Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 38
HALLBERG HALLMUNDSSON: Nd. 810. NEFNDARALIT um frv. til I. um skemmtanaskatt. Frá menntamálanefnd. Nefndin hefur athugað frv. og orðið sammála um að mæla með samþykkt þess með þeim breytingum, sem till. eru gerðar um á sérstöku þingskjali. Nefndin telur aðkallandi að styðja íslenzka kvikmyndagerð og nauðsyn að taka það mál til ýtarlegrar athugunar til að finna því framtíðarskipan. Nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja frekari breytingartillögur eða fylgja, ef fram koma. Alþingi, 30. apríl 1970. Benedikt Gröndal, Bjartmar Guðmundsson, form., frsm. fundaskr. Magnús Kjartansson. Birgir Kjaran. Sigurvin Einarsson. Gunnar Gíslason. Eysteinn Jónsson. með öllu skemmtanaskatt af kvikmyndahús- um, en taka heldur ákveðna prósentu að- göngumiðaverðsins í sérstakan kvikmynda- sjóð til stuðnings við kvikmyndagerð í land- inu. Samtök áhugamanna um kvikmyndagerð sendu menntamálanefndunum ennú víðtæk- ari tillögur í þessu sambandi, þar sem kraf- ist var allsherjar kvikmyndalaga — einnig þær tillögur reikna með kvikmyndasjóðs- stofnun og gera ráð fyrir víðtækara starfs- sviði sjóðsins, vilja láta hann styrkja kvik- myndasöfn, kvikmyndaframleiðslu, mennt- un kvikmyndafólks og endurbætur á kvik- myndahúsakerfinu. í efri deild tjáði framkvæmdastjóri Menn- ingarsjóðs, Gils Guðmundsson, sig eindreg- ið fylgjandi þessum tillögum og enginn mælti á móti. í menntamálanefnd neðri deildar mun einróma hafa verið gerð sam- þykkt um nauðsyn þess að taka öll þessi mál til bráðrar endurskoðunar í samræmi við tillögur samtakanna. Samt var, eins og fyrri daginn, óðagots- lausnin tekin fram yfir og flaustursfrum- varpið um skemmtanaskattinn afgreitt sem lög frá Alþingi. Próðlegt verður að sjá hvert framhald verður næsta haust á vilja- yfirlýsingum alþingismanna í þessu efni, nú hefur Alþingi semsagt borist tillaga, sem inniber viðunandi lausn þessara mála, um þá tillögu virðist ekki vera neinn ágreining- ur með flokkunum. Spursmálið er hvort dáðin til að framkvæma þessa löngu tíma- bæru skipulagsbreytingu er fyrir hendi í þingsölunum við Austurvöll. Má ég nú rifja upp það sem sagt hefur verið um aðstöðu kvikmyndagerðar: Starf við kvikmyndagerð er um þessar mundir lúxus þegar bezt lætur en fjárhagsvoði hvað minnst sem á móti blæs. í fljótu bragði virð- ist hvergi að finna neinn aðila, sem áhuga hafi á því að standa straum af heiðarlegri kvikmyndagerð. Sjónvarpið er of ungt og sjálfbirgingslegt til samstarfs, dreifingar- kerfi kvikmyndahúsanna of gamalt og úrelt til samvinnu við nýjar hugmyndir. Dauf von er bundin við viljayfirlýsingu Alþingis um endurskipulagningu kvikmyndamála. Þó hlýtur maður alla tíð að hafa fyrirvara á von sinni, þegar kynslóð sú, sem enn ræður landinu gefur viljayfirlýsingar um nýjungar. En er þá engin von ef Alþingi bilast að setja kvikmyndalögin? Stöndum við þá aft- ur í sömu sporum? Nei — enn er ein leið óreynd, leið sem fengið hefur vaxandi byr í nágrannalöndum okkar á seinustu tveim árum. Neðanjarðar- kvikmyndir eru ekki svo kallaðar af því að þær brjóti nein lög heldur vegna þess að þær eru framleiddar og þeim dreift á bak við kvikmyndahúsakerfið ef svo má segja. Á flestum stöðum þar sem fólk býr eru nú- orðið til kvikmyndasýningarvélar í eigu ein- staklinga ellegar stofnana. Séu þær ekki til er smáhóp engan veginn fjárhagslega ofviða að festa kaup á 16 millimetra sýningartæki. Þannig er forsendan fyrir því að koma upp nýju dreifingarkerfi, sem byggir á mörgum smáhópum áhugafólks. Þetta kerfi er bæði ódýrara og sveigjanlegra en kerfi kvik- myndahúsanna. í Bandaríkjunum þjónaði slíkt kerfi þeim tilgangi að koma myndum, sem þóttu á ýmsan hátt gerðar af of miklu sérsinni fyrir stóra dreifingarkerfið, til á- horfenda — bæði þjóðfélagslega virkum myndum, sem þóttu hættulegar og eins til- raunaverkum, sem bíóeigendur voru hrædd- ir um að fæla mundu áhorfendur frá sér. Á margan hátt er þetta kerfi hentugra en gamla dreifingin með mikilli fjárfestingu og svifasein eins og hún er, jafnvel eftir gagngerar endurbætur. Þannig virðist þessi lausn málanna vera mjög í reynzlu nú þessi árin í Svíþjóð og Danmörku þrátt fyrir mjög nýlegar og virkar endurbætur kvik- myndamála í þeim löndum. Kvikmyndamið- stöðin sænska er að verða mjög umfangs- mikið fyrirtæki, sem byggir jafnhliða dreif- ingunni upp kvikmyndaframleiðslu á vegum sömu klúbbanna. Reynzla þeirra er sú, að þetta nýja dreifingarkerfi þurfi ekki nema 20% af tekjum myndanna til að halda sér gangandi — og það sem bezt er, í gegnum þetta kerfi rúlla kvikmyndirnar án minnstu hafta. Róttækar og þjóðfélagslega virkar myndir komast hindrunarlaust til þeirra á- horfenda, sem áhuga hafa á þeim, skoðanir sem bæði sjónvarp og bíóhús hefðu útilokað fá þarna útrás. Nú væri heilbrigðasta lausnin á vanda ís- lenzkra kvikmynda sú að þeim yrði haldið uppi af áhorfendum, sem langaði til að sjá verkin beinlínis vegna verðleika þeirra ell- egar boðunar. Þetta gæti gerst með þeim hætti að kvik- myndahúsakerfið yrði endurskoðað og gert hæft til að skila nýjum íslenzkum verkum til áhorfenda gjörsamlega skilyrðislaust. Kanske væri þó ennú betra að byggja á eigin kerfi frá grunni, láta gamlingjana á Alþingi lönd og leið, gefa bíóburgeisunum langt nef, aumka sjónvarpið með pólitízka tappann sinn í munninum og snúa sér beint til þess vaxandi fjölda sem þyrstir eftir fé- lagslegri umræðu og skipuleggja lífleg skoðanaskipti landshornanna á milli gegnum nýtt og sveigjanlegt dreifingarkerfi. Rvik 10. maí 1970. 4 EVANGELIUM VIGRIDENSIS Á tíu þúsund ferröstum er tilvera yðar háð. Tilgangur að því er bezt mun vitað: enginn. i lítilþörfum orrustum eru lífsskeið yðar mæld í lengd og bráð unz sigur frækn er fenginn. Spurningin er: sigur hvers? Sannleiks yfir táli? Surtar? Goða? Sjá yður mun ég fagnaðarerindi boða í samræmi við tilgang tilveru yðar i heild: Það skiftir ekki nokkru minnsta máli! KVÖLDFRÉTTIR Ég græt stundum í rökkrinu eins og góðu fólki er tamt yfir grimmd þeirra dusilmenna sem fara með heri um úthöf í önnur lönd að eyða og brenna borgir akra engi skóga en einkanlega samt að steikja bringukolla og bóga barna og kvenna. Já stundum yfir kaffi og koníaki blinda mig kvöldfréttirnar tárum sem jafnt og þétt mér niður þrýstna vanga streyma þungum flaumi mynda mikið fljót og djúpt þar sem mannskæðir krókódílar sveima — V I Ð SAMA GLUGGA Ég sit á ný við sama glugga og áður og sé nú sem þá fólk jafnt fjendur og vini fara hjá Vonargrímur í villuskyni fyrir voteknum andlitum fá dulið allt nema óttann sem í augu þeirra er skráður. VILLA Farið hef ég ífingu fram og til baka um bil ára. Aurgrátt er fljót stríður þess strengur og stinn þess bára. Verða mun ég til þar sem vötn þess streyma því ég veit ekki lengur hvorum megin er heima. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.