Samvinnan - 01.06.1970, Síða 48
Grikkland fyrr ....
og nu
ríka þátt í hversu vinstri öfl Grikklands
hafa æ ofan í æ farið halloka fyrir aftur-
haldi og erlendum bakhjörlum þess. En það
sem nú skiptir mestu máli er afstaðan í
framvindu atburðanna á líðandi stund. Þar
er ekki um að villast, að sovétstjórnin hefur
notað þau tækifæri sem henni hafa boðizt
til áhrifa á þróunina í Grikklandi til að
festa herforingjastjórnina í sessi í Aþenu.
Berlegast kom þetta á daginn í vetur,
þegar málatilbúnaðurinn í Evrópuráðinu var
á döf’nni. Þá gerði sovétstjórnin sér far um
að vingast við stjórnina í Aþenu, og gefa
þar með hótunum hennar um að snúa baki
við NATÓ og leita fulltingis annarsstaðar
veruleikablæ. Sovézki sendiherrann í Aþenu
átti þá langa fundi með Pipinellis utanríkis-
ráðherra, og gerður var samningur um sölu
til Sovétríkjanna á þeim grískum afurðum,
sem erfiðast myndi reynast að koma í verð,
ef viðskiptasambönd slitnuðu milli Grikk-
lands og ríkjanna í Vestur-Evrópu, sem
harðast beittu sér fyrir fordæmingu á her-
foringjastjórninni.
En ekki nóg með þetta. Að undirlagi sov-
étmanna hefur Kommúnistaflokkur Grikk-
lands verið klofinn. Spratt klofningurinn af
fordæmingu meirihluta flokksforustunnar á
sovézku innrásinni í Tékkóslóvakíu. Það
flokksbrotið, sem fylgir sovétmönnum að
málum, hefur neitað allri samvinnu við þau
samtök grískra útlaga, sem nú leitast við
að skipuleggja baráttu til að steypa her-
foringjastjórninni frá völdum. Nýjasta til-
tæki á vegum sovétmanna gegn griskum
útlögum sem ekki vilja sitja með hendur
í skauti gagnvart kúgurunum átti sér stað
í Prag. Frá því borgarastyrjöldin í Grikk-
landi stóð hafa landflótta Grikkir í Tékkó-
slóvakíu haft með sér öflug samtök. Þeir
fordæmdu sovézku innrásina í landið sem
veitt hefur þeim hæli. f febrúar í vetur voru
þessi samtök leyst upp með valdboði nú-
verandi valdhafa í Prag og lagt hald á sjóði
þeirra, sem safnað hafði verið til að standa
straum af baráttu gegn herforingjastjórn-
inni.
í fljótu bragði virðist lítt skiljanlegt, að
sovétstjórnin skuli leggja sig í framkróka
til að vinna í haginn fyrir brjóstmylkinga
C'IA á valdastólunum í Aþenu, en þarna eins
og víðar kemur nú rækilega á daginn, að
inntak stefnu heimsveldanna gagnvart ríkj-
um í Evrópu er allt annað en látið er í veðri
vaka. Valdabraskarar eins og grísku herfor-
ingjarnir, sem styðjast við erlenda leyni-
þjónustu og vopnavald en ekki fylgi lands-
manna, eru ef í harðbakkann slær falir
þeim sem bezt býður. Sovétstjórnin ber nú
víurnar í grísku fasistana, af því hún vill
eiga leik á borði, ef svo skyldi fara að
Bandaríkjastjórn teldi sér bezt henta að
losna við þá af sínu framfæri.
Þetta verður að nægja um stöðu Grikk-
lands í valdatafli heimsveldanna sem stend-
ur. Þá er eftir að gera sér grein fyrir sam-
bandi grísku herforingjastjórnarinnar og
hersins sjálfs. Þar eins og víðar í málefnum
Grikklands er óhjákvæmilegt að líta nokkuð
til baka til að átta sig á því sem er að ger-
ast. Sú var tíðin að gríski herinn var að
mestu á bandi lýðveldissinna og borgara-
legra umbótaafla. Sú hefð var enn svo rík
1944, að Bretum þótti nauðsyn til bera að
egna með undirferli til uppreisnar í útlaga-
hernum í Egyptalandi gegn konungsstjórn-
inni sem þeir studdu, til að fá ástæðu til að
reka úr hernum þau öfl sem hliðholl voru
hinni vinstrisinnuðu mótspyrnuhreyfingu
heima í Grikklandi, en Churchill hafði ein-
sett sér að brjóta hana á bak aftur. Síðan
var hver hreinsunin af annarri gerð í hern-
um og hann í raun og veru tekinn undan
yfirstjórn þingræðislegra yfirvalda en gerð-
ur að ríki í ríkinu undir yfirstjórn konungs.
Ljóst er að Konstantín konungur og
æðstu menn hersins höfðu á prjónunum fyr-
irætlanir um stjórnlagarof á öndverðu ári
1967, og notuðu ofurstarnir sér vitneskju
um það til að koma í framkvæmd sinni eigin
valdaránsáætlun í blóra við konung og yfir-
herstjórnina. Þegar Konstantín ætlaði að
losa sig við ofurstana, kom á daginn að þeir
voru búnir að tryggja sér öll undirtök, og
síðan konungur flýði land hafa konung-
hollir liðsforingjar verið reknir úr hernum
hópum saman og sitja margir í fangabúð-
um eða stofufangelsi ásamt stjórnmálamönn-
unum sem þeir hjálpuðu áður Papadopoulosi
og hans nótum til að hneppa í varðhald.
Máli hermanna hefur verið stórhækkaður
og allt gert til að tengja herinn sem nánast
hinu nýja valdakerfi. Ofurstarnir sem með
völdin fara kunna vegna fortíðar sinnar
manna bezt að þefa uppi hersamsæri. Allt
ber því að þeim brunni, að herinn sé ólík-
legur til að gerast völdum þeirra skeinu-
hættur að óbreyttu ástandi.
í hópi útlægra, grískra stjórnmálamanna
ber hæst tvö nöfn, Karamanlis, fyrrverandi
forsætisráðherra í stjórn hægrimanna, og
Andreas Papandreú, son Georgs fyrrum for-
sætisráðherra og arftaka hans að forustu
fyrir vinstri öflum í grískum stjórnmálum.
Nokkur samstaða virðist hafa tekizt með
Karamanlis og Papandreú um andstöðu úr
útlegðinni gegn herforingjastjórninni, en
reynslan sýnir að barátta úr útlegð gegn
kúgunarstjórn er tæpast árangursrík, nema
útlagarnir njóti verulegs stuðnings valda-
manna í öðrum löndum, sem aðstöðu hafa
til að auðvelda þeim að halda sambandi við
samherjana heimafyrir.
Herforingjastjórninni er mikið í mun að
fá til samstarfs við sig stjórnmálamenn sem
eitthvert raunverulegt fylgi hafa, og ber að
sjálfsögðu niður meðal hægrimanna. Hingað
til hefur Karamanlis tekizt að halda aftur
af skoðanabræðrum sínum, sem herforingja-
stjórnin reynir að freista. Vera má því að
hún bregði á það ráð að veita stjórnarfarinu
eitthvert lýðræðisyfirskin til að laða frekar
stjórnmálamenn undir sinn áraburð. Það
verður þó áreiðanlega ekki gert fyrr en
Papadopoulos og félagar hans telja sig hafa
rótfest valdakerfi sitt svo rækilega að við
því verði ekki haggað innanfrá.
Allt ber þetta að sama brunni. Gríska
þjóðin er í viðjum sökum þess að valdaræn-
ingjum hefur tekizt að nota bandalagstengsl
hennar í NATÓ sér til framdráttar. Að sínu
leyti gerist nú sama sagan í Grikklandi og
Tékkóslóvakíu; heimsveldin tvö neyta að-
stöðunnar sem heimsstyrjöldin veitti þeim í
Evrópu til að ákveða einstökum þjóðum
álfunnar örlög að sínu skapi í samræmi við
sína hagsmuni, ímyndaða eða raunveru-
lega. Telji þau minnstu hættu á að missa
hernaðaraðstöðu sem þau telja miklu máli
skipta, er fyrsti bezti lukkuriddari sem býð-
ur sig fram hafinn til valda yfir lánlausum
þjóðunum sem fyrir þessu verða.
Hve lengi slíku fer fi/am er einkum undir
því komið, hvernig öðrum Evrópuþjóðum
sem betur eru settar gengur að átta sig á
samhenginu, og hvort þær finna og fram-
kvæma með þegjandi samkomulagi ráð til
að bægja heimsveldisstefnunni úr báðum
áttum frá dyrum sínum, áður en þeim er
hverri í sínu lagi búin óhæg Prókrústesar-
hvíla af því tagi sem Tékkóslóvakar og
Grikkir gista nú í svipinn. ♦
48