Samvinnan - 01.06.1970, Side 50

Samvinnan - 01.06.1970, Side 50
MIÐSTJÓRN ALÞÝÐUBANDALAGSINS: Sjálfkjörin: Ragnar Arnalds, formaður Adda Bára Sigfúsdóttir, varafm. Guðjón Jónsson, ritari Kjörin á flokksráðsfundi 1969: Ásdís Skúladóttir Bcncdikt Davíðsson Bjarnfríður Leósdóttir Eðvarð Sigurðsson Gils Guðmundsson Gísli Ásmundsson Guðmundur J. Guðmundsson Guðmundur Hjartarson Guðmundur Vigfússon Guðrún Guðvarðardóttir Guðrún Helgadóttir Hjalti Kristgeirsson Ingi R. Helgason Jóhann Kúld Jón Snorri Þorleifsson Jónas Árnason Loftur Guttormsson Lúðvík Jósepsson Magnús Kjartansson Ólafur Jensson Sigmar Ingason Sigurður Björgvinsson Sigurður Brynjólfsson Sigurður Magnússon Snorri Jónsson Stefán Sigfússon Svavar Gestsson 1. Efnahags- og atvinnumál. 2. Verkalýðs- og kjaramál. 3. Præðslu- og menningarmál. 4. Félags- og heilbrigðismál. 5. Æskulýðsmál. 6. Sjálfstæðis- og utanríkismál. 7. Útgáfu- og útbreiðslustarfsemi. 8. Stjórnunar- og skipulagsmál, þar með talin sveitarstjórnarmál. stjórnar og njóta þar málfrelsis og tillögu- réttar (26. gr. 2. mgr.). Af staðbundnum stjórnarstofnunum flokks- ins er fyrst að geta flokksfélaga. Eru þau bundin við ákveðin svæði og mega ekki vera fleiri en eitt á hverju svæði. Hins vegar er heimilt að skipta félagi í deildir, ef henta þykir (4. gr.). Félögin setja sér sjálf lög, sem mega þó ekki fara í bága við lög flokks- ins (5. gr.). Þau, sem starfa utan Reykjavík- ur, taka ákvörðun um framboð flokksins í sveitarstjórnarkosningum, en í Reykjavík er það í verkahring fulltrúaráðs félags- ins (27. gr.). Kjördæmisráð mynda fulltrúar alþýðu- bandalagsfélaga, sem eru innan eins og sama kjördæmis (6. gr.). Það kýs sér síðan stjórn og setur sér starfsreglur (7. gr.). Hlutverk kjördæmisráða er að hafa með höndum heildarstjórn á starfi Alþýðubanda- lagsins í hlutaðeigandi kjördæmi. Skal það koma saman eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Á stjórn þess að gefa árlega skýrslu um starfsemi félaganna og kjördæmisráðsins og senda hana miðstjórn. í Reykjavík gegnir fulltrúaráð Alþýðubandalagsins þessu hlut- verki (7. gr.). Fulltrúaráð félagsins í Reykjavík og kjör- dæmisráð í öðrum kjördæmum taka ákvörð- un um framboð flokksins í alþingiskosning- um. Þriðjungur fundarmanna getur krafizt þess að ákvörðun fulltrúaráðs verði lögð undir almennan félagsfund til endanlegrar ákvörðunar (27 gr. 2.—3. mgr.). Loks ber að geta þess ákvæðis um trúnað- arstöður innan flokksins, að þar er enginn kjörgengur lengur en 3 kjörtímabil í röð. Við val manna í ráð og nefndir utan Alþýðu- bandalagsins hvort heldur á Alþingi eða í sveitarstjórnum, skal að því stefnt, að eng- inn gegni slíkri stöðu lengur en 2 kjörtíma- bil í röð. Þó er heimilt að kjósa sama mann formann eða varaformann á 4 landsfundum í röð, ef hann hefur gegnt starfinu skemur en 7 ár að loknum 3 kjörtímabilum. Engar takmarkanir gilda þó um endurval manna til framboðs (31. gr.). í þessum reglum felst m. a., að enginn verður kjörinn mið- stjórnarmaður lengur en 3 ár og hámarks- tímabil það, sem sami maður getur gegnt formennsku eða varaformennsku, er 9 ár. Heimilt er að bæta í nefndirnar mönnum utan miðstjórnar. Þeim ber að koma reglu- lega saman og gera tillögur til framkvæmda- stjórnar og miðstjórnar (23. gr.). Loks hefur miðstjórn það hlutverk að kjósa 6 rnenn í framkvæmdastjórn (22. gr.). Framkvæmdastjórn er skipuð þeim 6 mönnum, sem miðstjórn kýs, og að auki for- manni, varaformanni og ritara (22. gr.). Framkvæmdastjórn ræður framkvæmda- stjóra flokksins og annast ásamt honum dag- lega umsjón og eftirlit með öllu starfi Al- þýðubandalagsins (24. gr.). Að auki fer hún með fjármál flokksins (32. gr. 4. mgr.). Framkvæmdastjórnarmenn eiga rétt til að sitja þingflokksfundi með málfrelsi og tillögurétti. Þingflokk mynda þingmenn Alþýðubanda- lagsins og kýs hann sér formann, varafor- mann og ritara. Hann hefur þá hlutdeild í stefnumótun að taka ákvörðun um afstöðu flokksins á Alþingi. Honum ber að starfa i samræmi við stefnuyfirlýsingu landsfundar og ákvarðanir flokksráðs. í málatilbúnáði sínum skal hann hafa samráð við fram- kvæmdastjórn og miðstjórn í mikilsverðum málum (26. gr.). Þingmenn eiga rétt á að sitja fundi mið- FRAMKVÆMDASTJÓRN SAMTAKA FRJÁLSLYNDRA OG VINSTRI MANNA: Hannibal Valdimarsson, form. Björn Jónsson form. fram- kvæmdastjórnar og ritari Bjarni Guðnason, varaform. Haraldur Henrysson gjaldkeri Alfreð Gíslason Ilalldór S. Magnússon Jón Baldvin Hannibalsson Ingimar Sigurðsson Margrét Auðunsdóttir Sigurður Elíasson Steinunn Finnbogadóttir Samkvæmt lögum flokksins eiga 12 menn að sitja í framkvæmdastjórn, en eru eins og sakir standa 11. 50

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.