Samvinnan - 01.06.1970, Síða 45

Samvinnan - 01.06.1970, Síða 45
sn Frá Djúpavogi. þörfum byggðarlagsins. Margvíslega þjón- ustu og ýmiss konar iðnvarning verður að sækja til næstu verzlunarstaða og til fjar- lægari viðskiptaaðila. Þannig flyzt að mestu burt af verzlunarsvæðinu framlag íbúanna í tekjumyndun þjónustu- og þróunargreina. Þetta hamlar gegn búsetuaukningu, þar sem þjóðarfjölgunin leitar til þjónustu- og iðn- aðarstétta. Vaxandi fjármagnsbinding í tæknibúnum atvinnurekstri krefst í senn sérhæfðari framleiðslu og stærri markaðar. Þetta hef- ur áhrif á úrlausnir kaupfélaganna á hefð- bundnum viðfangsefnum. Þeim viðfangsefn- um fer fækkandi, sem kaupfélög smærri verzlunarsvæðanna geta annazt. Þau verða háðari öðrum viðskiptasvæðum og starf- rækslu, ýmist á vegum samvinnusamtakanna eða annarra aðila. Sú hætta blasir við, að efldar verði miðstöðvar á vegum samvinnu- samtakanna, sem verkað gætu byggðalega andsælis þróun smærri kaupfélaga. Hættulegt er, ef einstök kaupfélög missa forystu um aðhæfingu þjónustu- og iðnaðar- greina í félagslegri þjónustu við félagsfólk- ið á sannvirðisgrundvelli. Öllum er ljóst, að ekki er hægt að ná þjóðfélagslegu mótvægi gagnvart Faxaflóasvæðinu nema þjónustu- og iðnaðargreinarnar dreifist eðlilega í landinu. Kaupfélögin eru tvímælalaust sterkasta aflið á þessum vettvangi. Þetta leggur í senn félags- og byggðalegar skyld- ur á herðar kaupfélaganna. Hvert kaupfélag verður að efla sem mest atvinnulífið, ýmist á eigin vegum eða með beiningu viðskipta- magnsins í þá átt að koma upp á heima- stöðum þeirri þjónustu og starfrækslu, sem byggðarsvæðunum er nauðsynleg. Vandinn er sá, hvert á að beina því viðskiptamagni, sem ekki er hægt að þjóna heima fyrir. Spurning er, hvort skipuleggja skuli svæð- isbundið samstarf milli kaupfélaga um verkaskiptingu og staðsetningu starfrækslu- greina í gagnkvæmum byggðalegum tilgangi, eða byggðar skuli í skjóli samvinnusamtak- anna sérstakar þróunarmiðstöðvar. Miðstöðv- arnar mundu stefna að aukinni forsjá lands- samtakanna með eflingu aðalstöðvanna í Reykjavík og á Akureyri ellegar leiða til samruna fleiri kaupfélaga, með sérstökum þjónustumiðstöðvum á stærsta verzlunar- staðnum. Þetta er að gerast með sérstökum hætti. Kaupfélög hafa gefizt upp, og Sam- bandið hefur þurft að annast smásöluverzl- un, og á sumum byggðarsvæðum eru að myndast svæðakaupfélög af þessum ástæð- um. Hér er ekki um að ræða vaxandi félags- legan styrk kaupfélaganna. Því er öfugt farið. Raunhæf félagshyggja í samvinnumál- um hefur oftast beðið skipbrot í því byggð- arlagi, þar sem kaupfélag hefur gefizt upp. Þetta er stórhættuleg braut, sem slítur líf- ræn tengsl samvinnustarfsins við fólkið og lamar framtak þess fyrir byggð sína. í stað samruna vanhæfra kaupfélagsein- inga á gjaldþrotsstigi við stærri og öflugri einingar þarf að koma raunhæft samstarf jafnrétthárra kaupfélaga á hverju land- svæði. Slíkt samstarf verður að byggjast á sjálfstæði kaupfélaganna og byggðalegri bandalagshugsjón samvinnustefnunnar. Þetta eru forsendur fyrir nýrri sókn sam- vinnustarfsins til að efla skipulegri byggða- þróun. Þessar aðgerðir munu kalla á aukið félagslegt framtak og eflingu samvitundar fólksins í hverjum landshluta. Slíkar að- gerðir munu að sjálfsögðu stefna að því marki, að hver landshluti verði sem sterkust þróunarheild. Framþróun þessara þátta hef- ur e. t. v. alger úrslitaáhrif á búsetuþróun heilla landshluta. Meginmarkmiðið hlýtur að vera, að allt svæðið verði sem næst því að verða sér nógt þjóðhagslega séð. Því þurfa að eiga sér stað verkaskipti milli kaupfélaganna um staðsetnigu iðnaðar- og þjónustugreina, sem hafa markaðssvæði fyr- ir tvö eða fleiri verzlunarsvæði, landshlut- ann í heild og önnur markaðssvæði. Slíkt samstarf getur verið ýmist héraðsbundið eða landshlutabundið í samvinnu við Sam- bandið eins og á sér stað á Akureyri. Þess konar byggðaleg uppbygging breytir starfs- leiðum Sambandsins og kaupfélaganna og leggur þeim á herðar skyldur við byggða- legt samstarf í anda samvinnuhugsjónar- innar. Mjög er umdeilt, á hvern hátt kaupfélögin skuli vera þátttakendur í uppbyggingu fyr- irtækja með öðrum aðilum. Þátttaka þeirra hefur haft mikla byggðalega þýðingu. Þessi leið hefur annmarka, ef skortir hagsmuna- legan tilgang þátttökunnar fyrir félagsfólk- ið. Eignasamlög við aðila, sem fylgja and- stæðri skiptareglu í þjóðfélaginu, geta ekki átt rétt á sér um þjónustu- og úrvinnslu- fyrirtæki í beinum tengslum við félagsfólk kaupfélaganna. Hins vegar háttar svo til um fjölmörg starfrækslusvið, að rekstur þeirra er sérhæfður eða vegna markaðsað- stæðna hentar ekki að tengja þau beinlínis kaupfélagsrekstrinum. Þetta getur réttlætt eignaraðild, bæði vegna viðskiptahagsmuna og til að tryggja tilveru þeirra á félagssvæð- inu. Víðast hvar, þar sem kaupfélögin hafa farið inn á þá braut að gerast beinir at- vinnurekendur á öðrum sviðum en þeim, sem telja má beina þjónustu við félagsfólk- ið, hafa vaknað andstæð sjónarmið milli fé- laganna og verkafólksins. Ekki er vafamál, að þetta viðhorf stendur samvinnustefnunni sem félagslegri hagstefnu fyrir þrifum. Neytandinn, sem kaupir vöru í kaupfélags- búð, og bóndinn, sem leggur inn afurðir sínar, vita að skipulag kaupfélaganna trygg- ir þeim sannvirði. Öðru máli gegnir um launþegann, sem starfar á vegum kaupfé- laganna. Hann á engan rétt til hærra verðs fyrir vinnu sína, þótt reksturinn gangi bet- ur, t. d. vegna vinnuframlags hans. Innan kaupfélaganna, þar sem sannvirðisskipting- in hvílir á því að kaupa vinnuafl og fjár- magn föstu verði, er erfitt að koma skipu- lagsbreytingu á, sem tryggir rétt launþeg- anna. Öðru máli gegnir um framleiðslu- eða þjónustufyrirtæki á vegum kaupfélaganna og samtaka þeirra, sem selja vöru sína föstu verði. Fullkomlega kemur til greina, að starfsmönnum verði tryggð ágóðahlutdeild og stjórnaraðild að þessum fyrirtækjum. Benda má á, að þessi fyrirtæki gætu verið sameign kaupfélaganna, sem aðila markað- arins, og starfsfólksins. Til greina kemur, að helmingur nettó hagnaðar verði skattfrjáls, enda renni hann sem stofnfjárhluti til starfsmanna. Þá kemur og til greina, að kaupfélögin seldu starfsmönnum sinn hluta að vissu marki gegn jöfnum greiðslum á löngum tíma. Þetta er að margra dómi róttæk breyting frá hefðbundnum starfsháttum kaupfélag- anna, en kaupfélögin verða að hafa forystu um að sætta vinnuafl og fjármagn. Sú for- ysta mundi kalla á fleiri til framtaks og fé- lagslegrar ábyrgðar í atvinnulífinu og hef- ur verulega byggðalega þýðingu um stað- setningu fyrirtækja. Bændakaupfélagið íslenzka mun líða und- ir lok í frummynd sinni. Neytendakaupfé- lagsformið virkjar ekki þörf fólksins fyrir félagslegt lýðræði. Þrátt fyrir félagslegan dróma er kaupfélagsskapurinn sterkasta fé- lagslega aflið í þjóðfélaginu til að tryggja alhliða uppbyggingu byggðanna og koma á sættum milli fjármagns og vinnuafls. Þeir þjóðfélagshættir munu skapast, að sam- vinnuhreyfingin verði búin svo fjármagni og félagslegri virkni og atorku, að hún beiti samtakaafli sínu eftir hinni frjálsu leið til byggðaþróunar í landinu á grundvelli ábyrgs félagslegs lýðræðis og siðrænna þjóðfélags- hátta. Byggðaþróunin verður ætíð vog á gengi kaupfélaganna í' landinu. 4 45

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.