Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 41

Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 41
Á sumardaginn fyrsta hélt Þjóðleikhúsið uppá 20 ára afmæli sitt með skrautsýningu á „Merði Valgarðssyni“ eftir Jóhann Sigur- jónsson, og var það í fyrsta sinn sem þetta metnaðarfulla verk skáldsins var sviðsett á íslandi. Segja má, að sú sýning væri nokkurskonar táknmynd af þróun leikhúss- ins á liðnum tveimur áratugum. Þeir sem muna sýningar Þjóðleikhússins vorið 1950 á ,,Fjalla-Eyvindi“, „Nýársnóttinni" og „ís- landsklukkunni" og bera þær í huganum saman við sýningar leikhússins í vetur leið, hljóta að verða lostnir furðu og sárri hryggð yfir því, hvernig komið er listrænum efn- um musterisins við Hverfisgötu eftir 20 ára starf. í öndverðu kom til starfa í Þjóðleikhús- inu álitlegur hópur tómstundaleikara frá Leikfélagi Reykjavíkur, sem flestir höfðu orðið að sinna öðrum störfum sér til lífs- framfæris, þó allmargir þeirra væru leik- menntaðir. í þeim hópi voru þrír reyndir og góðir leikstjórar, sem lengi framanaf settu svip á sýningar Þjóðleikhússins. Við hópinn úr Iðnó bættust allmargir ungir leikarar nýkomnir frá námi erlendis, gædd- ir áhuga og listrænum hæfileikum. Þetta lið allt gat nú sleppt brauðstriði á öðrum vettvangi og helgað sig leiklistinni óskipt. Það var því fjarri því að vera goðgá að binda miklar vonir við hina nýju leiklistar- miðstöð, enda munu margir hafa séð hilla undir öra og glæsilega þróun í íslenzkum leiklistarmálum. Raunin varð samt allt önnur, og eru sýn- ingar Þjóðleikhússins á liðnum vetri kannski mælskastur vottur um, hvernig komið er. Leikárið hófst með sýningu á „Fjaðrafoki" eftir Matthías Johannessen, sem hlaut ákaf- lega dræmar undirtektir gagnrýnenda dag- blaðanna (að Morgunblaðinu undanskildu) og leikhúsgesta yfirleitt. Næst var sýnt held- ur yfirborðslegt leikrit eftir brezka höfund- inn Peter Ustinov, „Betur má ef duga skal“, þar sem fjallað var um margumtalaða upp- reisn æskunnar og ýmis vandamál henni tengd á tiltakanlega hefð- og tímabundinn hátt. Þessi afturhaldsóður var sízt af öllu til þess fallinn að koma af stað andlegum hræringum í leiklistarheiminum, en hins- vegar varð heimsókn Ustinovs til íslands í tilefni af frumsýningunni höfundi „Fjaðra- foks“ kærkomið tilefni til að ná sér niðri á íslenzkum gagnrýnendum í tveggja síðna viðtali í Morgunblaðinu. Verður ekki annað sagt en umræðan um íslenzka gagnrýni al- mennt, sem uppvaktist í blöðum og útvarpi eftir misheppnan „Fjaðrafoks“, hafi verið með því lágkúrulegasta sem hér hefur lengi sézt og heyrzt, og var þó ekki úr háum söðli að detta. „Brúðkaup Fígarós" var jólasýn- ing Þjóðleikhússins með lítt hæfa eiginkonu þjóðleikhússtjóra í einu aðalhlutverkinu, og var sú sýning af margvíslegum orsökum mesta menningarhneyksli vetrarins. „Gjaldið" eftir Arthur Miller við leik- stjórn Gísla Halldórssonar var tvímælalaust önnur bezta sýning Þjóðleikhússins í vetur, en þó vantaði talsvert á, að hún næði máli. Hún var vandvirknislega unnin og hnökra- lítil, en skorti innri orku og dramatíska spennu. „Piltur og stúlka“ eftir Emil Thor- oddsen olli sárum vonbrigðum; sýningin var hæggeng, bragðdauf og ósamstæð, en þeim mun meiri rækt lögð við ytri íburð, sem var kannski ekki óeðlilegt með hliðsjón af því, hve rýrt verkið er, en þó hefði tvímælalaust mátt gæða það meira lífi og fjöri. Og er þá komið að afmælissýningunni, „Merði Val- garðssyni“, þar sem leikhúsið tjaldaði svo að segja öllu sem það átti til, þó árangurinn yrði næsta fátæklegur. Sjálft inntak leiks- ins, skáldskapur höfundarins, kafnaði bók- staflega í glæstum umbúðum, og þarvið bættist að túlkunin var öll í rangri tón- tegund — minnti einna helzt á „Skugga- Svein“ eða „Pilt og stúlku“. En svo gerðist það óvænt á nýbyrjuðu sumri, að Þjóðleikhúsið efndi til sýningar, sem borin var uppi af yngstu leikarakynslóð stofnunarinnar, og viti menn: hún reyndist vera merkasti leiklistarviðburður ársins á fjölum Þjóðleikhússins. „Malcolm litli og barátta hans gegn geldingunum“ eftir enska höfundinn David Halliwell varð í meðför- um hinna ungu leikara og leikstjórans, Benedikts Árnasonar, verulega ánægjulegur endahnútur á ömurlegu leikári, og þá ekki sízt fyrir þá sök að hún leiddi í ljós, að ungu leikararnir eru fyllilega vaxnir vandasöm- um og kröfuhörðum verkefnum, ef þeir að- eins fengju tækifæri til að reyna kraftana. Er reyndar furðulegt hve sjaldan yngri leik- arar sjást á sviði Þjóðleikhússins og hve margir eru hraktir burt þaðan eða gefast einfaldlega upp. í lok þessarar upptalningar er vert að geta þess, að eina barnaleikrit Þjóðleikhúss- ins á vetrinum, „Sagan af Dimmalimm kóngsdóttur" eftir Helgu Egilson, tókst mjög giftusamlega og varð yngstu leikhús- gestunum óblandið ánægjuefni. Sjö verkefni fyrir fullorðna og eitt barna- leikrit virðist satt að segja ekki þungvægur kostur á heilu leikári hjá jafnviðamikilli stofnun og Þjóðleikhúsið er. Á sama tíma sýndi Leikfélag Reykjavíkur fimm verk fyr- ir fullorðna, þeirra á meðal tvö ný íslenzk verkefni og fyrsta gríska harmleikinn á ís- lenzku leiksviði, auk barnaleikrits og gesta- leiks frá hinu kunna Óðinsleikhúsi í Dan- mörku, sem var stórmerkur viðburður. Því miður er ekki hér rúm til rækilegs saman- burðar á verkefnavali Reykjavíkurleikhús- anna í vetur eða á undanförnum árum, en fáum blandast hugur um, að verkefnin í Iðnó hafa bæði verið fróðlegri viðkynning- ar og yfirleitt tekin listrænni tökum. Á fyrsta starfsári Þjóðleikhússins voru verkefni þess tólf talsins, að meðtöldu barna- leikriti og óperu. Svipaður verkefnafjöldi var árlega á boðstólum allan fyrsta áratug- inn. Sum árin voru sýnd allt uppí fimm íslenzk leikrit. Þó vissulega megi deila um listrænt gildi margra þeirra verka, sem flutt voru fyrsta áratuginn, og um brýnt erindi þeirra við íslenzka leikhúsgesti, fer ekki milli mála að ærið mörg þeirra voru fram- bærileg og báru vitni listrænni getu stofn- unarinnar, enda naut hún krafta hinna góðu leikstjóra, sem fyrr voru nefndir, og ýmissa erlendra leikstjóra þegar svo bar undir. List- Þjóðleikhúsráfi, jrá vinstri: Gylfi I3. Gíslason julltrúi Alþýfiujlokks, Ilörfiur Bjarnason fuUtrúi Sjálf- stœðisflokks, Vilhjálmur Þ. Gíslason fulltrúi Framsóknarflokks, Eyvindur Erlendsson fulltrúi Alþýðu- bandalags (einungis kjörinn til i ára), Valur Gíslason fuUtrúi leikara og Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leikhússtjóri. 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.