Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 43

Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 43
En nú er mál að linni, enda ekki ofsagt að þorra landsmanna sé loks farið að blöskra hvernig komið er fyrir „óskabarni þjóðar- innar“ á leiklistarsviðinu. Væntanlega var það af þeim sökum, sem Framsóknarflokk- urinn kvaddi til nokkra menn í fyrravetur og fékk þá til að setjast á rökstóla og semja tillögur um nýskipan leiklistarmála í land- inu, sem lagðar skyldu fyrir Alþingi. Nefnd- in var skipuð Baldvin Halldórssyni leikara, Gunnari Bjarnasyni leiktjaldamálara, Jóni Sigurbjörnssyni leikara, Birni Einarssyni og Gunnvöru Brögu Sigurðardóttur frá Leik- félagi Kópavogs og undirrituðum. Eftir nokkurra mánaða starf lagði hún fram til- lögur um ný þjóðleikhúslög, lög um leik- listarskóla ríkisins og lög um leiklistarráðu- naut ríkisins. Tillögurnar um leiklistarskól- ann voru lagðar fyrir Alþingi og svæfðar í nefnd, en tillögunum um Þjóðleikhúsið og leiklistarráðunautinn var af einhverjum dul- arfullum ástæðum stungið undir stól hjá Framsóknarflokknum, og er það ekki í fyrsta sinn sem völundarhús íslenzkra stjórn- mála veldur manni þrálátum höfuðverk. í trausti þess, að lesendum Samvinnunnar þyki tillögurnar forvitnilegri en ráðamönn- um Framsóknarflokksins, eru þær birtar hér í fyrsta sinn. Um það þarf ekki að hafa mörg orð, að skipulagsleysi og handhóf háir mjög allri leiklistarstarfsemi utan Reykjavíkur. Þjóð- leikhúsið hefur að mestu vanrækt það verk- efni, sem því var meðal annars falið á sín- um tíma, að halda uppi reglubundnum leik- sýningum útum land, og væri full þörf á að gera slíka „ferðaleiki“ að föstum þætti í starfsemi leikhússins. Hitt er þó kannski enn meira um vert, að leikfélögin útá landi eigi kost á aðstoð og fyrirgreiðslu, fái leið- beinendur og leikstjóra frá Reykjavík og jafnvel leikendur sem ynnu með þeim um lengri eða skemmri tíma. Einnig þyrfti að koma miklu fastari skipan á hagnýtingu þess fjár sem gengur til leiklistarstarfsemi útá landi, þannig að það nýtist til verulegra og verðugra verkefna. Þetta yrði áreiðan- lega bezt gert með því að fela sérmenntuð- um leiklistarráðunauti umsjón þessara mála og veita honum vald og aðstöðu til að skipuleggja leiklistina í landinu, eftir því sem föng eru á og vilji er fyrir hendi í ein- stökum byggðarlögum, í sem nánustu sam- ráði og samstarfi við Þjóðleikhúsið. Jafn- framt því sem leiklistarráðunautur ríkisins skipulegði og samræmdi leiklistarstarf utan höfuðborgarinnar, gæti hann unnið að því að koma upp „ferðaleikhúsi" með þeim stóra hópi ungra leikara, sem sjaldan eða aldrei fá að reyna kraftana á leiksviðum í Reykjavík, er síðan héldi uppi reglubundn- um leiksýningum um land allt árið um kring. Allt eru þetta aðkallandi verkefni, sem hrinda verður í framkvæmd á næstu árum, en frumskilyrði þess, að slík verkefni lyfti leiklistinni í landinu, er að nauðsynleg end- urnýjun eigi sér stað í forustusveitinni. Þessvegna mega hvorki þjóðleikhússtjóri né leiklistarráðunautur ríkisins verða mosa- vaxnir í embættum sínum, heldur ber að skipta um menn eins ört og nokkur tök eru á. Sú tilhögun ein tryggir frjósemi, fersk- leik og dirfsku. ♦ Tillögur til laga um leiklistarskóla ríkisins 1. gr. íslenzka ríkið skal reka leiklistarskóla, sem fullnægir nútíma kröfum um menntun leikara og annarra leikhússtarfsmanna. 2. gr. Stjórn skólans skipa: Einn fulltrúi tilnefndur af þjóðleikhúsráði; einn af Leikfélagi Reykjavikur; einn af Félagi íslenzkra leikara; einn af starfandi leikfélögum utan Reykja- víkur og einn af menntamálaráðherra, og skal hann jafnframt vera formaður. 3. gr. Menntamálaráðherra ræður sérmenntaðan mann til að veita skólanum forstöðu að tillögu skólastjórnar. Endurnýja skal ráðningarsamning á fjögurra ára fresti. 4. gr. Skólastjóri ræður kennara í samráði við skólastjórn. 5. gr. Skólinn skal vera þriggja ára skóli starfandi frá 1. okt. til 1. júní. Kennsla skal fara fram hvern virkan dag á tímabilinu frá kl. 9—18. 6. gr. Námsgreinar skulu meðal annars vera: íslenzka, taltækni, leikur, látbragðslist, förðun, skylmingar, leikfimi, leiklistarsaga og sálfræði; ennfremur skal, eftir því sem þurfa þykir, stofna til námskeiða í leikstjórn, búninga- og leikmyndateiknun, leiksviðslýsingu og öðrum tæknistörfum á leiksviði. 7. gr. Nemendur skulu vera á aldrinum 17—25 ára og hafa lokið gagnfræðaprófi eða öðru sambærilegu prófi. Til þess að öðlast rétt til setu í skólanum skal umsækjandi enn- fremur hafa staðizt inntökupróf samkvæmt ákvæðum reglugerðar er sett verði. 8. gr. Prófdómendur við inntökupróf skulu vera skólastjóri og tveir kennarar skólans til- nefndir af skólastjórn. Við önnur próf skal prófnefnd skipuð skólastjóra, einum kennara, einum fulltrúa frá Þjóðleikhúsinu og einum frá Leikfélagi Reykjavíkur. í tæknigrenium skal kveðja til sérfróða menn, auk dómnefndar. 9. gr. Hámarkstala nemenda í öllum deildum er 20. 10. gr. Menntamálaráðuneytið setur reglugerð um skólann. Tillögur til laga um leiklistarráðunaut ríkisins 1. gr. Menntamálaráðherra skipar leiklistarráðunaut ríkisins, sem sé sérmenntaður í leik- listarmálum, bæði hinum bóklega þætti og rekstri leikhúsa. 2. gr. Leiklistarráðunautur ríkisins skal ráðinn til fjögurra ára í senn og má ekki gegna embætti lengur en átta ár samfleytt. 3. gr. Verkefni leiklistarráðunauts ríkisins er að annast skipulag og yfirumsjón með starf- semi allra áhugaleikhúsa í landinu, veita forstöðu búninga- og leikmunasfni ríkisins og á annan hátt greiða fyrir viðgangi góðrar leiklistar í landinu. 4. gr. Leiklistarráðunautur ríkisins geri sér far um að afla upplýsinga frá áhugaleikhúsunum um væntanlegt verkefnaval næsta leikárs, þannig að hann geti á hverju hausti lagt fram áætlun um starfsemi þeirra yfir veturinn. [ lok leikárs skili hann skýrslu um starfsemina til menntamálaráðherra. 5. gr. Leiklistarráðunautur ríkisins sé til ráðuneytis menntamálaráðuneytinu um úthlutun styrkja til áhugaleikhúsa í landinu. 6. gr. Aðsetur leiklistarráðunauts ríkisins skal vera á höfuðborgarsvæðinu. 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.