Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 55

Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 55
r-----------------------------■"! Steindór Steindórsson: Virkjunarframkvæmdir vi& Laxá í Pingeyjarsýslu á móti verkfræðingi, hvort sem þeir heita Sigurður, Knútur eða Sveinn. Hitt er augljóst mál, að eftir að búið var að eyða miklum fjármunum til undirbúnings að Gljúfurversvirkjun og ef meining var að knýja hana fram, gegn mótmælum héraðsbúa og nátt- úruverndarmanna, þá væri bæði óþarft og jafnvel óþægilegt fyr- ir virkjunarstjórnina að virkja stærra í Námaskarði, eða að því væri haldið á loft, að slíkt kynni að vera hagkvæmt. Hér skal látið útrætt um þessa hlið málsins, en erfitt verður það fyrir virkjunaraðilana að fá menn til að trúa því að hér hafi ekki verið völ annarra kosta og þeirra sæmilegra. En þeir ráða yfir fjár- magninu og því hvað er rann- sakað og hvað ekki, og þykjast því komast langt með einokun á þekkingunni. Niðurstöður Rætt hefur verið um árekstra virkjunarsjónarmiða og náttúru- verndar. Náttúruverndinni fylgja mörg önnur og sum mjög hagnýt sjónarmið; þar eru líka stórfelldir hagsmunir bæði héraðs og al- þjóðar. Einsýn virkjunarsjónar- mið jafngilda því skammsýni. Bent hefur verið á það að maður- inn þarf á öllum sviðum að sýna aðgát í samskiptum sínum við umhverfi sitt, náttúruna, svo að hann spilli því ekki, sjálfum sér og öllu lífi til tjóns. Við nýtingu einna landkosta verður að gæta þess að öðrum enn dýrmætari sé ekki spillt. Erfitt deilumál hefur risið vegna þess að einhliða sjónarmið voru viðhöfð við undirbúning og hönn- un virkjunar, sem fyrirhuguð er í Laxá. Það var of seint kynnt af hendi virkjunaraðilans, að hér var um samhangandi virkjunar- áætlun að ræða, þar sem hver áfangi batt annan frá byrjun. Ef frá upphafi hefði verið gætt fleiri sjónarmiða og leitað sam- starfs við aðila sem bera önnur sjónarmið fyrir brjósti, náttúru- verndarmenn og eigendur lands- ins og landréttinda, hefði mátt finna farsælli lausnir, sem allir gætu unað við. Nú er málið kom- ið í eindaga, vegna þess að þörfin fyrir raforku er brýn, og verður því til bráðabirgða að sættast á takmarkaða virkjun, sem ekki vinnur tjón á landkostum, aðal- lega líffræðilegt. Síðan ættu allir velunnarar landshlutans að sam- einast um stærri hluti og stefna að þeim stórvirkjunum sem hag- kvæmastar og affarasælastar má gera þar, og að þeirri uppbygg- ingu, sem þeim má fylgja. Fyrir landsmenn alla ætti þetta mál að verða víti til varnaðar. Að slíkum forrannsóknum, sem að framan er lýst, verður að vinna með öðrum hætti en hingað til hefur viðgengizt. Stórfelld verð- mæti eru þar í húfi, bæði í ork- unni og náttúrufari og landkost- um byggðanna, sem hinar fyrir- huguðu virkjanir kunna að snerta. Engu skal spáð um afleið- ingar hinna stórfelldu fyrirhug- uðu vatnaflutninga, en það fast- lega dregið í efa að höfundar hugmyndanna hafi gert sér grein fyrir því hverjar þær kynnu að verða. Aðeins skal varpað fram tveimur spurningum: Hver verða áhrif svo stórfelldra vatnaflutn- inga á grunnvatn, vatnsból, ár og vötn héraðanna, sem vatnið er tekið frá eða veitt til? Þau verða ábyggilega einhver, en hver? í öðru lagi, hvaða áhrif kann það að hafa á flóa og firði, og lífið í þeim, ef jökulvötnin, sem sum eru talin bera til sjávar yfir tutt- ugu þúsund smálestir af aur á sólarhring, hverfa á braut? Ég hef engan fundið enn sem treyst- ir sér til að gefa svar við þessu. Það ber vissulega að harma að í þeim fjárbeiðnum til virkjunar- rannsókna, sem studdar eru ná- kvæmum áætlunum, sé ekki ætl- aður einn eyrir til að leita svara við þessum eða ótal öðrum spurn- ingum, sem hljóta að koma fram. Þarna er vissulega verið að bjóða vandræðum heim; það hljóta að verða stórfelldir árekstrar framundan, ef þessi vinnubrögð verða viðhöfð framvegis. Við ætt- um að geta byggt á reynslu og fordæmi annarra þjóða í þessu efni. Nú þegar ætti að skipa sam- starfsnefnd virkjunaraðila og náttúruverndarmanna og fulltrúa annarra hagsmunaaðila, svo sem landeigenda. Sú nefnd fengi í fyrsta lagi sama hlutverk og norska nefndin, sem að framan er getið, að gera tillögur um það hvaða vatnsföll og vatnasvæði ber að friða og varðveita, og í öðru lagi að fylgjast með undirbúningi að virkjunum á öllum stigum. Virkjanir eru auðvitað aðeins ein tegund mannlegra athafna, sem þurfa að fara fram með fullri aðgát. Það er ótal margt fleira, sem varast þarf, svo sem mengun margskonar, t. d. af völdum olíu o. fl. En við eigum enn svo ó- snortið land, miðað við aðrar þjóðir, að við eigum að geta afl- að okkur nægrar þekkingar og kynnzt nægum vítum þeirra, til að kunna að varast það, sem var- ast þarf — við höfum svo margra kosta völ — svo mikið landrými og mikla landkosti og búum það vel, að við höfum í fáum orðum sagt enga afsökun fyrir því að spilla náttúru landsins. Jónas Jónsson. Fyrir allmörgum árum gaf er- lendur rithöfundur út bók um ís- land, sem hann kallaði þar land andstæðnanna. Naumast verður því móti mælt að hann hafi þar komizt vel að orð;. Land vort er fullt andstæðna, og þjóðin dregur dám af náttúru þess. Vér erum ósamþykkir um margt, oft hina sjálfsögðustu hluti, og í deilum vorum eigum vér löngum erfitt með að setja oss inn í hugsunar- hátt andstæðingsins og jafnvel skapa oss stundum forsendur fyrir því, sem vér viljum and- mæla eða hrekja. Þetta er mann- leg náttúra, þótt hún komi sér stundum illa og geti oft valdið tjóni. Sumarið i fyrra var sumar and- stæðnanna. Þar skipti í tvö ólík horn um viðmót þess við lands- menn eftir því hvar þeir voru bú- settir. Við oss hér nyrðra brosti sólin og vér nutum einstakrar veðurblíðu, en um suður- og vest- urhluta landsins var sífelldur rosi og regn, svo að til stórvand- ræða horfði, svo að ekki sé dýpra tekið í árinni. En á sama tíma og bændurnir syðra börðust vonlít- illi baráttu við ótíðina og horfðu á heyfeng sinn ónýtast eða urðu að gefast upp við að losa stráin af jörðinn', skáru nokkrir stéttar- bræður þeirra hér norður í landi upp herör til að tálma fram- kvæmdum við virkjun Laxár. Var fjölmiðlunartækjum landsins beitt í þeim áróðri, bæði sjón- varpi og blöðum. Það er eðlilegt að sjónarmið manna séu ólík, en samt hefur mig furðað á málflutn- ingi margra, sem hafa kvatt sér hljóðs, þar sem í þeim hópi eru víðsýnir menn, greindir og góð- viljaðir, en virðast þó hafa van- rækt að kynna sér ýmis grund- vallaratriði hinna fyrirhuguðu framkvæmda. Ekki verður um það deilt að ein helzta auðlind landsins er vatnsorkan, og framtíð þjóðarinn- ar hvílir að verulegu leyti á, að oss takist að beizla þessa orku á sem hagkvæmastan og ódýrastan hátt. Margt er rætt um þá þróun, hversu fólkið flyzt til Faxaflóa- svæðisins, og bera menn ugg í brjósti gegn henni og vilja hefja aðgerðir til jafnvægis í byggð landsins. Stærsta þéttbýli utan Reykjavíkur er við Eyjafjörð; þá er og verulegt þéttbýli á Húsa- vík, vísir þess að myndast við Mývatn, og ef síldin skyldi hverfa á fyrri slóðir, þá má vænta mik- ils vaxtar á Raufarhöfn og Þórs- 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.