Samvinnan - 01.06.1970, Page 46
/ /
EEfcQlERLEND VIÐSJA
Magnús Torfi Ólafsson:
PÍSLARVffni
GRIKKLANDS
Tuttugasta og fyrsta apríl í vor voru þrjú
ár liðin síðan klíka herforingja hrifsaði völd-
in í Grikklandi, afnam stjórnarskrána, af-
lýsti þingkosningum sem fyrir dyrum stóðu
og tók sér alræðisvald yfir lífi, limum og
hag grísku þjóðarinnar. Ofurstar þeir og
hershöfðingjar af lægri gráðum sem þá skip-
uðu sjálfa sig ráðherra sitja enn sem fastast
á valdastólum í Aþenu og stjórna hálfri
níundu milljón Grikkja í krafti hervalds og
lögregluböðla.
Fyrir löngu er ljóst orðið, að með valda-
ráni herforingjanna í Grikklandi færðu
fasistiskir stjórnarhættir út kvíarnar í Evr-
ópu í fyrsta skipti síðan heimsstyrjöldinni
síðari lauk. Stjórn Georgs Papadopoulosar
og félaga hans sver sig rækilega í ættina. Hún
byggir vald sitt á skriðdrekum og pyndinga-
klefum. Við minnsta vott af gagnrýni, svo
ekki sé minnzt á andstöðu, beitir hún fanga-
búðavist um ótakmarkaðan tíma, útlegð til
afdala eða misþyrmingum. Reynt er að
tryggja hollustu hers og lögreglu með fríð-
indum og þjóðrembingi. Blöð eru múlbund-
in og menntir og listir reyrðar í spenni-
treyju opinbers eftirlits og þvingana undir
yfirskini þjóðlegheita og forpokaðrar siða-
vendni. Rýmkað er um gróðamöguleika
auðmanna en hagsmunasamtök almennings
kæfð.
Frekar hefur verið hljótt um Grikkland
í heimsfréttunum síðustu mánuði, eða frá
því stjórnarfarið þar var á dagskrá á fundi
ráðherranefndar Evrópuráðsins fyrir ára-
mótin. Á þeim fundi kom í ljós að tveir
þriðju ríkjanna sem að Evrópuráðinu standa
voru staðráðnir í að vísa grísku kúgunar-
stjórninni úr samtökunum fyrir að fótum
troða mannréttindi og mannhelgi. Á síðustu
stundu var komið í veg fyrir formlega brott-
rekstrarsamþykkt, þegar Pipinellis utanríkis-
ráðherra sagði Grikkland úr Evrópuráðinu,
eftir að hann sá að hverju fór. Þessi mála-
lok voru mikill ósigur fyrir herforingja-
stjórnina, sem lengi vel gerði sér vonir um
að geta afstýrt því að brottrekstrartillaga
ríkisstjórna Norðurlanda annarra en íslands
næði fram að ganga með tilskildum meiri-
hluta. Papadopoulos forsætisráðherra hótaði
jöfnum höndum viðskiptalegum refsiaðgerð-
um og endurskoðun á afstöðu Grikklands
til NATÓ, en þær hótanir reyndust innan-
tóm orð þegar á reyndi. Mest traust settu
grísku valdaræningjarnir líka á fulltingi
Bandaríkjanna, en það hrökk ekki 'heldur
til. Bandarísk blöð skýrðu frá því í janúar,
að Nixon forseti hefði falið Rogers utanríkis-
ráðherra og bandarísku sendiherrunum i
þeim NATÓ-ríkjum sem fylgispökust eru
Bandaríkjunum að leggja fast að stjórnum
Evrópuríkja að greiða brottrekstrartillög-
unni ekki atkvæði. Viðleitni Bandaríkja-
stjórnar til að halda hlífiskildi yfir grísku
fasistunum kom fyrir ekki, þegar uppskátt
varð meginefni skýrslu lögfræðinga, sem
mannréttindanefnd Evrópuráðsins fól að
kanna framferði griskra stjórnvalda. Lög-
fræðinganefndin komst að þeirri niðurstöðu,
að skýlausar sannanir lægju fyrir um að
hroðalegum pyndingum væri beitt kerfis-
bundið í fangelsum Grikklands með fullri
vitund og vilja æðstu valdhafa. í annan stað
úrskurðaði hún tilbúning einn og fyrirslátt
staðhæfingar herforingjanna um að þeir
hefðu hrifsað völdin í neyðarástandi til að
afstýra yfirvofandi byltingu kommúnista.
Frá því Grikkir losnuðu undan stjórn
Tyrkja, hafa stórveldahagsmunir og erlend
íhlutun þrásinnis ráðið úrslitum um þróun
mála í Grikklandi. Hér er ekki rúm til að
rekja þá sögu, en í henni er fólgin skýr-
ingin á, hversu alvarlega jafnt herforingja-
stjórnin og andstæðingar hennar tóku mála-
tilbúnaðinn í Evrópuráðinu. Vegna marg-
falds fordæmis og vegna þess hvernig valda
rán herforingjanna var undirbúið í samráði
við bandarísku leyniþjónustuna (CIA), telur
fjöldi Grikkja að harðstjórninni sem nú
ríkir i landi þeirra verði ekki hrundið nema
andstæðingar hennar njóti verulegs, dipló-
matísks fulltingis annarra ríkja. Málalok í
Evrópuráðinu urðu því herforingjastjórninni
jafnvel enn meiri álitshnekkir heima fyrir
en út á við. Svo felmt varð valdhöfum í
Aþenu við fordæmingu Evrópuráðsins, að
erlendir fréttamenn í Grikklandi hafa eftir
aðstandendum fanga, að síðan hafi verið
tekið fyrir meiriháttar, skipulagðar pynd-
ingar í fangelsunum, hve lengi sem sú dýrð
stendur.
Úr því svo fór sem fór í Evrópuráði, er
herforingjastjórninni enn umhugaðra en
áður að Bandaríkjastjórn framkvæmi til
fulls áform sín um að færa samskipti Banda-
ríkjanna og Grikklands í það horf sem eðli-
legt er talið milli vina og bandamanna.
Þótt leyniþjónustan CIA hefði tvímæla-
laust hönd í bagga með samsæri Papado-
poulosar og kumpána hans, sá Bandaríkja-
stjórn sér ekki annað fært en að taka fyrir
vopnagjafir til Grikklands um skeið eftir
valdaránið. Vopnabann stóð þó ekki lengi,
brátt var tekið að senda gríska hernum á
ný skotfæri og minniháttar vopn. Svo hljóp
ný snurða á þráðinn, þegar tilraun Kon-
stantíns konungs til að steypa herforingja-
stjórninni fór út um þúfur og hann sá þann
kost vænstan að flýja land. Var þá banda-
ríski sendiherrann í Aþenu kallaður heim
og allar fyrirætlanir um að aflétta takmörk-
unum á vopnasendingum lagðar á hilluna
í bráð.
Við síðustu forsetakosningar í Bandaríkj-
unum vænkaðist hagur grísku herforingja-
stjórnarinnar á ný. Ekki var nóg með að
við völdum tók ný stjórn, óbundin af ákvörð-
unum hinnar fráfarandi, heldur eiga Papa-
dopoulos og félagar hans alveg sérstakan
hauk í horni þar sem er núverandi varafor-
seti Bandaríkjanna, Spiro Agnew, sonur
grísks innflytjanda til Bandaríkjanna, eftir-
lætisgoð bandarískra afturhaldsafla, og síð-
ast en ekki sízt á Agnew upphaf stjórnmála-
frama síns að þakka Pappas nokkrum, grísk-
bandarískum auðmanni, sem í félagsskap
við ESSO kom upp olíu- og efnaiðnaðarsam-
steypu sem færði honum yfirráð yfir milli
fimmta og sjötta hluta af framleiðslugetu
alls iðnaðar í Grikklandi. Þræðirnir milli
bandarísku leyniþjónustunnar CIA og grísku
ofurstanna lágu að verulegu leyti um hendur
Pappas meðan valdaránið var á döfinni.
Richard Barnum, einn af lykilmönnum CIA
í Grikklandi, var í orði kveðnu starfsmaður
ESSO-Pappas samsteypunnar. Barnum þessi
átti drjúgan þátt í að koma því til leiðar
að Konstantín konungur bolaði Georg
Papandreú frá völdum í júlí 1965, en sú
ofríkisráðstöfun var upphafið á afnámi lýð-
ræðislegra stjórnarhátta í Grikklandi.
Aftur skaut Barnum upp í Aþenu í árs-
byrjun 1967, og var hann þá enn dulbúinn
sem starfsmaður Pappas en sinnti fyrir CIA
undirbúningi að valdaráni herforingjanna.
Það segir svo sína sögu um samruna efna-
hagslegra hagsmuna og pólitískra refja, að
eitt af fyrstu verkum herforingjastjórnar-
innar var að veita ESSO-Pappas samsteyp-
unni á ný forréttindi sem hið bandaríska
fyrirtæki hafði verið svipt á stjórnarárum
Papandreús. Einn af starfsmönnum Pappas
var gerður lögreglumálaráðherra í herfor-
ingjastjórninni, og heitir sá Pavlos Totomis.
Og ekki skaðar að geta þess að Pappas-
sjóðurinn í Boston, sem í orði kveðnu á að
þjóna vísindum og annarri starfsemi til al-
mannanytja, var farvegur fyrir fjármuni sem
CIA flutti til Grikklands til að standa
straum af starfsemi sinni þar, meðan slíks
dulbúnaðar gerðist þörf. Þær upplýsingar
um Pappas, sem hér hafa verið raktar lítil-
lega til að sýna bak við tjöld atburðarásar-
innar í Grikklandi, eru teknar úr bók gríska
46