Samvinnan - 01.06.1970, Side 49
Sigurður Líndal:
ÍSLENZKIR
STJORNMALAFLOKKAR
Þriðja grein
E. Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið var upphaflega stofnað
4. apríl 1956 sem kosningasamtök Sósíalista-
flokksins, manna úr Alþýðuflokknum, er
stóðu að Málfundafélagi jafnaðarmanna, og
hluta Þjóðvarnarflokksins. Var hér einungis
um að tefla mjög losaraleg samtök, sem ekki
er ástæða til að lýsa nánar.
Föstu skipulagi var fyrst komið á Alþýðu-
bandalagið sem stjórnmálaflokk á lands-
fundi, sem haldinn var 1.—3. nóvember
1968.
Stjórn flokksins er eins og í flokkum
þeim, sem áður er lýst, skipt milli þeirra
stofnana, sem hafa með höndum forystu á
afmörkuðum svæðum, og þeirra, sem hafa
með höndum stjórn flokksins í heild. Er
heildarstjórnin í höndum landsfundar,
flokksráðs, miðstjórnar, framkvæmdastjórn-
ar og þingflokks. Staðbundin stjórn í hönd-
um flokksfélaga og kjördæmisráða.
Landsfundur er skipaður fulltrúum flokks-
félaga (alþýðubandalagsfélaga), sem kosnir
eru á almennum félagsfundum að jafnaði
leynilegri kosningu (11. gr., sbr. 30. gr.).22
Auk þess eiga þar sæti þingmenn flokksins,
framkvæmdastjórnarmenn og miðstjórnar-
menn, enda þótt þeir séu ekki kjörnir full-
trúar. Ef svo er, hafa þeir öll réttindi önnur
en atkvæðisrétt. Landsfundur skal haldinn
í heyranda hljóði og samkvæmt nánari regl-
um, er miðstjórn setur. Þó fer umræða fram
fyrir luktum dyrum, ef tillaga þess efnis
hlýtur þriðjung greiddra atkvæða (14. gr.).
Er þess getið í skýringum á flokkslögunum,
að greinin feli í sér heimild miðstjórnar til
þess að takmarka aðsókn óviðkomandi fólks,
t. d. með því að afhenda aðgöngumiða á-
kveðnum tíma fyrirfram.
Landsfund ber að halda eigi sjaldnar en
þriðja hvert ár og á miðstjórn að boða til
hans (9. gr.). Frá því að Alþýðubandalagið
var gert að formlegum stjórnmálaflokki hef-
ur einungis verið haldinn einn landsfundur
— stofnfundur flokksins — og sátu hann
129 fulltrúar.23
í lögum Alþýðubandalagsins segir, að
iandsfundur hafi æðsta vald í málefnum
flokksins. Hann markar stefnu og setur lög
(8. gr.). Á landsfundi er formaður flokksins
kosinn, varaformaður og ritari i(15. gr.).
Ennfremur ákveður hann tölu flokksráðs-
fulltrúa úr hverju kjördæmi (16. gr.).
Landsfundur Alþýðubandalagsins — sá
eini, sem hingað til hefur verið haldinn —
stóð 3 daga, og að meðaltali virðast fundir
hafa staðið um 8 klst. hvern dag. Gangur
mála var þar í fáum orðum á þessa leið: Að
lokinni þingsetningu voru kjörbréf rann-
sökuð, en síðan voru kosnar eftirtaldar
nefndir landsfundar:
1. Kjörnefnd, skipuð 11 manns.
2. Stefnuskrárnefnd, skipuð 9 manns.
3. Allsherjarnefnd, skipuð 9 manns.
4. Skipulags- og laganefnd, skipuð 11
manns.
5. Stjórnmálanefnd, skipuð 11 manns.
6. Verkalýðsmálanefnd, skipuð 15
manns.
Að lokinni nefndaskipan voru sett fundar-
sköp, en þau skal landsfundur ákveða (12.
gr.).
Þessu næst flutti formaður framkvæmda-
stjórnar skýrslu hennar, en varaformaður
flokksins '(formaður hafði þá beðizt lausn-
ar) greinargerð um stjórnmálaviðhorfið. Að
þessum skýrsluflutningi loknum fór fram
almenn stjórnmálaumræða, en síðan voru
rædd lög flokksins.
Næsta dag stóðu umræður um stefnuskrá,
og nefndir þær, sem áður var getið, skiluðu
áliti.
Síðasta degi landsfundar var hins vegar
varið til endanlegrar afgreiðslu mála, —
m. a. var samþykkt almenn stjórnmálayfir-
lýsing, svo og ályktanir um nokkur nánar
tilgreind málefni. Ennfremur voru lög
flokksins samþykkt.
Af landsfundarskýrslu þeirri, sem hér hef-
ur verið stuðzt við, má ráða, að atkvæði hafi
fallið nokkuð einróma á endanlegar tillögur.
Hins vegar er getið gagnrýni einstakra
flokksmanna á þeim og breytinga, sem gerð-
ar voru í meðferð þingsins. Einnig er frá því
greint, að tillögu hafi verið vísað aftur til
nefndar. Sérstaklega er tekið fram, að lög
flokksins hafi í heild verið afgreidd með
samhljóða atkvæðum, en áður höfðu þó ver-
ið samþykktar nokkrar breytingatillögur.
Síðasta verk landsfundar var að kjósa for-
mann, sem einróma var kosinn, varafor-
mann og ritara.
Flokksráð skipa 90 manns að meðtöldum
formanni, varaformanni og ritara (16. gr.).
Eins og áður sagði, ákveður landsfundur
tölu fulltrúa úr hverju kjördæmi, og var svo
gert á fyrsta landsfundinum.
Fulltrúar í flokksráði eru kjörnir á fundi
í kjördæmisráði hvers kjördæmis til eins árs
í senn. í Reykjavík eru þeir þó kosnir á al-
mennum félagsfundi í alþýðubandalagsfé-
laginu þar. Við kosningu þeirra er notuð
svokölluð punktaaðferð, sem nánar verður
lýst í þættinum um miðstjórn (16. gr.).
Miðstjórn boðar ráðið til fundar þau ár,
sem landsfundur er ekki haldinn, en heimilt
er einnig að boða ráðið til aukafunda. Skylt
er að boða fund, ef 30 flokksráðsmenn, 10
miðstjórnarmenn eða meirihluti þingflokks
leggur fyrir formann skriflega kröfu þar að
lútandi (17. gr.).
Engin almenn skilgreining er á hlutverki
flokksráðs í lögum Alþýðubandalagsins, en
hins vegar vikið að því á nokkrum stöðum.
Um stefnumótun virðist hlutverk þess vera
að taka ákvarðanir um afstöðu til einstakra
pólitískra málefna. Er það ljóst af 26. gr.
flokkslaga, þar sem segir, að þingflokkur
skuli starfa í samræmi við stefnuyfirlýsingu
landsfundar og ákvarðanir flokksráðs. Ann-
ars hefur flokksráð einkum hlutverki að
gegna í flokksstarfinu sjálfu. Þannig má
skjóta ákvörðun um inntökubeiðni í alþýðu-
bandalagsfélag til flokksráðs (3. gr. 3. mgr.),
og taka skal það ýmsar ákvarðanir um fjár-
mál og reikninga flokksins (32. gr.).
Flokksráð hefur aðeins einu sinni komið
saman til fundar frá því að flokkurinn var
stofnaður. Er þvi enn sem komið er ekki
unnt að gera grein fyrir því, hvernig starf-
semi þess þróast í framkvæmd.
Miðstjórn er skipuð 30 mönnum að með-
töldum formanni, varaformanni og ritara.
Eru 27 miðstjórnarmenn kjörnir árlega á
landsfundi eða reglulegum flokksráðsfundi
(20. gr.).
Við kosningu í miðstjórn er sú aðferð
notuð, sem kölluð er punktaaðferð. Ber að
nota hana, ef tillögur eru lagðar fram um
fleiri en kjósa ber. Nánar er henni svo lýst
í 20. gr. flokkslaganna:
„Leggja skal fram fjölritaðan lista með
nöfnum þeirra, sem tillaga er gerð um, bæði
aðal- og varamanna, eða fundarstjóri les
nöfnin upp, og skulu þau vera í stafrófsröð
með upplýsingum við hvert nafn um það,
hver tillögu geri. Á atkvæðaseðilinn skal
rita:
tölustafinn 4 við þrjú nöfn á seðlinum
tölustafinn 3 við þrjú nöfn á seðlinum
tölustafinn 2 við þrjú nöfn á seðlinum
tölustafinn 1 við 28 nöfn á seðlinum.
Þeir 27 menn, sem flest atkvæði fá, eru
rétt kjörnir aðalmenn í miðstjórn og 10
þeir næstu varamenn.“
Er tilganginum með þessari aðferð lýst
svo í skýringum á lögum flokksins, að hann
sé að tryggja hugsanlegum minnihluta ein-
hverja menn kjörna.
Auk þessara kosnu fulltrúa eiga rétt til
setu á fundum miðstjórnar þingmenn flokks-
ins. Njóta þeir þar málfrelsis og tillögurétt-
ar (26. gr. 2. mgr.).
Ekki segir um það í lögum, hversu oft
miðstjórn skuli koma saman til funda, en í
skýringum þeim, sem lögunum fylgja, er
gert ráð fyrir, að miðstjórn komi saman til
funda einu sinni í mánuði. Boðar formaður
til þeirra, en einnig skal fundi halda, ef
framkvæmdastjórn eða 10 miðstjórnarmenn
æskja (21. gr.).
Hlutverki miðstjórnar er almennt svo
lýst: að stýra málefnum Alþýðubandalagsins
í umboði flokksráðs og landsfundar ( 19.gr.).
í samræmi við þetta ber þingflokki að hafa
samráð m. a. við miðstjórn í mikilsverðum
málum, er koma fyrir Alþingi. Ákvarðanir
um meiri háttar samstarf við aðra flokka
eða samstarfsslit, svo og hvers konar nýjar
ákvarðanir um afstöðu þingflokks til rikis-
stjórnar, skulu vera háðar samþykki mið-
stjórnar (26. gr.).
Að auki eru margvísleg framkvæmdastörf
falin miðstjórn og eru þessi hin helztu: Hún
staðfestir lög flokksfélaga (5. gr.), fylgist
með starfi félaga og kjördæmisráða (7. gr.),
boðar til landsfundar og ákveður dagskrá
hans; einnig boðar hún til flokksráðsfunda
(9., 12. og 17. gr.), setur reglur um aðgang
að landsfundum (14. gr.) og reglur um próf-
kjör (29. gr.).
Miðstjórnin skiptir sér í 8 starfsnefndir,
sem fjalla um eftirtalin verkefni:
49