Samvinnan - 01.06.1970, Side 47

Samvinnan - 01.06.1970, Side 47
„HvaS er ég að gera hér?“ (bandarísk skopteikn.). lögfræðingsins og félagsfræðingsins Kon- stantíns Tsoucalas, sem hann nefnir Gríski harmleikurinn og kom út hjá Penguin í London um síðustu áramót. Bandaríkjastjórn þótti mikið við liggja í vetur að styðja við bakið á herforingja- stjórninni í Aþenu, svo hún skipaði á ný sendiherra í Grikklandi, Henry Tascas, og tók hann við embætti um líkt leyti og brott- vikning Grikklands var til umræðu í Evr- ópuráðinu. Um sömu mundir var gert upp- skátt í Washington, að Nixon forseti hefði líka afráðið að aflétta með öllu hömlum á vopnasendingum til Grikklands, en biði heppilegs tækifæris til að tilkynna það formlega. Ekki verða nein rök leidd að því að gríska herinn vanhagi af hernaðarástæðum um nýjar sendingar bandarískra skriðdreka og herflugvéla, sem eru þau hergögn sem ekki hafa verið látin af hendi síðustu árin. Þegar til kemur verða því þessi hergögn send bein- línis til að festa herforingjastjórnina í sessi. Ekki svo að skilja að henni nægi ekki viða- Papadopoulos: „Ég sagði skýrum orðum árið 1968, að kosningar vœni skammt undan, ungi maður." m:nni vopn sem gríski herinn hefur þegar undir höndum til að halda landsmönnum í skefjum. Þótt ekki kæmi til minningin um ógnir síðustu borgarastyrjaldar fyrir tveim áratugum, sem gerir að verkum að Grikkir munu forðast ný bræðravíg í lengstu lög, nægði núverandi vopnabúnaður gríska hers- ins á vegum NATÓ til að gera hverja upp- reisnartilraun gegn herforingjastjórninni ó- framkvæmanlega, meðan herinn stendur óskiptur með henni. En eigi herinn að vera sú stoð og stytta stjórnarinnar sem hún ætlast til, þarf að halda herforingjunum ánægðum, meðal annars með því að afla þeim nýrra og tilkomumikilla hergagna. Sýnt virðist að í bráð geti valdaaðstöðu grísku herforingjanna ekki stafað veruleg ógn nema úr tveim áttum. Önnur er ótvíræð fordæming bandamanna Grikklands í NATÓ á fasistisku stjórnarfari í landinu. Hin er sú að nýr herforingjahópur taki sig til og leiki sama leik og Papadopoulos og félagar hans gerðu, snúi byssukjöftunum gegn stjórnar- skrifstofum í Aþenu. Hvorttveggja virðist jafn fjarlægt sem stendur. Hvað hið fyrra varðar eru engar líkur á að Evrópuríkin sem stugguðu her- foringjastjórninni úr Evrópuráði taki rögg á sig og stígi skrefið til fulls með því að víkja henni líka úr NATÓ. Fyrir því sér afstaða Bandaríkjanna. Skýringar er þörf á ihvernig því víkur við að Bandaríkjastjórn skirrist ekki við að baka sér þann óþokka sem óhjákvæmilega fylgir því að halda við völd illræmdri harðstjórn eins og þeirri grísku. Þar kemur til það fyrirbæri í bandarískri utanríkisstefnu sem látið hefur æ meir til sín taka á síðustu árum og hlotið hefur nafnið pentagonismi, kennt við aðsetursstað bandarísku yfirher- stjórnarinnar í Washington. ToO A. ZKOYAAKH Papadopoulos: „Stefna olckar er þjóðleg og óháð.“ Pentagonisminn er í því fólginn, að hags- munir Bandaríkjanna á einhverjum heims- hjara eru taldir þeir fyrst og fremst að tryggja þar þá hernaðaraðstöðu sem yfir- herstjórnin sækist eftir á hverjum tíma. Hefur það þrásinnis borið við að vilji hers- höfðingjanna í Washington hefur reynzt yf- irsterkari víðari sjónarmiðum utanríkisráðu- neytisins. Jafnaðarlega hafa yfirherstjórnin og CIA verið á sama báti, þegar tekizt hefur verið á um utanríkisstefnuna í stjórnarskrif- stofunum í Washington. Framkoma Bandaríkjastjórnar í málefn- um Grikklands verður að teljast pentagon- ismi í algleymingi. Enginn vafi er á að þátt- taka CIA í valdaráninu, hálfvelgjan í van- þóknun í orði á stjórnlagarofinu en stuðn- ingur í verki við valdaræningjana, hafa vakið megna andúð á Bandaríkjunum og bandarískum ítökum meðal þess stóra hluta grísku þjóðarinnar, sem er í virkri eða ó- virkri andstöðu við herforingjastjórnina. Ekki skiptir minna máli, að staða Banda- ríkjanna í Vestur-Evrónu er mun veikari en áður, eftir að Bandaríkjastjórn hefur opin- skátt gerzt verndari gríska fasismans. Allt þetta er að vettugi virt í Pentagon. Þar er hernaðaraðstaðan í svipinn við aust- anvei-t Miðjarðarhaf látin ganga fyrir póli- tískum sjónarmiðum. Upp á síðkastið hafa tengsl Tyrklands við NATÓ og Bandaríkm veikzt verulega. Sambúð Sovétríkjanna og Tyrklands skánar smátt og smátt, banda- rískum herstöðvum í Tyrklandi fækkar óð- um og aðsúgur hefur hvað eftir annað verið gerður að bandarískum sjóliðum í tyrknesk- um hafnarborgum. Breytt afstaða Tyrkja stafar bæði af vonbrigðum þeirra yfir slæ- legum stuðningi NATÓ við þeirra málstað í Kýpurdeilunni, sem lyktaði í bráð með fullum sigri Makaríosar erkibiskups, og vax- andi samúð Tyrkja með málstað Araba í viðureign þeirra við ísrael. Því tæpari sem fótfesta bandarísks her- valds gerist í Tyrklandi, þeim mun meira kapp leggur herstjórnin í Washington á að geta hagað sér eins og heima hjá sér í Grikklandi, einkum á Krít og öðrum grísk- um eyjum, sem hafa að bjóða tilvaldar flota- hafnir. Síðan sigur ísraelsmanna í sex daga stríðinu gerði sum arabaríkin háð Sovét- ríkjunum, eru sovétmenn á skömmum tíma búnir að gera ríki sitt að Miðjarðarhafs- veldi og stefna greinilega að því að hafa í fullu tré við Bandaríkjamenn á hafinu aust- anverðu. Greiður aðgangur að flotastöðvum á þessum slóðum er því bandarísku her- stjórninni meira keppikefli en nokkru sinni fyrr, og eins og aðstæður eru þyk:r henni vænlegast að bera niður í Grikklandi. Engin breyting er fyrirsjáanleg í bráð í því efni, þar sem ætíð getur eins og nú er ástatt komið til nýrra stórátaka milli ísraels og arabáríkja. Hernaðaryfirburðir ísraels eru enn svo miklir, að sé þeirra neytt til hins ýtrasta getur orðið erfitt fyrir sovétstjórn- ina að skella skolleyrum við hjálparbeiðn- um frá aðþrengdum ríkisstjórnum í Kairó eða Damaskus. Reyndar er sanni næst að Miðjarðarhafsbotn er nú eina svæðið í heim- inum, þar sem veruleg hætta er á að í odda geti skorizt milli bandarísks og sovézks her- afla, og þá fyrst og fremst flota og flugherja. Framkoma sovétstjórnarinnar við þessar aðstæður er svo saga út af fyrir sig, og í fullu samræmi við það sem á undan er Byggingarframkvæmdir grísku herjoringjanna. gengið. Hér er ekki tóm til að rekja, hvernig Stalín beitti áhrifum sínum á Kommúnista- flokk Grikklands til að eyðileggja aðstöðu vinstrisinnaðrar andspyrnuhreyfingar gagn- vart afturhaldi og brezkum íhlutunarher- sveitum 1944, er hann var að uppfylla leyni- samning þeirra Churchills um skiptingu Balkanskaga í áhrifasvæði rnilli Sovétríkj- anna og Bretlands. Sovéthollusta og kreddu- festa grísku kommúnistaforustunnar á sinn 47

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.