nútímans og fyrri stílbrögð. Hér heima var
það abstrakt-expressjónisminn sem gilti, og
á honum bar langmest á íslenzkum sýning-
um erlendis fram til ársins 1967.
Árið 1964 sjást fyrst óbein áhrif frá pop-
list á sýningu í Reykjavík og enn frekar á
stórri sýningu í Listamannaskálanum vorið
1966, sem sami listamaður efndi til (grein-
arhöfundur). Árið 1965 er stofnaður félags
skapur ungra listamanna sem nefnir sig
SÚM og heldur sýningu í Ásmundarsal, þar
sem greinilega munu hafa komið fram áhrif
frá amerískum pop-málurum, og tilraunir
þessa listhóps þróast til ýmissa átta frá
þeirri sýningu. Þá hafa komið fram relief-
málverk og reliefmyndir í nútímabúningi.
Jafnframt hefur rúm-geómetrían með fígúr-
um sínum hlotið nokkurn hljómgrunn hér
á landi hin síðustu ár, einkum í verkum
þeirra Einars Hákonarsonar og Eiríks
Smiths. Fígúran hefur aftur hafið innreið
sína í myndir framúrstefnumálara, en í
breyttri mynd og fjölþættari.
Allar þær stefnur, sem gengið höfðu yfir,
virtust nú hafa sett nýtt mót á fígúruna, og
nýr skilningur á eðli hennar og tilgangi inn-
an myndlistarinnar þrengdi sér fram og
varð að staðreynd — hún hafði sem sagt
orðið að ganga í gegnum allt þetta til að
öðlast nýtt líf. Og í dag er fígúran jafnvel
í gamalli mynd orðin að veruleika sem end-
urvakið listtákn. Það voru fyrst og fremst
pop-listin og áhrif frá rúmmálverkum Ba-
cons sem stuðluðu að endurkomu fígúrunn-
ar, og trúlega hafa þær stefnur og önnur ný
listgildi síðasta áratugs fætt af sér fleiri
möguleika til tjáningar og fleiri úrlausnar-
efni en nokkur ný gildi eins áratugs á þess-
ari öld. Allt hefur verið tekið í þjónustu
tjáningarinnar og gömul gildi gjarna endur-
vakin í því skyni. Einnig er mikilvægt að
gera sér grein fyrir því, að með tilkomu
action-málverksins, abstrakt-expressjónism-
ans og pop-málverksins, sem blómstruðu í
Bandaríkjunum, var París ekki lengur eina
aðalsetur heimslistarinnar, og myndlistar-
menn voru því þvingaðir til að líta til fleiri
átta en nokkru sinni fyrr á öldinni. Þýzki
og ítalski skólinn hafa einnig átt sinn þátt
í þessari þróun og einstakir skandínavískir
málarar, ásamt einstaklingum og listhóp-
um víða að.
Eðlilega þrjóskaðist París við að viður-
kenna þessa staðreynd í lengstu lög, einkum
gildi pop-listarinnar, og það er fyrst á allra
síðustu árum, sem afleiðingar þess glappa-
skots hafa orðið ljósar, og að sá frægi stað-
ur hafði þarmeð glatað ótvíræðu forystu-
hlutverki í framúrstefnulist, a. m. k. um
sinn. Ýmsir íslenzkir áhangendur Parísar-
skólans hafa líka fram á þennan dag þrjósk-
azt við að viðurkenna þýðingu pop-listarinn-
ar. Þeim var þetta of mikið stökk frá hin-
um litfagra og þægilega abstrakt-expressj-
ónisma, sem hér hefur átt svo sterk ítök,
enda virtist útlendingum hann hið eina,
sem hér væri iðkað af málaralist um árabil
eftir íslenzkum sýningum erlendis að dæma,
sem vitaskuld var alrangt, því að margt var
í gerjun, þótt ekki kæmi það fram. Öll ný
gildi þurfa sinn tíma til að hljóta viður-
kenningu.
íslenzk nútímalist síðustu 25 árin hefur
tekið nokkurn svip af því, hve fáir hafa
getað helgað sig list sinni óskiptir og hve
fá verkefni þeir hafa fengið hjá hinu opin-
bera, íslenzkri myndlistarmennt til óbætan-
legs tjóns. Þar hafa grannar okkar á Norð-
urlöndum vinninginn, jafnvel þótt gripið
væri til höfðatölunnar sígildu.
En að öllu samanlögðu er óhætt að slá því
föstu, að aldrei hafi verið meiri breidd í ís-
lenzkri myndlist en í dag og aldrei hafi
verið skilað iafnmiklum möguleikum í hend-
ur starfandi kynslóðar eins áratugs sem hins
nýbyrjaða, og að aldrei hafi ungir menn
haft nándar nærri eins mikla möguleika til
notadrjúgs listnáms hér heima og í dag, né
meira verið fyrir þá gert, sem lokið hafa
námi, við að halda þeim fram. Það mikil-
vægasta fvrir framúrstefnulistamenn í dag
álít ég vera að draga lærdóm af síðasta
aldarfjórðungi og yfirvinna íhaldssemina.
hrista af sér þá áráttu að taka einhliða af-
stöðu gegn öðrum samtíðarlistastefnum eða
afgreiða þær með skyndimati á svipaðan
hátt og þær raddir gerðu, sem dæmdu þá
sjálfa úr leik er þeir komu fyrst fram. 4
35